Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1077, 150. löggjafarþing 330. mál: breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd (heimildir til rannsókna og framfylgdar).
Lög nr. 21 18. mars 2020.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd (heimildir til rannsókna og framfylgdar).


I. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Neytendastofa, undir yfirstjórn ráðherra, fer með eftirlit samkvæmt lögum þessum einkum í þágu neytenda.
 3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður sem verður 1. málsl., svohljóðandi: Neytendastofa ákveður hvort erindi sem berst gefi nægar ástæður til rannsóknar.


2. gr.

     Fyrirsögn III. kafla laganna verður: Viðskiptahættir gagnvart neytendum.

3. gr.

     Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Góðir viðskiptahættir o.fl.

4. gr.

     Á eftir orðunum „lög þessi taka til“ í 1. mgr. 20. gr. a laganna kemur: eða á stað þar sem gögn eru varðveitt.

5. gr.

     Á eftir 20. gr. a laganna kemur ný grein, 20. gr. b, svohljóðandi:
     Neytendastofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
     Neytendastofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupa skv. 1. mgr. nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

6. gr.

     Fyrirsögn VIII. kafla laganna verður: Upplýsingaöflun.

7. gr.

     Á undan 21. gr. b laganna, sem verður 21. gr. c, kemur ný grein, 21. gr. b, svohljóðandi:
     Neytendastofa skal leitast við að fá fyrirtæki til að haga starfsemi sinni í samræmi við lög þessi, m.a. með sáttaumleitan.
     Brjóti viðskiptahættir gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim getur Neytendastofa tekið við skriflegum skuldbindingum um að látið sé af brotinu eða tekið ákvörðun skv. IX. kafla. Neytendastofa getur einnig kallað eftir skriflegum skuldbindingum um að neytendum sem brotið hafði áhrif á verði boðnar viðeigandi úrbætur.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. b laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Neytendastofa leitast við að hafa áhrif á háttsemi fyrirtækja með útgáfu leiðbeinandi reglna um góða viðskiptahætti á nánar afmörkuðum sviðum viðskipta sem talin eru mikilvæg fyrir hagsmuni neytenda. Neytendastofa skal ráðgast við hlutaðeigandi samtök neytenda og fyrirtækja áður en slíkar reglur eru settar.
 3. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 4.      Neytendastofu er heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál skv. 2. mgr. enda sé hætta á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
       Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.


9. gr.

     Á eftir 25. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 25. gr. a og 25. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (25. gr. a.)
Lögbann.
     Neytendastofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Neytendastofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum II.–VII. kafla. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Neytendastofu leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Neytendastofu.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum II.–VII. kafla skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     
     b. (25. gr. b.)
Úrræði.
     Háttsemi sem er andstæð ákvæðum laga þessara má banna með dómi. Í málum vegna brota á lögunum getur dómstóll ákveðið að gerðar skuli ráðstafanir til að tryggja að farið sé að banninu.
     Brot á lögum þessum getur valdið skaðabótaskyldu í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar.
     Þeim sem af ásetningi eða gáleysi hagnýtir réttindi annars samkvæmt lögum þessum er skylt að greiða hæfilegt endurgjald fyrir hagnýtinguna.
     Þeim sem hagnast á réttindum annars án þess að um ásetning eða gáleysi sé að ræða er skylt að greiða hæfilegt endurgjald. Endurgjaldið má þó aldrei vera hærra en ætla má að nemi hagnaði hans af brotinu.
     Sá sem á lögvarinna hagsmuna að gæta getur höfðað dómsmál til að fá bann lagt við háttsemi og/eða dæmda eða viðurkennda kröfu um skaðabætur eða hæfilegt endurgjald.

10. gr.

     Fyrirsögn IX. kafla laganna verður: Úrræði, viðurlög o.fl.

II. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 18. gr. laganna:
 1. 1. málsl. orðast svo: Lyfjastofnun getur krafið einstaklinga, lögaðila og stofnanir um skriflegar upplýsingar og gögn vegna ætlaðra brota á ákvæðum 13.–17. gr., án tillits til þagnarskyldu, og skulu þau veitt innan hæfilegs frests sem Lyfjastofnun setur.
 2. Á eftir orðinu „varðveitt“ í 2. málsl. kemur: og lagt hald á gögn.


12. gr.

     Á eftir 18. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 18. gr. a – 18. gr. d, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (18. gr. a.)
Prufukaup.
     Lyfjastofnun getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn 13.–17. gr. og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
     Lyfjastofnun getur krafist endurgreiðslu vegna kaupa skv. 1. mgr. nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.
     
     b. (18. gr. b.)
Bráðabirgðaákvarðanir.
     Ef brotið er gegn ákvæðum 13.–17. gr. er Lyfjastofnun heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða samkvæmt lögum þessum um einstök mál enda sé hætta á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
     Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.
     
     c. (18. gr. c.)
Sáttaheimild.
     Ef brotið er gegn ákvæðum 13.–17. gr. er Lyfjastofnun heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
     Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem brotið hafði áhrif á viðeigandi úrbætur.
     
     d. (18. gr. d.)
Lögbann.
     Lyfjastofnun getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Lyfjastofnun getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum 13.–17. gr. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Lyfjastofnunar leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Lyfjastofnun.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum 13.–17. gr. skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

13. gr.

     Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Auglýsing og kynning lyfja og rannsóknar- og framfylgdarheimildir.

III. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.

14. gr.

     Á eftir 74. gr. a laganna kemur ný grein, 74. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Framfylgdarheimildir vegna óumbeðinna fjarskipta.
     Ef brotið er gegn ákvæðum 46. gr. gilda ákvæði 20. gr. a, 20. gr. b, 2. mgr. 21. gr. c, 22.–25. gr., 25. gr. a og 27. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, um málsmeðferð og heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að framkvæma vettvangskönnun og prufukaup, grípa til aðgerða, leggja á sektir og dagsektir og krefjast lögbanns.
     Ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar skv. 1. mgr. verður skotið til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005, með síðari breytingum.

15. gr.

     Við 2. málsl. 20. gr. laganna bætist: ef ekki er mælt fyrir um annað í lögum þessum.

16. gr.

     Á eftir 20. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 20. gr. a – 20. gr. d, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (20. gr. a.)
Prufukaup.
     Fjármálaeftirlitið getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn lögum þessum og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
     Fjármálaeftirlitið getur krafist endurgreiðslu vegna kaupa skv. 1. mgr. nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir þjónustuveitanda.
     
     b. (20. gr. b.)
Bráðabirgðaákvarðanir.
     Ef brotið er gegn ákvæðum laga þessara er Fjármálaeftirlitinu heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál enda sé hætta á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
     Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.
     
     c. (20. gr. c.)
Sáttaheimild.
     Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, reglur settar á grundvelli þeirra eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða gróft eða ítrekað brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
     Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda aðila til að bjóða neytendum sem brotið hafði áhrif á viðeigandi úrbætur.
     
     d. (20. gr. d.)
Lögbann.
     Fjármálaeftirlitið getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Fjármálaeftirlitið getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn lögum þessum. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Fjármálaeftirlitsins leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Fjármálaeftirlitið.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum laga þessara skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

V. KAFLI
Breyting á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, með síðari breytingum.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. Orðið „fjölmiðlaveitu“ í 1. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðanna „þegar ríkar ástæður eru“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: og lagt hald á gögn enda séu ríkar ástæður.
 3. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 4.      Fjölmiðlanefnd getur með sömu skilyrðum og í 1. mgr. krafið einstaklinga, lögaðila og stofnanir um skriflegar upplýsingar og gögn vegna ætlaðra brota gegn VI. kafla er varða viðskiptaboð og fjarkaup.
       Fjölmiðlanefnd getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn ákvæðum VI. kafla er varða viðskiptaboð og fjarkaup og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála. Fjölmiðlanefnd getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.


18. gr.

     Á eftir 52. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 52. gr. a – 52. gr. c, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (52. gr. a.)
Bráðabirgðaákvarðanir.
     Ef brotið er gegn ákvæðum VI. kafla er fjölmiðlanefnd heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða samkvæmt lögum þessum um einstök mál enda sé hætta á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
     Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.
     
     b. (52. gr. b.)
Sáttaheimild.
     Ef brotið er gegn ákvæðum VI. kafla er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda séu sakir ekki miklar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
     Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem brotið hafði áhrif á viðeigandi úrbætur.
     
     c. (52. gr. c.)
Lögbann.
     Fjölmiðlanefnd getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Fjölmiðlanefnd getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum VI. kafla. Við lögbannsgerð má eftir kröfu fjölmiðlanefndar leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á fjölmiðlanefnd.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum VI. kafla skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

19. gr.

     Í stað orðanna „1. mgr.“ í a-lið 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: 1. og 3. mgr.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011.

20. gr.

     Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Neytendastofa hefur eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum 1. mgr. Um málsmeðferð, úrræði og viðurlög vegna brota gegn 1. mgr. og um kærurétt til áfrýjunarnefndar neytendamála fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.

21. gr.

     Á eftir 33. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 33. gr. a – 33. gr. d, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (33. gr. a.)
Rannsóknarheimildir.
     Ferðamálastofa getur við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöðvum þeirra sem lög þessi taka til eða stað þar sem gögn eru varðveitt og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn VII. kafla eða ákvörðunum Ferðamálastofu vegna brota gegn VII. kafla. Við framkvæmd aðgerða skal fylgja ákvæðum laga um meðferð sakamála um leit og hald á munum.
     Ferðamálastofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn ákvæðum VII. kafla og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála. Ferðamálastofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.
     
     b. (33. gr. b.)
Bráðabirgðaákvarðanir.
     Ef brotið er gegn ákvæðum VII. kafla er Ferðamálastofu heimilt að taka ákvörðun til bráðabirgða samkvæmt lögum þessum um einstök mál enda sé hætta á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda.
     Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.
     
     c. (33. gr. c.)
Sáttaheimild.
     Ef brotið er gegn ákvæðum VII. kafla er Ferðamálastofu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
     Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem brotið hafði áhrif á viðeigandi úrbætur.
     
     d. (33. gr. d.)
Lögbann.
     Ferðamálastofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Ferðamálastofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum VII. kafla. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Ferðamálastofu leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Ferðamálastofu.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum VII. kafla skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

VIII. KAFLI
Breyting á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

22. gr.

     Á eftir 148. gr. b laganna koma fjórar nýjar greinar, 148. gr. c – 148. gr. f, svohljóðandi:
     
     a. (148. gr. c.)
     Samgöngustofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála. Samgöngustofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.
     
     b. (148. gr. d.)
     Samgöngustofa getur að eigin frumkvæði eða á grundvelli kvörtunar gripið til aðgerða gegn háttsemi sem brýtur gegn ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a. Aðgerðir Samgöngustofu geta falið í sér bann eða fyrirmæli.
     Ef brotið er gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, er Samgöngustofu heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál enda sé hætta á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda. Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.
     Samgöngustofa getur lagt dagsektir á aðila sem fara ekki að ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, eða ákvörðunum Samgöngustofu skv. 2. mgr.
     Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Dagsektir geta numið frá 50 þús. kr. til 500 þús. kr. á dag.
     Ákvörðun um dagsektir má skjóta til ráðherra innan 14 daga frá því að hún er kynnt þeim sem hún beinist að. Dagsektir reiknast ekki fyrr en frestur er liðinn.
     Dagsektir eru aðfararhæfar að liðnum kærufresti en kæra til ráðherra frestar aðför uns endanleg niðurstaða liggur fyrir. Málshöfðun fyrir almennum dómstólum frestar ekki aðför.
     
     c. (148. gr. e.)
     Ef brotið er gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, er Samgöngustofu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda séu sakir ekki miklar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
     Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem brotið hafði áhrif á viðeigandi úrbætur.
     
     d. (148. gr. f.)
     Samgöngustofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Samgöngustofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Samgöngustofu leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Samgöngustofu.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

23. gr.

     Við 242. gr. a laganna bætist: ef sakir eru miklar.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

24. gr.

     Í stað 1. málsl. 4. mgr. 106. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um bætur vegna atvika sem greint er frá í 1. mgr., svo sem fyrirkomulag bótagreiðslna, ferðatilhögun, upphæð bóta og aðrar úrbætur til handa farþegum eða eigendum farangurs eða farms. Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði um eftirlitsheimildir Samgöngustofu, svo sem með upplýsingaöflun, vettvangsskoðun og haldlagningu gagna, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni, heimildum til að stöðva brot, þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur og krefjast þess að látið sé af brotum.

25. gr.

     Við 125. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Nánar skal kveðið á um heimildir Samgöngustofu til að tryggja eftirfylgni við ákvæði 4.–6. mgr. og reglugerðir settar skv. 7. og 8. mgr. í reglugerð, svo sem með hvers konar upplýsingaöflun, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni, vettvangsskoðun og haldlagningu gagna, heimildum til að stöðva brot, þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur og krefjast þess að látið sé af brotum, auk birtingar slíkra ákvarðana eftir því sem við á.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. málsl. 3. mgr. 126. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „vettvangsskoðun“ kemur: og haldlagningu gagna, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni.
 2. Á eftir orðinu „brot“ kemur: þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur.


27. gr.

     Á eftir 140. gr. laganna kemur ný grein, 140. gr. a, svohljóðandi:
     Samgöngustofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Samgöngustofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn 5. og 6. mgr. 125. gr., reglugerðum settum skv. 7. og 8. mgr. 125. gr. og reglugerðum sem settar eru með heimild í 4. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Samgöngustofu leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Samgöngustofu.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum laga og reglugerða skv. 2. mgr. skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

X. KAFLI
Breyting á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017, með síðari breytingum.

28. gr.

     Á eftir 25. gr. laganna kemur ný grein, 25. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Prufukaup.
     Samgöngustofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn 17.–21. gr. og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
     Samgöngustofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

29. gr.

     Á eftir 27. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 27. gr. a og 27. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (27. gr. a.)
Sáttaheimild.
     Ef brotið er gegn ákvæðum 17.–21. gr. er Samgöngustofu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki flytjanda, enda sé ekki um að ræða stórfellt eða ítrekað brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir flytjanda þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
     Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda flytjanda til að bjóða neytendum sem brotið hafði áhrif á viðeigandi úrbætur.
     
     b. (27. gr. b.)
Lögbann.
     Samgöngustofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     Samgöngustofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn 17.–21. gr. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Samgöngustofu leggja fyrir:
 1. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
 2. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
 3. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
 4. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Samgöngustofu.

     Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
     Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum 17.–21. gr. skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
     Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
     Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 30. gr. laganna:
 1. Á eftir 7. tölul. koma tveir nýir töluliðir, 8.–9. tölul., svohljóðandi:
  1. 17. gr. um áskilnað eða fyrirvara um ábyrgð.
  2. 18. gr. um bætur til farþega.
 2. Á eftir 8. tölul., sem verður 10. tölul., kemur nýr töluliður, 11. tölul., svohljóðandi:
  1. 20. gr. um samningsskilmála og tryggingavernd.


XI. KAFLI
Gildistaka.

31. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. mars 2020.