Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1329, 150. löggjafarþing 450. mál: breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld (staðgreiðsla, álagning o.fl.).
Lög nr. 33 13. maí 2020.

Lög um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (staðgreiðsla, álagning o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

     Á eftir tilvísuninni „5. tölul.“ í 5. tölul. 4. gr. laganna kemur: 1. mgr.

2. gr.

     Í stað orðanna „fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi“ í b-lið 1. mgr. 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: næsta 60 mánaða samfelldu tímabili fyrir upphaf starfa hans hér á landi, en þó þannig að fyrstu þrír mánuðir dvalar hérlendis teljast ekki með.

3. gr.

     Tilvísunin „2. mgr.“ í 2. mgr. 3. tölul. 31. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Við 49. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Skilyrtir vextir eru þá fyrst gjaldfæranlegir þegar skilyrði til greiðslu þeirra eru uppfyllt. Vextir sem skuldari hefur val um að greiða eða greiða ekki eru gjaldfæranlegir við greiðslu að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. 1. tölul. 31. gr.

5. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. október“ í 2. málsl. 6. mgr. 51. gr. laganna kemur: 1. nóvember.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. b laganna:
 1. Á eftir orðinu „affalla“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: umfram 100 millj. kr.
 2. A-liður 3. mgr. fellur brott.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 68. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísananna „12., 13. eða 14. gr.“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: 4. eða 5. gr.
 2. Við 8. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að gera aðför til tryggingar greiðslu ofgreiddra barnabóta á grundvelli úrlausna eða ákvarðana erlendra dómstóla eða yfirvalda með sáttum gerðum fyrir þeim sem íslenska ríkið hefur að þjóðarétti og með lögum skuldbundið sig til að viðurkenna.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. málsl. 1. mgr. 90. gr. laganna:
 1. Orðin „með sundurliðunum og skýringum“ falla brott.
 2. Á eftir orðinu „ásamt“ kemur: sundurliðunum á einstökum fjárhæðum ársreiknings og.


9. gr.

     Við 3. mgr. 97. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um heimild til endurákvörðunar skatts maka aðila og samskattaðs sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem leiðir af niðurstöðum rannsóknar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins eða héraðssaksóknara.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 99. gr. laganna:
 1. Í stað 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Nú telur skattaðili skatt sinn eða skattstofn, þ.m.t. rekstrartöp og ívilnun skv. 65. gr., ekki rétt ákveðinn og getur hann þá sent til ríkisskattstjóra rökstudda kæru, skriflega eða rafræna, í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, studda nauðsynlegum gögnum. Kærufrestur er þrír mánuðir í tilviki einstaklinga og einn mánuður í tilviki lögaðila frá dagsetningu auglýsingar ríkisskattstjóra um að álagningu skv. 1. mgr. 98. gr. sé lokið.
 2. Í stað orðsins „tveggja“ í 3. málsl. kemur: þriggja.


11. gr.

     Við 6. mgr. 112. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Beri eindaga upp á helgidag eða almennan frídag færist eindagi á næsta virkan dag á eftir.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 116. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fjárforræði“ og á eftir orðinu „bera“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: fjárræði; og: óskipta.
 2. Í stað orðanna „Eigendur sameignarfélags, sem er sjálfstæður skattaðili“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Félagsmenn sem bera beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félags.
 3. 3. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðanna „lögtak hjá þeim, sem ábyrgð ber á skatti, til tryggingar þeim sköttum“ í 5. mgr. kemur: aðför hjá þeim sem ber ábyrgð á greiðslu skatta til tryggingar þeim skattgreiðslum.
 5. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 6.      Þeir sem bera ábyrgð á skattgreiðslum skv. 1., 2. og 4. mgr. bera einnig ábyrgð á greiðslu dráttarvaxta, kostnaðar og álags sem lagt er á aðalskuldara skv. 108. og 122. gr. og skv. 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.


13. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Álagi skv. 2. mgr. 108. gr. skal ekki beitt á árinu 2020 ef máli skattaðila vegna þeirra atvika sem eru tilefni endurákvörðunar skv. 96. gr. hefur verið vísað til refsimeðferðar skv. 110. gr.
     Ef meðferð máls sem vísað hefur verið til rannsóknar lögreglu skv. 4. mgr. 110. gr. lýkur með því að rannsókn er hætt þar sem sakargögn hafa ekki þótt nægjanleg til ákæru eða vegna þess að það sem fram er komið þykir að rannsókn lokinni ekki nægilegt eða líklegt til að leiða til sakfellingar, eða ef atvikin eru af öðrum ástæðum ekki lengur til rannsóknar sem saknæm háttsemi, er heimilt að endurupptaka úrskurð um skattbreytingar vegna atvikanna og bæta álagi á vantalda skattstofna skv. 2. mgr. 108. gr., enda sé úrskurður þar um kveðinn upp innan sex mánaða frá lokum málsmeðferðar lögreglu. Sama á við ef málsmeðferð lýkur með frávísun yfirskattanefndar vegna þess að sökunautur hlítir ekki málsmeðferð hennar, sbr. 4. mgr. 110. gr., eða án sektarákvörðunar eftir sektarboð skv. 2. mgr. 110. gr., enda sé staða skattaðila sem sakbornings felld niður. Heimild til álagsbeitingar samkvæmt þessari málsgrein takmarkast ekki af ákvæðum 97. gr.
     Ákvæði þetta tekur til allra mála sem ekki hafa verið tekin til úrskurðar um endurákvörðun við gildistöku laga þessara.

II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.

14. gr.

     Við 6. tölul. 5. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Til staðgreiðsluskyldra launa samkvæmt ákvæði þessu telst þó ekki söluhagnaður af íslenskum hlutabréfum og stofnbréfum skv. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt. Til staðgreiðsluskyldra launa samkvæmt ákvæði þessu teljast ekki heldur vaxtatekjur af skuldabréfum sem skráð eru hjá verðbréfamiðstöð í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. sömu laga.

15. gr.

     Í stað orðanna „skv. 4. tölul. 3. gr.“ í 2. málsl. 4. mgr. 9. gr. laganna kemur: skv. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt, 7. tölul. þeirrar málsgreinar að því er varðar söluhagnað af íslenskum hlutabréfum og stofnbréfum eða 8. tölul. þeirrar málsgreinar að því er varðar vaxtatekjur af skuldabréfum sem skráð eru hjá verðbréfamiðstöð í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 12. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Verði um áframhaldandi ofnotkun persónuafsláttar að ræða, þrátt fyrir tilkynningar þar um, skal ríkisskattstjóri stöðva frekari nýtingu persónuafsláttar á viðkomandi staðgreiðsluári, eftir atvikum bakfæra það sem umfram heimilli nýtingu nemur og áætla skilaskylda staðgreiðslu skv. 21. gr.
 2. Í stað orðanna „Tilkynningu um slíkt“ í 2. málsl. kemur: Öllum tilkynningum um nýtingu á persónuafslætti.


17. gr.

     Við 21. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal ríkisskattstjóri áætla skilaskylda staðgreiðslu launagreiðenda sé persónuafsláttur launamanna ranglega ákvarðaður, að undangengnum tilkynningum þar um, sbr. 12. gr.

18. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Álagi skv. 1. og 2. mgr. 28. gr. skal ekki beitt á árinu 2020 ef máli skattaðila vegna þeirra atvika sem eru tilefni endurreiknings skv. 8. mgr. 28. gr. hefur verið vísað til refsimeðferðar samkvæmt ákvæðum 31. gr.
     Ef meðferð máls sem vísað hefur verið til rannsóknar lögreglu skv. 4. mgr. 31. gr. lýkur með því að rannsókn er hætt þar sem sakargögn hafa ekki þótt nægjanleg til ákæru eða vegna þess að það sem fram er komið þykir að rannsókn lokinni ekki nægilegt eða líklegt til að leiða til sakfellingar, eða ef atvikin eru af öðrum ástæðum ekki lengur til rannsóknar sem saknæm háttsemi, er heimilt að endurupptaka úrskurð um skattbreytingar vegna atvikanna og bæta álagi á vantalda skattstofna skv. 1. og 2. mgr. 28. gr., enda sé úrskurður þar um kveðinn upp innan sex mánaða frá lokum málsmeðferðar lögreglu. Sama á við ef málsmeðferð lýkur með frávísun yfirskattanefndar vegna þess að sökunautur hlítir ekki málsmeðferð hennar, sbr. 4. mgr. 31. gr., eða án sektarákvörðunar eftir sektarboð skv. 2. mgr. 31. gr., enda sé staða skattaðila sem sakbornings felld niður. Heimild til álagsbeitingar samkvæmt þessari málsgrein takmarkast ekki af ákvæðum 8. mgr. 28. gr.
     Ákvæði þetta tekur til allra mála sem ekki hafa verið tekin til úrskurðar um endurákvörðun við gildistöku laga þessara.

III. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með síðari breytingum.

19. gr.

     Við 2. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Séu hlutabréf sem arður er greiddur af í vörslu innlends fjármálafyrirtækis, vegna rafrænnar skráningar hlutabréfanna á skipulegan markað, hvílir skylda til að draga staðgreiðslu af arði og skila í ríkissjóð á viðkomandi fjármálafyrirtæki.

20. gr.

     Í stað orðanna „aðila sem samskattaðir eru skv. 55. gr.“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: félaga skv. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

21. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. október“ í 6. mgr. 12. gr. og 16. gr. laganna kemur: 1. nóvember.

V. KAFLI
Breyting á lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011, með síðari breytingum.

22. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. október“ í 6. mgr. 10. gr. og 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: 1. nóvember.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. október“ í 3. og 4. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna kemur: 1. nóvember.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

24. gr.

     Orðin „til eins árs í senn“ í 4. málsl. 2. mgr. 24. gr. laganna falla brott.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hann skal rannsaka virðisaukaskattsskýrslur og leiðrétta þær“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skal leiðrétta virðisaukaskattsskýrslur.
 2. 1. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 3. Í stað orðsins „skýrsluna“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: skýrslu þar sem innskattur er talinn hærri en útskattur.


26. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Álagi skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. skal ekki beitt á árinu 2020 ef máli skattaðila vegna þeirra atvika sem eru tilefni endurákvörðunar skv. 26. gr. hefur verið vísað til refsimeðferðar skv. 41. gr.
     Ef meðferð máls sem vísað hefur verið til rannsóknar lögreglu skv. 4. mgr. 41. gr. lýkur með því að rannsókn er hætt þar sem sakargögn hafa ekki þótt nægjanleg til ákæru eða vegna þess að það sem fram er komið þykir að rannsókn lokinni ekki nægilegt eða líklegt til að leiða til sakfellingar, eða ef atvikin eru af öðrum ástæðum ekki lengur til rannsóknar sem saknæm háttsemi, er heimilt að endurupptaka úrskurð um skattbreytingar vegna atvikanna og bæta álagi á vantalda skattstofna skv. 1. og 2. mgr. 27. gr., enda sé úrskurður þar um kveðinn upp innan sex mánaða frá lokum málsmeðferðar lögreglu. Sama á við ef málsmeðferð lýkur með frávísun yfirskattanefndar vegna þess að sökunautur hlítir ekki málsmeðferð hennar, sbr. 4. mgr. 41. gr., eða án sektarákvörðunar eftir sektarboð skv. 2. mgr. 41. gr., enda sé staða skattaðila sem sakbornings felld niður. Heimild til álagsbeitingar samkvæmt þessari málsgrein takmarkast ekki af ákvæðum 6. mgr. 26. gr.
     Ákvæði þetta tekur til allra mála sem ekki hafa verið tekin til úrskurðar um endurákvörðun við gildistöku laga þessara.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

27. gr.

     Orðin „nr. 50/1987, o.fl.“ í 1. gr. laganna falla brott.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Tilvísunin „skv. 56. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987“ í b-lið 3. mgr. fellur brott.
 2. Orðin „samkvæmt reglugerð sem sett er á grundvelli 56. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987“ í c-lið 3. mgr. falla brott.


29. gr.

     Tilvísunin „nr. 50/1987“ í 1. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

30. gr.

     Tilvísunin „nr. 50/1987“ í 1. mgr. 9. gr. laganna fellur brott.

31. gr.

     2. mgr. 27. gr. laganna fellur brott.

32. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal á árinu 2020 lækka skráða losun húsbíla um 40%, en þó að hámarki niður í 150 g/km, áður en til álagningar vörugjalds kemur, hafi losun einvörðungu verið skráð samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni. Þetta ákvæði á aðeins við ef:
 1. ökutæki er skráð sem bifreið í ökutækjaskrá, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019,
 2. ökutæki fellur í flokk húsbíla eða húsbifreiða samkvæmt ákvæðum umferðarlaga, nr. 77/2019, og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim og
 3. ökutæki teldist grind í skilningi h-liðar 2. tölul. 4. gr. ef það væri án yfirbyggingar til bústaðarnota með borðum og sætum, rúmstæði, eldunaraðstöðu, o.fl.


IX. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.

33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
 1. Á undan orðinu „læknaritara“ í 12. tölul. kemur: heilbrigðisgagnafræðinga og.
 2. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Leyfi til heyrnarfræðinga.


X. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.

34. gr.

     Á eftir 15. gr. laganna kemur ný grein, 15. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Endurgreiðsla vegna útflutnings.
     Þegar sannanlega er flutt úr landi flúoruð gróðurhúsalofttegund skv. 13. gr., sem skattur var sannanlega greiddur af við innflutning, getur skattskyldur aðili sótt um endurgreiðslu á þeim skatti hafi ekki liðið meira en 12 mánuðir frá tollafgreiðslu hennar, frá og með 1. janúar 2020.
     Aðili sem óskar endurgreiðslu skv. 1. mgr. skal, innan sex mánaða frá því að vara er flutt úr landi, sækja um endurgreiðslu í sérstakri skýrslu til tollyfirvalda, á því formi sem þau ákveða, þar sem m.a. eru tilgreind tollskrárnúmer flúoraðrar gróðurhúsalofttegundar, sá kílóafjöldi sem fluttur var inn undir því númeri og fjárhæð þess skatts sem sannanlega var greiddur við innflutning viðkomandi vöru. Leggja skal fram þær upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru til afgreiðslu umsóknar, svo sem staðfestingu tollyfirvalda á inn- og útflutningi og staðfestingu á greiðslu skattsins.
     Fjárhæð sem sótt er um endurgreiðslu á hverju sinni skal vera að lágmarki 10.000 kr. Fallist tollyfirvöld á umsóknina án frekari skýringa skal endurgreiðsla fara fram eigi síðar en 30 dögum eftir að umsókn er lögð fram, enda hafi fullnægjandi upplýsingar og gögn fylgt henni.

35. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Ákvæði 4. og 6. gr. koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020 vegna tekna ársins 2019.
     Ákvæði 14.–17. gr. koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2020.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 2020.