Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 1997.  Útgáfa 121b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands1)

1976 nr. 81 31. maí


    1)Falla úr gildi 1. janúar 1998, sbr. l. 79/1997, 21. gr.
1. gr. Tilgangur laga þessara er að stuðla að viðgangi og hagkvæmustu nýtingu fiskstofna innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi.
2. gr. Í fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í reglugerð nr. 299 15. júlí 1975, skulu erlendum skipum bannaðar allar veiðar samkvæmt ákvæðum laga nr. 33 19. júní 1922, um rétt til fiskveiða í landhelgi. 1)
[Íslenskum skipum eru bannaðar veiðar með botnvörpu og flotvörpu í fiskveiðilandhelginni, nema þar sem sérstakar heimildir eru veittar til slíkra veiða í lögum þessum.] 2)
    1)l. 13/1992. 2)L. 38/1990, 22. gr.
3. gr. Íslenskum skipum er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu innan fiskveiðilandhelginnar á þeim veiðisvæðum og veiðitímum, sem nú verða greind, enda undanþiggi ráðherra ekki tiltekin svæði slíkum veiðum. Þegar rætt er um viðmiðunarlínu er átt við línu, sem dregin er umhverfis landið á milli eftirtalinna staða:
N.br.: V.lgd.:
1. Horn (grp. 1) 66°27'4 22°24'3
2. Selsker (viti) 66°07'5 21°30'0
3. Ásbúðarrif (grp. 2) 66°08'1 20°11'0
4. Siglunes (grp. 3) 66°11'9 18°49'9
5. Flatey (Skjálfanda) (grp. 4) 66°10'3 17°50'3
6. Mánáreyjar (Lágey) (grp. 5) 66°17'8 17°06'8
7. Rauðinúpur (grp. 6) 66°30'7 16°32'4
8. Rifstangi (grp. 7) 66°32'3 16°11'8
9. Hraunhafnartangi (grp. 8) 66°32'2 16°01'5
10. Langanes (grp. 9) 66°22'7 14°31'9
11. Skálatáarsker 65°59'7 14°36'4
12. Almenningsfles 65°33'1 13°40'5
13. Glettinganes (grp. 10) 65°30'5 13°36'3
14. Norðfjarðarhorn (grp. 11) 65°10'0 13°30'8
15. Gerpir (grp. 12) 65°04'7 13°29'6
16. Hólmur (Seley) (grp. 13) 64°58'9 13°30'6
17. Skrúður (Þursi) (grp. 15) 64°54'1 13°36'8
18. Papey (viti) 64°35'5 14°10'5
19. Hvítingar (grp. 18) 64°23'9 14°28'0
20. Stokksnes (grp. 19) 64°14'1 14°58'4
21. Hrollaugseyjar (grp. 20) 64°01'7 15°58'7
22. Ingólfshöfði (grp. 22) 63°47'8 16°38'5
23. Hvalsíki (grp. 23) 63°44'1 17°33'5
24. Meðalandssandur I (grp. 24) 63°32'4 17°55'6
25. Meðallandssandur II (grp. 25) 63°30'6 17°59'9
26. Mýrnatangi (grp. 26) 63°27'4 18°11'8
27. Kötlutangi (grp. 27) 63°23'4 18°42'8
28. Lundadrangur (grp. 28) 63°23'5 19°07'5
29. Bakkafjara (skúr við sæstreng) 63°32'3 20°10'9
30. Knarrarós (viti) 63°49'4 20°58'6
31. Hafnarnes 63°50'6 21°23'5
32. Selvogur (viti) 63°49'3 21°39'1
33. Krýsuvíkurberg (viti) 63°49'8 22°04'2
34. Reykjanes (aukaviti) 63°48'0 22°41'9
35. Önglabrjótsnef 63°49'0 22°44'3
36. Stafnes (viti) 63°58'3 22°45'5
37. 1 sjm. r/v V af Garðskagavita 64°04'9 22°43'6
38. Malarrif (viti) 64°43'7 23°48'2
39. Dritvíkurtangi 64°45'0 23°55'3
40. Skálasnagi 64°51'3 24°02'5
41. Öndverðarnes (viti) 64°53'1 24°02'7
42. Skor (viti) 65°24'9 23°57'2
43. Bjargtangar (grp. 33) 65°30'2 24°32'1
44. Kópanes (grp. 34) 65°48'4 24°06'0
45. Barði (grp. 35) 66°03'7 23°47'4
46. Straumnes (grp. 36) 66°25'7 23°08'4
47. Kögur (grp. 37) 66°28'3 22°55'5
48. Horn (grp. 38) 66°27'9 22°28'2
Þar sem í lögum þessum er rætt um lengd skipa, er miðað við mestu lengd samkvæmt mælingum [Siglingastofnunar Íslands]. 1)
Þar sem í lögum þessum er rætt um skip 39 metra að lengd og minni, eru undanskildir skuttogarar með aflvél 1000 bremsuhestöfl eða stærri.
    A. Norðurland.
    A1. Frá línu réttvísandi norður frá Horni (vms 1) að línu réttvísandi norðaustur frá Langanesi (vms 10) er heimilt allt árið að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 12 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    A2. Heimilt er að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið utan línu, sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá fjörumarki Grímseyjar.
    A3. Heimilt er að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið utan línu, sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá fjörumarki Kolbeinseyjar (67°08'8 N, 18°40'6 V).
    B. Austurland.
    B1. Frá línu réttvísandi [norðaustur frá Langanesi (vms 10)] 2) að línu, sem dregin er réttvísandi austur frá Hvítingum (vms 19), er heimilt allt árið að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 12 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    B2. Heimilt er að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið utan línu, sem dregin er í 5 sjómílna fjarlægð frá fjörumarki Hvalbaks (64°35'8 N, 13°16'6 V).
    B3. [Frá línu réttvísandi norðaustur frá Langanesi (vms 10) að línu réttvísandi austur frá Glettinganesi (vms 13) er skipum, 39 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 6 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.] 3)
    C. Suðausturland.
    C1. Frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (vms 19) að línu réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28) er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið utan línu, sem dregin er 12 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    C2. Á svæði milli lína, sem dregnar eru réttvísandi austur frá Hvítingum (vms 19) og réttvísandi suður frá Ingólfshöfða (vms 22), er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu á tímabilinu 1. maí til 31. janúar utan línu, sem dregin er 9 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    C3. Á svæði milli lína, sem dregnar eru réttvísandi suður frá Ingólfshöfða (vms 22) og réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28), er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu á tímabilinu 15. september til 31. janúar utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    C4. [Frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (vms 19) að 18°00'0 V er skipum, sem eru 39 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða 1. maí til 1. mars með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins. Togveiðar verði þó ekki heimilar á svæði milli línu, sem dregin er réttvísandi suður frá Stokksnesi (viðmiðunarpunktur 20), og að 15°45' vesturlengdar, innan 6 sjómílna frá landi, á tímabilinu frá 1. maí til 1. október.] 4)
    C5. Frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (vms 19) að 18°00' v. lg. er skipum, sem eru 26 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða 1. maí til 1. mars með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er í 3ja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins.
    C6. Frá 18° v. lg. að línu réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28) er skipum, sem eru 39 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    C7. Frá 18° v. lg. að línu réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28) er skipum, sem eru 26 metrar að lengd og minni, heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er í 3ja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins.
    C8. [Frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (vms 19) að línu réttvísandi suður af Hvalnesi (64°24'1 n. br., 14°32'5 v. lg.) er öllum skipum heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við viðmiðunarlínu á tímabilinu frá 1. maí til 31. desember.] 5)
    D. Suðurland.
    D1. [Utan línu, sem dregin er úr punkti í 12 sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28) í punkt 63°08'0 N, 19°57'0 V og þaðan í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Surtsey (63°17'6 N, 20°36'3 V), er heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu.] 6)
    D2. Utan línu, sem dregin er úr punkti í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður úr Lundadrang (vms 28) í punkt í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Surtsey, eru skipum, sem eru 39 metrar að lengd og minni, heimilar veiðar með botnvörpu og flotvörpu allt árið.
    D3. Utan línu, sem dregin er úr punkti í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Surtsey (63°17'6 N, 20°36'3 V) í punkt í 5 sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Geirfugladrang, er heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu.
    D4. Á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er úr punkti í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28) í punkt í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Surtsey (63°17'6 N, 20°36'3 V).
    D5. Frá línu réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28) að línu réttvísandi suðvestur frá Reykjanesaukavita (vms 34) er skipum, sem eru 39 metrar að lengd og minni, heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu á tímabilinu 16. maí til 31. desember utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    D6. Frá línu réttvísandi suður frá Lundadrang (vms 28) að línu réttvísandi suðvestur frá Reykjanesaukavita (vms 34) er skipum, sem eru 26 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er í 3ja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins.
    D7. Öll veiði er bönnuð allt árið á svæði, þar sem vatnsleiðsla og rafstrengur liggur milli Vestmannaeyja og meginlandsins. Svæði þetta takmarkast að austan af línu, sem dregin er þannig, að Bjarnarey að vestan beri í Elliðaey að austan, og að vestan takmarkast það af línu, sem dregin er þannig, að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman. Enn fremur er öll veiði bönnuð á svæði, þar sem sæsímastrengir liggja frá Vestmannaeyjum til útlanda, á 200 metra belti báðum megin við strengina.
    D8. Skipum, 26 m og minni, er heimilt að veiða með botnvörpu á tímabilinu 15. febrúar til 16. apríl upp að suðurströnd meginlandsins á svæði sem takmarkast að austan af línu sem dregin er til lands úr Faxaskersvita í Vestmannaeyjum um austurbrún Ystakletts og að vestan af línu réttvísandi suðvestur frá Þjórsárósi (63°46'5 n. br., 20°49'0 v. lg.).
    D9. Skipum, 26 m og minni, er heimilt að veiða með botnvörpu á tímabilinu frá 1. janúar til 20. júní og 1. ágúst til 15. september upp að suðurströnd meginlandsins á svæði, sem takmarkast að austan af lengdarbaug 21°57' v. lg. og að vestan af lengdarbaug 22°32' v. lg.
    E. Reykjanes- og Faxaflóasvæði.
    E1. [Utan línu, sem dregin er 5 sjómílur utan við Geirfugladrang úr punkti í 5 sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Geirfugladrang í punkt 64°43'7 N og 24°12'0 V, er heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu.] 7)
    E2. Á tímabilinu 1. nóvember til 31. desember er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu á svæði, sem að sunnan markast af línu dreginni réttvísandi suður frá Reykjanesaukavita (vms 34) og að vestan af línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá Reykjanesaukavita.
    E3. [Frá línu réttvísandi suðvestur frá Reykjanesaukavita (vms 34) að línu réttvísandi vestur frá Malarrifi (vms 38) er skipum, sem eru 39 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.] 8)
    F. Breiðafjörður.
    F1. [Utan línu, sem dregin er frá punkti 64°43'7 N og 24°12'0 V í punkt 64°43'7 N og 24°26'0 V og þaðan í punkt í 12 sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá Bjargtöngum (vms 43), er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið.
    F2. Utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan viðmiðunarlínu, frá línu réttvísandi vestur frá Malarrifi (vms 38) að línu réttvísandi vestur frá Skálasnaga (vms 40) og þaðan í punkt í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá Bjargtöngum (vms 43), er skipum 39 metrar að lengd og minni heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu tímabilið 1. júní til 31. desember.
    F3. Á tímabilinu 1. júní til 31. desember er skipum, sem eru 26 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu á Snæfellsnesi, norðan við línu réttvísandi vestur frá Malarrifi (vms 38) og utan við viðmiðunarlínu milli Öndverðarnesvita (vms 41) og Skorarvita (vms 42). Að norðan takmarkast svæði þetta af 65°16'0 N.
    F4. Á tímabilinu 1. janúar til 31. maí er skipum, sem eru 26 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við viðmiðunarlínu, frá línu réttvísandi vestur frá Malarrifi (vms 38) að línu réttvísandi vestur frá Skálasnaga (vms 40) og þaðan í punkt í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá Bjargtöngum.] 9)
    G. Vestfirðir.
    G1. Frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum (vms 43) að línu réttvísandi norður frá Horni (vms 48) er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið utan línu, sem dregin er 12 sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
    [G2. A. Á tímabilinu frá 1. september til 30. nóvember er skipum, sem eru 20 m að lengd eða minni, heimilt að veiða með botnvörpu utan línu sem dregin er 4 mílur utan við viðmiðunarlínu á eftirgreindu svæði:    Á svæði, sem afmarkast af línum réttvísandi 315° frá 66°23'6 N – 23°24'5 V og réttvísandi 0° (360°) frá 66°31'7 N – 23°01'0 V.
    B. Á tímabilinu frá 1. október til 30. nóvember er skipum, sem eru 20 m að lengd eða minni, heimilt að veiða með botnvörpu utan línu sem dregin er 4 mílur utan við viðmiðunarlínu á eftirgreindu svæði:    Á svæði, sem afmarkast af línu réttvísandi 300° frá punkti 65°51'5 N – 24°13'0 V og 66°04'8 N og 23°57'0 V.] 10)
    1)L. 7/1996, 5. gr. 2)L. 42/1977, 1. gr. 3)L. 42/1977, 2. gr. 4)L. 42/1977, 3. gr. 5)L. 42/1977, 4. gr. 6)L. 42/1977, 5. gr. 7)L. 42/1977, 6. gr. 8)L. 42/1977, 7. gr. 9)L. 42/1977, 8. gr. 10)L. 67/1979, 1. gr.
4. gr. Ráðherra er heimilt að veita frekari togveiðiheimildir en greindar eru í lögum þessum í takmarkaðan tíma á tilgreindum veiðisvæðum, ef hafís lokar venjulegum veiðisvæðum innan fiskveiðilandhelginnar, enda komi til meðmæli Hafrannsóknastofnunarinnar.
5. gr. Ráðherra er heimilt að skipta veiðisvæðum milli veiðarfæra og takmarka þannig veiðiheimildir þær, sem veittar eru í lögum þessum, með því að banna notkun ákveðinna gerða af veiðarfærum á tilteknum veiðisvæðum í takmarkaðan tíma.
6. gr. Nú á sér stað á tilteknu veiðisvæði seiða- og smáfiskadráp í þeim mæli, að varhugavert eða hættulegt getur talist, og skal þá sjávarútvegsráðuneytið gera nauðsynlegar ráðstafanir til að sporna við því. Er ráðuneytinu heimilt að tilkynna bann við öllum togveiðum á þessum svæðum, svo og öðrum veiðum, ef nauðsyn þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar liggja fyrir, áður en slíkar tímabundnar veiðitakmarkanir eru úr gildi numdar.
7. gr. Þrátt fyrir ákvæði laga þessara getur sjávarútvegsráðuneytið auglýst ný friðunarsvæði og breytingar á eldri friðunarsvæðum, þar sem veiðar með botnvörpu og flotvörpu eða fleiri gerðum veiðarfæra eru bannaðar á tilteknum svæðum í íslenskri fiskveiðilandhelgi, enda hafi áður verið leitað álits Hafrannsóknastofnunarinnar um slíkar ákvarðanir. 1)
    1)Rg. 504/1995, sbr. 641/1995, 3/1996, 562/1996, 578/1996 og 101/1997. Rg. 609/1995. Rg. 75/1996.
8. gr. Stefnt skal að því, að auk eftirlits Landhelgisgæslunnar skuli sérstök eftirlitsskip, sem gerð verði út af Hafrannsóknastofnuninni, fylgjast með fiskveiðum í fiskveiðilandhelginni í því skyni að koma í veg fyrir óhóflegt smáfiskadráp eða aðrar skaðlegar veiðar. Skipstjóri hvers eftirlitsskips skal vera sérstakur trúnaðarmaður sjávarútvegsráðherra og skal ráðinn af honum í samráði við Hafrannsóknastofnunina. Skipstjórar þessir hafi reynslu af fiskveiðum, þ. á m. togveiðum.
Ráðherra getur sett sérstaka trúnaðarmenn um borð í veiðiskip, eftir því sem þurfa þykir, og er skipstjórum veiðiskipa skylt að veita eftirlitsmönnum þessum þá aðstoð og aðstöðu um borð í skipum sínum, sem nánar er ákveðið í erindisbréfum útgefnum af ráðuneytinu til handa eftirlitsmönnum þessum. 1)
[Hvenær sem skipstjórar eftirlitsskipa, leiðangursstjórar rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunarinnar eða sérstakir trúnaðarmenn, sbr. 2. mgr., verða varir við verulegt magn af smáfiski eða smáhumar í afla, eða þá friðaðar fisktegundir, skulu þeir þegar tilkynna það Hafrannsóknastofnuninni eða einhverjum af tilteknum fiskifræðingum, sem tilnefndir verða sérstaklega af forstjóra í þessu skyni.
Hafrannsóknastofnunin getur að fengnum slíkum tilkynningum bannað tilteknar veiðar á ákveðnum svæðum allt að 7 sólarhringum. Slíkar skyndilokanir taka gildi um leið og þær eru tilkynntar í útvarpi eða í fjarskiptatæki af viðkomandi skipstjórum eftirlitsskipa, leiðangursstjórum eða trúnaðarmönnum ráðherra.
Landhelgisgæslunni skal tilkynnt um skyndilokanir skv. 4. mgr. þegar er þær hafa verið ákveðnar, og einnig skal sjávarútvegsráðuneytinu þá tilkynnt um slíkar skyndilokanir og forsendur þeirra. Ráðuneytið ákveður þá í samráði við Hafrannsóknastofnunina innan 7 sólarhringa hvort og þá hvaða ráðstafanir eru nauðsynlegar til verndunar ungfisks eða friðaðra tegunda á viðkomandi svæði.] 2)
    1)Erbr. 87/1995. 2)L. 42/1977, 9. gr.
9. gr. Starfsmenn Framleiðslueftirlits sjávarafurða skulu fylgjast með samsetningu landaðs sjávarafla og gera ráðuneytinu þegar viðvart, er þeir verða varir við ólöglegt magn smáfisks í afla.
Skipstjórum veiðiskipa er skylt að veita þær upplýsingar um samsetningu afla í afladagbók, sem Fiskifélag Íslands segir fyrir um á hverjum tíma.
10. gr.1)
    1)L. 38/1990, 22. gr.
11. gr. Nú er togskip í fiskveiðilandhelgi þar sem því er óheimil veiði og skulu þá veiðarfæri öll vera í búlka innanborðs, þannig að toghlerar séu í festingum og botnvörpur bundnar upp.
12. gr. Ráðherra setur reglur 1) um hvað eina, sem snertir framkvæmd laga þessara, svo sem um gerð, útbúnað og frágang veiðarfæra, um lágmarksmöskvastærðir netja og um lágmarksstærðir þeirra fisktegunda, sem landa má. Skulu reglur um þessi atriði aldrei ganga skemmra en alþjóðasamþykktir um sama efni, sem Ísland hefur eða mun staðfesta fyrir sitt leyti.
    1)Rg. 262/1977, sbr. 311/1977 (um lágmarksstærðir fisktegunda), rg. 548/1995, sbr. 435/1996 (um þorskfisknet), rg. 291/1994, sbr. 470/1994, 505/1994, 531/1994, 348/1995 og 630/1995 (um botn- og flotvörpur), rg. 6/1984 (um eftirlit með afla og úthaldi á fiskveiðum), rg. 313/1994 (um lágmarksmöskvastærðir loðnunóta), 285/1985 (um loðnuveiðar), 373/1985 (um leyfisbindingu veiða), 113/1988, sbr. 539/1989 (um veitingu veiðileyfa), 128/1988, sbr. 4/1990 (um grásleppuveiðar), rg. 376/1992 (um síldveiðar), rg. 143/1979 (um veiðar á sandsíli), rg. 74/1996 (um dragnótaveiðar), rg. 492/1993, sbr. 482/1994 (ígulkeraveiðar), rg. 504/1995 (um friðunarsvæði við Ísland), rg. 198/1995 (um bann við rækjuveiðum á Skötufirði og innanverðu Ísafjarðardjúpi) og rg. 303/1995, sbr. 627/1995 og 247/1996 (um úthafsrækjuveiðisvæði og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar). Rg. 104/1997, 297/1997 (um gerð og útbúnað smáfiskaskilju). Rg. 253/1997 (um gerð og útbúnað smárækjuskilju).
13.–14. gr.1)
    1)L. 38/1990, 22. gr.
15. gr. Ráðherra getur að fengnu áliti Hafrannsóknastofnunarinnar veitt heimildir til veiðitilrauna og annarra vísindalegra rannsókna innan fiskveiðilandhelginnar og þurfa þær heimildir ekki að vera bundnar við íslenska aðila eina. En ætíð skulu slíkar tilraunir og rannsóknir fara fram undir eftirliti Hafrannsóknastofnunarinnar.
16. gr. Veiðiheimildir samkvæmt 13.–15. gr. skulu jafnan vera tímabundnar, og skal ávallt leita umsagnar Hafrannsóknastofnunarinnar og að jafnaði Fiskifélags Íslands áður en þær eru veittar. Auk þess skal ráðherra leita umsagnar annarra aðila, þegar honum þykir ástæða til.
17. gr. Brot gegn 2. gr., 3. gr. og 5.–8. gr. laga þessara varða sektum svo sem hér segir:
    1. Ef skip er 39 metrar að lengd eða minna, skulu sektir nema 4000–20.000 gullkrónum.
    2. Ef skip er meira en 39 metrar að lengd, skulu sektir nema 14.000–40.000 gullkrónum.
Allar sektir samkvæmt þessari grein eru miðaðar við gullkrónur, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924.
Brot samkvæmt framansögðu skulu og varða upptöku á veiðarfærum, þar með töldum dragstrengjum, svo og öllum afla innanborðs. Nú næst ekki í skipstjóra, og er þá einnig heimilt að gera upptækt skipið sjálft eða andvirði þess að hluta. Upptöku má einnig beita, þótt ekki sé höfðað refsimál út af brotum og þótt refsimáli verði ekki komið fram. Máli til upptöku má þá beina gegn eigendum skipsins, umboðsmönnum þeirra eða umráðamönnum þess.
[Kyrrsetja skal] 1) skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar er það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Þó er heimilt að láta skip laust fyrr, ef sett er bankatrygging, eða önnur trygging jafngild að mati dómara, fyrir greiðslu sektarinnar og málskostnaðar.
Til tryggingar greiðslu sektar samkvæmt þessari grein og kostnaðar skal vera lögveð í skipinu.
    1)L. 19/1991, 195. gr.
18. gr. Brot gegn 11. gr., reglum settum samkvæmt 10. og 12. gr. eða ákvæðum leyfisbréfa settum samkvæmt 13.–15. gr., varða sektum 2000–14.000 gullkr., sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924, og upptöku afla samkvæmt lögum um upptöku ólöglegs sjávarafla eftir því sem við á. Ef brot falla ekki undir ákvæði þeirra laga skal um upptöku afla og veiðarfæra fara svo sem greinir í 17. gr., ef um ítrekað brot er að ræða.
Nú er ljóst af öllum atvikum, að skipið hefur hvorki verið að veiðum innan fiskveiðimarka né undirbúningur gerður í því skyni, og má ljúka málinu með áminningu, þegar um fyrsta brot er að ræða, en ef um ítrekað brot er að ræða, með sektum 2000–14.000 gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924.
19. gr. Hver sá maður, er leiðbeinir skipi við ólöglegar veiðar í íslenskri fiskveiðilandhelgi, eða liðsinnir því við slíkar veiðar, eða hjálpar hinum brotlegu til að komast undan hegningu fyrir þær, skal sæta sektum, 2000–14.000 gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. Sömu hegningu skal hver sá sæta, sem er í togveiðiskipi eða á bát við skipshliðina, þegar það er að ólöglegum veiðum í landhelgi, nema hann geti gert þá grein fyrir dvöl sinni þar, að líklegt þykir, að hann eigi enga hlutdeild í hinum ólöglega veiðiskap þess.
Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um þá menn, sem eru lögskráðir skipverjar á veiðiskipinu.
20. gr. Skipstjóra, er gerir sig sekan um ítrekað brot á lögum þessum, má auk sektarhegninga samkvæmt 17. gr., 18. gr., 1. mgr., og 19. gr. láta sæta fangelsi allt að 6 mánuðum. Auk þess má og endranær, þegar miklar sakir eru, láta skipstjóra sæta sömu refsingu fyrir fyrsta brot á greinum þessum.
Einnig er heimilt að svipta skipstjóra skipstjórnarréttindum í tiltekinn tíma fyrir ítrekuð brot á lögum þessum, svo og svipta skip rétti til tiltekinna veiða í allt að 30 daga.
21. gr. Sektarfé eftir lögum þessum, svo og andvirði upptækra verðmæta, rennur í Landhelgissjóð Íslands. Um sölu upptæks afla og veiðarfæra skal jafnan leita samþykkis stjórnarráðsins. Aldrei má þó selja hinum seka veiðarfæri, og afla því aðeins, að knýjandi nauðsyn sé fyrir hendi.
22. gr. Um mál þau, sem rísa af brotum gegn lögum þessum, skal fara að hætti opinberra mála.
23. gr.
24. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1976.
Ákvæði til bráðabirgða. Skip, sem áður höfðu notið veiðiheimilda samkvæmt stærðarmælingu 105 brúttórúmlestir og minni og 350 brúttórúmlestir og minni, skulu áfram njóta sömu veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum og skip 26 m og minni og 39 m og minni.
Þrátt fyrir ákvæði 13. gr. skulu skip, sem eru 45 rúmlestir brúttó eða minni og hafa notið heimilda til dragnótaveiði, njóta sömu veiðiheimilda.