Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1582, 151. löggjafarþing 549. mál: fiskeldi, matvæli og landbúnaður (einföldun regluverks).
Lög nr. 71 11. júní 2021.

Lög um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskeldis, matvæla og landbúnaðar (einföldun regluverks).


I. KAFLI
Breyting á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008.

1. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir Matvælastofnunar er lúta að skráningarskyldu eða veitingu, endurskoðun og afturköllun rekstrarleyfis til fiskeldis samkvæmt þessum kafla og III. og V. kafla sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

2. gr.

     5. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skráningarskylda.
     Ráðherra er heimilt að kveða á um í reglugerð að starfræksla fiskeldisstöðva á landi, þar sem hámarkslífmassi er allt að 20 tonnum á hverjum tíma og starfrækslan er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, sé háð skráningarskyldu í stað útgáfu rekstrarleyfis.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð kröfur, skilyrði og skilmála sem gilda fyrir starfsemi og eru forsenda skráningar, þ.m.t. kröfur um innra eftirlit, úttektir þegar nauðsyn ber til, skýrslugjöf til Matvælastofnunar og að stofnuninni sé heimilt að afla upplýsinga rafrænt og skylda skráningaraðila til að skrá upplýsingar í gagnagrunn sem stofnunin leggur til. Aðili sem er skráningarskyldur skv. 1. mgr. skal skrá starfsemi sína hjá Matvælastofnun. Matvælastofnun skal staðfesta skráningu rekstraraðila og leiðbeina honum um hvaða reglur gilda um starfsemina. Óheimilt er að flytja eldisfisk eða seiði í fiskeldisstöð áður en staðfesting Matvælastofnunar á skráningu hefur verið gefin út.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „Rekstrarleyfishafi“ í 1. málsl. 1. mgr., 4. mgr. og 5. mgr. kemur: eða skráningarskyldur aðili skv. 5. gr.
 2. Á eftir orðinu „Rekstrarleyfishafa“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: eða skráningarskyldum aðila skv. 5. gr.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 14. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Rekstrarleyfishafa eða starfsmönnum hans“ í 1. málsl. kemur: Rekstrarleyfishafa og skráningarskyldum aðila skv. 5. gr. eða starfsmönnum þeirra.
 2. Í stað orðanna „rekstrarleyfishafa endurgjaldslaust að afhenda“ í 1. málsl. kemur: að afhenda endurgjaldslaust.
 3. Á eftir orðinu „rekstrarleyfishafi“ í 2. málsl. kemur: eða skráningarskyldur aðili skv. 5. gr.


5. gr.

     Við 14. gr. a laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Við skráningu skv. 5. gr. skal aðili greiða þjónustugjald samkvæmt gjaldskrá Matvælastofnunar vegna þess kostnaðar sem fellur til við afgreiðslu skráningarinnar. Fyrir úttekt Matvælastofnunar á starfseminni og framkvæmd eftirlits skal greitt þjónustugjald samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á V. kafla laganna:
 1. Við bætist ný grein, 16. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
 2. Afskráning fiskeldisstöðvar.
       Matvælastofnun er heimilt að afskrá skráða starfsemi og synja um endurskráningu verði aðili uppvís að því að vanrækja þær kröfur sem gilda um skráningu eða brjóta að öðru leyti gegn skilyrðum og skilmálum skráningarinnar. Matvælastofnun ber að senda skráningaraðila tilkynningu um tilefni afskráningar og skal skráningaraðila veittur frestur til andmæla.
 3. Fyrirsögn kaflans verður: Afturköllun rekstrarleyfis og afskráning fiskeldisstöðvar.


7. gr.

     Á eftir orðinu „rekstrarleyfishafi“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: eða skráningarskyldur aðili.

8. gr.

     Á eftir orðinu „framleiðsluskýrslum“ í 1. mgr. 19. gr. b laganna kemur: skráningarskyldra aðila og.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. c laganna:
 1. Við a-lið bætist: og ákvörðun Matvælastofnunar um afskráningu.
 2. Við b-lið bætist: eða skráningarskylds aðila.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 21. gr. a laganna:
 1. Á eftir orðinu „rekstrarleyfishafi“ í 1. málsl. kemur: eða skráningarskyldur aðili.
 2. Á eftir orðinu „leyfishafi“ í 1. málsl. kemur: eða skráningarskyldur aðili.
 3. Í stað orðsins „leyfishafa“ í 2. málsl. kemur: rekstraraðila fiskeldisstöðvar.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. c laganna:
 1. Á eftir orðinu „rekstrarleyfi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: eða staðfest skráning skv. 5. gr.
 2. Á eftir orðinu „rekstrarleyfis“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: eða staðfestrar skráningar.
 3. Í stað orðsins „rekstrarleyfishafa“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: rekstraraðila.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Starfsemi án rekstrarleyfis eða staðfestrar skráningar.


12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. d laganna:
 1. Í stað orðsins „rekstrarleyfishafa“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: aðila.
 2. Á eftir orðinu „skv.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 5. gr.
 3. Við 2. tölul. 1. mgr. bætist: eða staðfestrar skráningar skv. 5. gr.
 4. Á eftir orðinu „rekstrarleyfishafa“ í a-lið 3. mgr. kemur: eða skráningarskyldan aðila skv. 5. gr.


13. gr.

     Á eftir orðinu „rekstrarleyfishafa“ í 22. gr. laganna kemur: eða skráningarskylds aðila skv. 5. gr.

II. KAFLI
Breyting á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Ráðherra getur, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis“ kemur: Matvælastofnun getur.
 2. Við bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ákvörðun um leyfi til innflutnings skal byggjast á viðeigandi áhættumati sem framkvæmt er í samræmi við viðurkennda alþjóðlega staðla og samninga sem Ísland er aðili að. Heimilt er að krefja innflytjanda um upplýsingar um heilbrigði, rannsóknir og meðhöndlun dýra eða erfðaefnis og hverjar aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að meta áhættu innflutnings.


15. gr.

     3. gr. laganna fellur brott.

16. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. kemur: Matvælastofnun.
 2. Í stað 2. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Umsókn um leyfi til slíks innflutnings skal afgreidd samhliða umsókn til Umhverfisstofnunar um leyfi til innflutnings á grundvelli laga um náttúruvernd. Þegar Matvælastofnun og Umhverfisstofnun hafa lokið vinnslu umsóknar skal tilkynna umsækjanda um niðurstöður beggja stofnana.


18. gr.

     Í stað orðanna „Ráðherra er heimilt, ef fyrir liggja meðmæli yfirdýralæknis“ í 1. málsl. 14. gr. laganna kemur: Matvælastofnun er heimilt.

III. KAFLI
Breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 63. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Til innflutnings lifandi dýra eða plantna skal jafnframt afla leyfis Matvælastofnunar í samræmi við lög um innflutning dýra, lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim eða lög um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að flytja inn eftirfarandi lífverur án leyfis Umhverfisstofnunar:
  1. Búfé.
  2. Framandi plöntutegundir sem hafa verið notaðar til garðyrkju, túnræktar, jarðræktar, landgræðslu og skógræktar.
  3. Tegundir sem ráðherra hefur ákveðið með reglugerð að flytja megi inn án leyfis, sbr. 6. mgr.

 4. 2. mgr. orðast svo:
 5.      Með umsókn um leyfi skv. 1. mgr. skal fylgja áhættumat sem umsækjandi hefur aflað hjá óháðum aðila og skal þar m.a. koma fram mat á hættu á því hvort viðkomandi lífverur séu ágengar og þeim áhrifum sem það kann að hafa á líffræðilega fjölbreytni. Umsókninni skal jafnframt fylgja greinargerð um þau áhrif sem gera má ráð fyrir að dreifing eða möguleg útbreiðsla dreifingarinnar hafi á lífríkið og líffræðilegan fjölbreytileika.
 6. Í stað tilvísunarinnar „4. mgr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 5. mgr.
 7. Í stað tilvísunarinnar „4. mgr.“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: 5. mgr.
 8. Í stað tilvísunarinnar „1. mgr.“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: 2. mgr.
 9. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um umsóknir og fylgigögn með umsóknum.


20. gr.

     64. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Móttaka og afgreiðsla umsókna.
     Afhenda skal Matvælastofnun umsóknir um leyfi skv. 63. gr. ásamt fylgigögnum. Matvælastofnun skal framsenda umsóknir um innflutningsleyfi fyrir framandi lífverur ásamt fylgigögnum til Umhverfisstofnunar til meðferðar samkvæmt lögum þessum. Umhverfisstofnun metur hvort umsókn um innflutningsleyfi falli undir lög þessi.
     Umsókn um leyfi til innflutnings á framandi lífverum skal afgreidd samhliða umsókn til Matvælastofnunar um leyfi til innflutnings á grundvelli laga um innflutning dýra eða laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hvor stofnun fyrir sig skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi. Þegar Matvælastofnun og Umhverfisstofnun hafa lokið vinnslu umsóknar skal tilkynna umsækjanda um niðurstöður beggja stofnana.

21. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „4. mgr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: 5. mgr.

22. gr.

     5. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um útflutning hrossa, nr. 27/2011.

23. gr.

     Orðin „frá Bændasamtökum Íslands“ í 1. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

24. gr.

     7. gr. laganna fellur brott.

V. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 4. gr. laganna:
 1. Í stað 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Starfsleyfi sem kveðið er á um í 2. mgr. eru gefin út án tímabindingar, enda uppfylli starfsemin skilyrði laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem um hana gilda. Þó er heimilt að gefa út starfsleyfi til bráðabirgða við upphaf starfsemi þannig að fóðurfyrirtæki gefist ráðrúm til nauðsynlegra úrbóta á starfsemi sinni, enda sé um smávægilegar athugasemdir opinbers aðila að ræða.
 2. Orðin „áður en gildistími þess er liðinn“ í 4. málsl. falla brott.


26. gr.

     2. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar fagráð um velferð dýra og er skipunartími þess þrjú ár.
 2. 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 3. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Yfirdýralæknir er formaður fagráðsins.


VII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun Matvælarannsókna hf., nr. 68/2006.

28. gr.

     Orðin „sem nefnist Matvælarannsóknir hf.“ í 1. málsl. 1. gr. laganna falla brott.

29. gr.

     Í stað orðanna „sjö mönnum“ í 1. málsl. 4. gr. laganna kemur: fimm fulltrúum.

30. gr.

     Í stað orðanna „Matvælarannsóknum hf.“ í 1. málsl. 7. gr. laganna kemur: Matís ohf.

31. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um Matís ohf.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986.

32. gr.

     2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Fjallskilasamþykkt öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

33. gr.

     Í stað orðsins „sauðfjársjúkdómanefnd“ í 2. mgr. 68. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um búfjárhald, nr. 38/2013.

34. gr.

     Í stað orðanna „Ráðherra staðfestir slíka samþykkt og birtir“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Birta skal slíka samþykkt.

X. KAFLI
Breyting á lögum um uppboðsmarkaði sjávarafla, nr. 79/2005.

35. gr.

     Í stað orðanna „ lög nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: lög um matvæli.

XI. KAFLI
Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993.

36. gr.

     Á eftir 4. mgr. 38. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ábúanda eða leigutaka lögbýlis er heimilt að kaupa greiðslumark til skráningar á lögbýlið. Skal slíkt greiðslumark sérstaklega skráð á nafn leiguliða. Framsal á greiðslumarki samkvæmt þessari málsgrein er heimilt án samþykkis jarðareiganda.

37. gr.

     Við 54. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ábúanda eða leigutaka lögbýlis er heimilt að kaupa greiðslumark til skráningar á lögbýlið. Skal slíkt greiðslumark sérstaklega skráð á nafn leiguliða. Framsal á greiðslumarki samkvæmt þessari málsgrein er heimilt án samþykkis jarðareiganda.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um breytingu á lögum um matvæli, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu (eftirlit, upplýsingagjöf), nr. 33/2018.

38. gr.

     Í stað orðanna „Birta skal“ í 1. efnismálsl. a-liðar 2. gr. laganna kemur: Heimilt er að birta.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995.

39. gr.

     Við 13. gr. f laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt með setningu reglugerðar að víkja frá ákvæðum 1.–6. mgr. varðandi mat sláturafurða sem framleiddar eru í litlum sláturhúsum.

XIV. KAFLI
Brottfall laga um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins, nr. 43/1998.

40. gr.

      Lög um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins, nr. 43/1998, falla úr gildi.

41. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skal 29. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. júlí 2021.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2021.