Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1414, 151. löggjafarþing 698. mál: breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar).
Lög nr. 36 17. maí 2021.
I. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem fengið hafa frest til skila á afdreginni staðgreiðslu af launum vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021 samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VI og 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VII geta sótt um að þeim greiðslum verði dreift í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur, að uppfylltum skilyrðum 3. mgr.
Umsókn um greiðsludreifingu skal berast Skattinum eigi síðar en 10. júní 2021. Umsókn skal vera rafræn en að öðru leyti á því formi sem Skatturinn ákveður.
Skilyrði fyrir greiðsludreifingu samkvæmt ákvæði þessu er að aðili sé á umsóknardegi í skilum með önnur opinber gjöld, skatta og skattsektir en greinir í 1. mgr. sem komin voru á eindaga 31. desember 2019. Álagðir skattar og gjöld á árinu 2020 skulu ekki vera byggð á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum, skýrslum og skilagreinum. Bú aðila skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta eða aðila hafa verið slitið. Umsækjandi skal staðfesta í umsókn að hann uppfylli skilyrði fyrir greiðsludreifingu.
Fyrsti gjalddagi greiðsludreifingar er 1. júlí 2022. Gjalddagi kröfu í greiðsludreifingu skv. 1. mgr. er fyrsti dagur hvers mánaðar og eindagi 14 dögum síðar. Beri eindaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir.
Hafi krafa í greiðsludreifingu skv. 1. mgr. ekki verið greidd á eindaga skal greiða dráttarvexti af þeirri fjárhæð sem gjaldfallin er frá gjalddaga. Dráttarvextir skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Verði vanskil á þremur frestuðum greiðslum skv. 1. mgr. fellur greiðsludreifing niður og ógjaldfallnar kröfur í greiðsludreifingu falla í gjalddaga. Gjalddagi kröfu skv. 1. málsl. er fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að greiðsludreifing féll niður og eindagi er 14 dögum síðar. Sé krafan ekki greidd á eindaga leggjast á dráttarvextir skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá gjalddaga.
Ekki er heimilt að gera greiðsluáætlun um gjaldfallnar kröfur sem eru í greiðsludreifingu.
Verði bú aðila sem nýtur heimildar til greiðsludreifingar tekið til gjaldþrotaskipta eða aðila slitið á tímabili greiðsludreifingar fellur greiðsludreifing niður og kröfur falla í gjalddaga á úrskurðardegi um gjaldþrotaskipti eða við afskráningu.
Óheimilt er að skuldajafna inneignum á móti ógjaldföllnum kröfum í greiðsludreifingu. Falli greiðsludreifing niður, sbr. 6. mgr., skal skuldajafna inneignum á móti gjaldföllnum kröfum sem voru í greiðsludreifingu.
Ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun umsóknar um greiðsludreifingu má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.
II. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem fengið hafa frest til greiðslu staðgreiðslu tryggingagjalds vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021 samkvæmt ákvæði til bráðabirgða X og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XI geta sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur, að uppfylltum skilyrðum 2. mgr.
Um umsókn um greiðsludreifingu, gjalddaga, skilyrði fyrir heimildum skv. 1. mgr., undanþágur og framkvæmd gildir að öðru leyti ákvæði til bráðabirgða IX í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
III. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.
Þingskjal 1414, 151. löggjafarþing 698. mál: breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar).
Lög nr. 36 17. maí 2021.
Lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar).
1. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem fengið hafa frest til skila á afdreginni staðgreiðslu af launum vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021 samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VI og 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VII geta sótt um að þeim greiðslum verði dreift í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur, að uppfylltum skilyrðum 3. mgr.
Umsókn um greiðsludreifingu skal berast Skattinum eigi síðar en 10. júní 2021. Umsókn skal vera rafræn en að öðru leyti á því formi sem Skatturinn ákveður.
Skilyrði fyrir greiðsludreifingu samkvæmt ákvæði þessu er að aðili sé á umsóknardegi í skilum með önnur opinber gjöld, skatta og skattsektir en greinir í 1. mgr. sem komin voru á eindaga 31. desember 2019. Álagðir skattar og gjöld á árinu 2020 skulu ekki vera byggð á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum, skýrslum og skilagreinum. Bú aðila skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta eða aðila hafa verið slitið. Umsækjandi skal staðfesta í umsókn að hann uppfylli skilyrði fyrir greiðsludreifingu.
Fyrsti gjalddagi greiðsludreifingar er 1. júlí 2022. Gjalddagi kröfu í greiðsludreifingu skv. 1. mgr. er fyrsti dagur hvers mánaðar og eindagi 14 dögum síðar. Beri eindaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir.
Hafi krafa í greiðsludreifingu skv. 1. mgr. ekki verið greidd á eindaga skal greiða dráttarvexti af þeirri fjárhæð sem gjaldfallin er frá gjalddaga. Dráttarvextir skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Verði vanskil á þremur frestuðum greiðslum skv. 1. mgr. fellur greiðsludreifing niður og ógjaldfallnar kröfur í greiðsludreifingu falla í gjalddaga. Gjalddagi kröfu skv. 1. málsl. er fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að greiðsludreifing féll niður og eindagi er 14 dögum síðar. Sé krafan ekki greidd á eindaga leggjast á dráttarvextir skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá gjalddaga.
Ekki er heimilt að gera greiðsluáætlun um gjaldfallnar kröfur sem eru í greiðsludreifingu.
Verði bú aðila sem nýtur heimildar til greiðsludreifingar tekið til gjaldþrotaskipta eða aðila slitið á tímabili greiðsludreifingar fellur greiðsludreifing niður og kröfur falla í gjalddaga á úrskurðardegi um gjaldþrotaskipti eða við afskráningu.
Óheimilt er að skuldajafna inneignum á móti ógjaldföllnum kröfum í greiðsludreifingu. Falli greiðsludreifing niður, sbr. 6. mgr., skal skuldajafna inneignum á móti gjaldföllnum kröfum sem voru í greiðsludreifingu.
Ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun umsóknar um greiðsludreifingu má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.
2. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem fengið hafa frest til greiðslu staðgreiðslu tryggingagjalds vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021 samkvæmt ákvæði til bráðabirgða X og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XI geta sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur, að uppfylltum skilyrðum 2. mgr.
Um umsókn um greiðsludreifingu, gjalddaga, skilyrði fyrir heimildum skv. 1. mgr., undanþágur og framkvæmd gildir að öðru leyti ákvæði til bráðabirgða IX í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:- Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2021“ í 1. mgr. kemur: 1. janúar 2022.
- Í stað dagsetningarinnar „1. apríl 2020“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 1. apríl 2021.
4. gr.
Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2021“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 1. janúar 2022.5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 11. maí 2021.