Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1819, 151. löggjafarþing 424. mál: slysatryggingar almannatrygginga (atvinnusjúkdómar, miskabætur o.fl.).
Lög nr. 108 25. júní 2021.

Lög um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015 (atvinnusjúkdómar, miskabætur o.fl.).


1. gr.

     Á eftir orðunum „tiltekinna slysa“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: og atvinnusjúkdóma.

2. gr.

     Á eftir orðinu „almannatrygginga“ í 2. gr. laganna kemur: vegna tiltekinna slysa og atvinnusjúkdóma.

3. gr.

     2. málsl. 3. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „hvers konar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: tilteknar.
  2. Í stað orðsins „utanaðkomandi“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: óvæntan.
  3. Á eftir orðunum „nauðsynlegum ferðum“ í b-lið 2. mgr. kemur: á eðlilegri leið.
  4. Á eftir 1. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi slasaði verið valdur að slysi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi er heimilt að lækka eða fella niður greiðslur bóta samkvæmt lögum þessum.
  5. 6. mgr. fellur brott.


5. gr.

     Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 5. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Atvinnusjúkdómar.
     Með atvinnusjúkdómi er átt við sjúkdóm sem orsakast af vinnu eða aðstæðum í starfsumhverfi. Ákvæði laga þessara gilda um bótaskylda atvinnusjúkdóma, eftir því sem við getur átt.
     Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um hvaða atvinnusjúkdómar teljast bótaskyldir.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „í því formi sem sjúkratryggingastofnunin skipar fyrir um til lögreglustjóra eða umboðsmanns hans (í Reykjavík til sjúkratryggingastofnunarinnar)“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: til sjúkratryggingastofnunarinnar á því formi sem stofnunin ákveður.
  2. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  3. Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: enda séu ljós læknisfræðileg orsakatengsl milli slyssins og einkenna slasaða þegar tilkynning berst.
  4. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki er heimilt að greiða bætur ef meira en tíu ár eru liðin frá slysdegi þegar tilkynning berst.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Við e-lið 1. mgr. bætist: og takmarka það við félaga í formbundnum íþróttafélögum sem hafa íþróttaiðkun að meginmarkmiði og eru aðilar að tilteknum íþróttasamböndum.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Skilyrði þess að launþegar eða þeir sem reikna sér endurgjald teljist slysatryggðir skv. 1. mgr. er að staðin hafi verið skil á, eftir því sem við á, tekjuskatti eða reiknuðu endurgjaldi til skattyfirvalda í samræmi við lög um tekjuskatt.


8. gr.

     Í stað orðsins „örorkubætur“ í 9. gr. laganna kemur: miskabætur vegna varanlegs líkamstjóns.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „á lélegri tönnum“ í 2. málsl. d-liðar 1. tölul. kemur: og gervitönnum.
  2. 2. málsl. e-liðar 1. tölul. fellur brott.
  3. Í stað orðsins „stundun“ í 1. málsl. f-liðar 1. tölul. kemur: langa meðferð.
  4. Í stað orðanna „og orkulækningar“ í g-lið 1. tölul. kemur: iðjuþjálfun og talþjálfun.
  5. 2. málsl. a-liðar 2. tölul. orðast svo: Ekki skal þó greiddur ferðakostnaður vegna ferða hins slasaða í einkabifreið.
  6. B-liður 2. tölul. orðast svo: Að 3/4 kostnað við sams konar ferðir með áætlunarbíl, -flugvél eða -skipi eða samkvæmt kílómetragjaldi, enda sé um meira en 20 km vegalengd að ræða.
  7. Í stað orðanna „framkvæmdar hafa verið“ í b-lið 3. tölul. kemur: áður hafa verið framkvæmdar.
  8. C-liður 3. tölul. fellur brott.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Orðin „úrskurður er felldur um varanlega örorku hans“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðsins „varanlega“ í 2. mgr. kemur: varanlegan.
  3. Í stað orðsins „örorku“ tvívegis í 2. mgr. kemur: miska.


11. gr.

     12. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Miskabætur.
     Ef slys veldur varanlegu líkamstjóni skal greiða hinum slasaða miskabætur skv. 4. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. Tekjur hins slasaða hafa ekki áhrif á bæturnar.
     Miskabætur greiðast ekki ef varanlegur miski er metinn minni en 10 stig. Hafi slasaður áður fengið metinn varanlegan miska vegna annars bótaskylds slyss skal taka tillit til samanlagðs miska.
     Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt að semja við lækna utan stofnunarinnar um að gera tillögu að mati á varanlegum miska umsækjenda.

12. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Ef slys veldur dauða innan tveggja ára frá slysdegi skal greiða eftirlifandi maka eða sambúðarmaka þess látna dánarbætur að fjárhæð 4.900.000 kr.
     Nú lætur hinn látni ekki eftir sig maka eða sambúðarmaka sem á rétt á bótum skv. 1. mgr. og skal þá bæta slysið með 896.827 kr. sem skiptast að jöfnu milli barna og/eða fósturbarna hins látna ef á lífi eru, en ella til dánarbús hans. Frá dánarbótum sem greiddar eru vandamönnum ber að draga þær miskabætur sem greiddar hafa verið í einu lagi skv. 12. gr. vegna sama slyss.

13. gr.

     14. gr. laganna orðast svo:
     Slysadagpeningar greiðast ekki fyrir sama tímabil og sjúkradagpeningar samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Hafi umsækjandi um slysadagpeninga þegar fengið greidda sjúkradagpeninga fyrir sama tímabil skulu slysadagpeningar nema mismuninum.
     Slysadagpeningar á sama tímabil vegna fleiri en eins slyss geta að hámarki numið fullum dagpeningum skv. 3.–4. mgr. 11. gr.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. Í stað orðanna „slysalífeyris aftur í tímann“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: miskabóta aftur í tímann ásamt vöxtum.


15. gr.

     20. gr. laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.

16. gr.

     4. mgr. 25. gr. laganna fellur brott.

17. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þeir sem fá mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur vegna örorku í kjölfar slyss fyrir 1. janúar 2022 fá eftirstöðvar bóta greiddar í einu lagi frá sjúkratryggingastofnuninni í samræmi við 15. gr. og lýkur þannig greiðslu örorkubóta vegna slyss.
     Ef samanlagðar bætur skv. 1. mgr. og tengdar bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, eru lægri en þær bætur sem þeir njóta fyrir 1. janúar 2022 skal sjúkratryggingastofnunin reikna út eingreiðsluverðmæti bótanna og greiða út mismuninn með greiðslu örorkubóta vegna slyss. Einungis er um að ræða þau takmarkatilvik þegar einstaklingur á rétt til lífeyrisgreiðslna vegna slysatrygginga en uppfyllir ekki skilyrði til lífeyrisgreiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar.
     Þeir sem fá greiddar mánaðarlegar dánarbætur skv. 13. gr. fyrir 1. janúar 2022 fá það sem eftir stendur af bótarétti sínum greitt í einu lagi frá sjúkratryggingastofnuninni.

18. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022.

19. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
  1. Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990: Á eftir orðunum „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 6. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: og sjúkratryggingastofnunarinnar eftir því sem við á.
  2. Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007:
    1. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 21. gr. laganna:
      1. Orðin „eða fullan örorkulífeyri samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga“ í 1. málsl. falla brott.
      2. Orðin „eða lögum um slysatryggingar almannatrygginga“ í 4. málsl. falla brott.
    2. Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
      1. Í stað orðanna „örorku- eða slysalífeyri samkvæmt lögum þessum eða lögum um slysatryggingar almannatrygginga“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: örorkulífeyri samkvæmt lögum þessum.
      2. Í stað orðanna „örorku-, slysa- eða endurhæfingarlífeyrisþega“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþega.
      3. Í stað orðanna „örorku-, slysa- eða endurhæfingarlífeyris“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: örorku- eða endurhæfingarlífeyris.
    3. Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. laganna:
      1. Orðin „og lögum um slysatryggingar almannatrygginga“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
      2. Orðin „eða lögum um slysatryggingar almannatrygginga“ í 2. mgr. falla brott.
      3. 4. mgr. fellur brott.
  3. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980:
    1. Á eftir orðinu „slys“ í 4. mgr. 79. gr. laganna kemur: og atvinnusjúkdóma.
    2. Á eftir orðinu „slysa“ í 5. mgr. 79. gr. laganna kemur: og atvinnusjúkdóma.


Samþykkt á Alþingi 13. júní 2021.