Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 714, 120. löggjafarþing 357. mál: sameining Vitastofnunar, Hafnamálastofnunar og Siglingamálastofnunar (frv. samgn.).
Lög nr. 7 19. mars 1996.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Vitastofnunar Íslands, Hafnamálastofnunar ríkisins og Siglingamálastofnunar ríkisins í Siglingastofnun Íslands.


I. KAFLI
Breyting á lögum um skipamælingar, nr. 50/1970, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 1.–3. mgr. 2. gr., 4. gr., 8. gr., 9. gr. og 15. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.

II. KAFLI
Breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 47/1971, með síðari breytingum.

2. gr.

     Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 6. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.

III. KAFLI
Breyting á lögum um kafarastörf, nr. 12/1976.

3. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. 5. gr. og 2. mgr. 6. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um bátaábyrgðarfélög, nr. 18/1976, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.

V. KAFLI
Breyting á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 81/1976, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977.

6. gr.

     Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 5. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum.

7. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í a-lið 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um vitamál, nr. 56/1981, með síðari breytingum.

8. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Um yfirstjórn vitamála fer eftir lögum um Siglingastofnun Íslands.

9. gr.

     2.–6. gr. laganna falla brott og breytist greinatala í lögunum til samræmis við það.

10. gr.

     Í stað orðanna „Vitastofnun Íslands“ í 5.–8. mgr. 7. gr., 8. gr., 10. gr., 1. og 3. mgr. 13. gr., 1.–3. mgr. 14. gr. og 15. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.
     Í stað orðsins „Vitastofnun“ í 6. og 7. mgr. 7. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun.
     Í stað orðsins „Vitanefndar“ í 4., 5. og 8. mgr. 7. gr. og 12. gr. laganna kemur: siglingaráðs.

11. gr.

     16. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd laga þessara.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um tóbaksvarnir, nr. 74/1984, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 3. mgr. 13. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.

X. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984, með síðari breytingum.

13. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í j-lið 2. gr., 3. mgr. 13. gr. og 2. mgr. 19. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113/1984, með síðari breytingum.

14. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 2. mgr. 6. gr., 5. mgr. 9. gr. og 13. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.

XII. KAFLI
Breyting á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

15. gr.

     Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 3. mgr. 227. gr. og 228. gr. laganna kemur: Siglingastofnun.
     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1.–4. mgr. 220. gr., 2. mgr. 221. gr., 222. gr., 223. gr., 5.–8. mgr. 226. gr., 1. mgr. 227. gr. og 4. mgr. 230. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.

XIII. KAFLI
Breyting á sjómannalögum, nr. 35/1985, með síðari breytingum.

16. gr.

     Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 4. mgr. 63. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum.

17. gr.

     Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 3. mgr. 4. gr., 2. mgr. 5. gr., 1., 2. og 5. mgr. 6. gr., 4. mgr. 9. gr., 2. mgr. 10. gr., 1. og 2. mgr. 12. gr., 1.–3. mgr. 13. gr., 14. gr., 3. mgr. 15. gr., 16. gr., 17. gr. og 1. mgr. 23. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun.
     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
     Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 2. og 3. mgr. 3. gr., 2. mgr. 5. gr., 3. og 6. mgr. 6. gr., 7. gr., 6. mgr. 9. gr., 2. mgr. 15. gr., 1. og 2. mgr. 18. gr. og 1. og 2. mgr. 19. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32/1986, með síðari breytingum.

18. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 2. og 3. mgr. 10. gr., 1. mgr. 13. gr., 1. mgr. 14. gr., 17. gr., 18. gr., 20. gr., 21. gr., 22. gr. og 1. mgr. 24. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.
     Orðin „og Hafnamálastofnun ríkisins“ í 17. gr. laganna falla brott.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988, með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990, með síðari breytingum.

20. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, nr. 54/1992, með síðari breytingum.

21. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 5. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992, með síðari breytingum.

22. gr.

     Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.
     Orðin „vita- og hafnamálastjóri“ í 1. mgr. 9. gr. laganna falla brott.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um leiðsögu skipa, nr. 34/1993, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað orðanna „Vitastofnun Íslands“ í 1. gr. og 1. og 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.

24. gr.

     Í stað orðanna „er háð eftirliti Siglingamálastofnunar“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: er háð eftirliti Siglingastofnunar Íslands.
     Í stað orðsins „Siglingamálastofnun“ í 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr., 2. mgr. 10. gr., 2. mgr. 11. gr., 2. og 3. tölul. 1. mgr. 12. gr., 3. og 4. mgr. 15. gr., 1. mgr. 17. gr., 2.–6. mgr. 18. gr., 19. gr., 20. gr., 21. gr., 22. gr., 3. mgr. 26. gr. og 3. mgr. 28. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun.
     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Siglingastofnun.
     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. 7. gr., 2. tölul. 1. mgr. 12. gr., 2. mgr. 13. gr., 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 18. gr. og 1. mgr. 28. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.
     Í stað orðsins „siglingamálastjóri“ í 1. mgr. 6. gr., 8. gr., 2. mgr. 10. gr., 2. mgr. 11. gr., 1. mgr. 14. gr., 1. mgr. 15. gr., 21. gr., 2. mgr. 23. gr. og 2. mgr. 26. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.

XXII. KAFLI
Breyting á hafnalögum, nr. 23/1994.

25. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Um yfirstjórn hafnamála fer eftir lögum um Siglingastofnun Íslands.

26. gr.

     2.–6. gr. laganna falla brott og breytist greinatala í lögunum til samræmis við það.

27. gr.

     Í stað orðsins „Hafnamálastofnun“ í 15. gr., 1. mgr. 18. gr., 20. gr., 1. mgr. 27. gr. og 1. mgr. 29. gr. laganna kemur: Siglingastofnun Íslands.
     Í stað orðsins „Hafnamálastofnun“ í 2. og 3. mgr. 16. gr., 2. mgr. 17. gr., 2. og 3. mgr. 22. gr., 3. og 4. tölul. 1. mgr. 24. gr., 2. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 33. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun.
     Í stað orðanna „Hafnamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. 22. gr., 34. gr. og 36. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.
     Í stað orðsins „hafnamálastjóri“ í 3. mgr. 24. gr., 3. tölul. 25. gr. og 4. mgr. 29. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: forstjóri Siglingastofnunar Íslands.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, nr. 92/1994, með síðari breytingum.

28. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 1. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Siglingastofnunar Íslands.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um áhafnir íslenskra kaupskipa, nr. 59/1995.

29. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í l- og p-lið 2. gr. og 8. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Siglingastofnun Íslands.

XXV. KAFLI
Gildistaka.

30. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 1996.

Samþykkt á Alþingi 14. mars 1996.