Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 1998.  Útgáfa 122b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Kristnisjóð o.fl.1)

1970 nr. 35 9. maí    1)Lagaheiti breytt með l. 62/1990, 49. gr.
I. kafli. Um skipun prestakalla og prófastsdæma.
1.–4. gr.1)
    1)L. 62/1990, 49. gr.
5. gr. Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. [Nú er presti skylt að hafa aðsetur í kaupstað eða kauptúni og er þá sveitarfélagi skylt að leggja til ókeypis lóð undir íbúðarhús hans ef um lögboðið prestssetur er að ræða.] 1)
    1)L. 137/1993, 10. gr.
6.–10. gr.1)
    1)L. 62/1990, 49. gr.
11.–13. gr.1)
    1)L. 25/1985, 38. gr.
14.–17. gr.1)
    1)L. 62/1990, 49. gr.

II. kafli. Um kristnisjóð.
18. gr. Stofna skal sjóð, er nefnist kristnisjóður.
19. gr. Stofnfé sjóðsins er:
    a. Kirkjujarðasjóður. Skal sá sjóður lagður niður og renna í kristnisjóð.
    b.1)
    c. Prestakallasjóður. Skal sá sjóður lagður niður og renna í kristnisjóð.
    1)L. 78/1997, 64. gr.
20. gr. Tekjur kristnisjóðs skulu vera:
    a. Arður af stofnfé kristnisjóðs.
    b.1)
    c.1)
    d. Önnur framlög, sem ákveðin kunna að vera með lögum.
    e. Frjáls framlög safnaða, einstaklinga og fyrirtækja.
    1)L. 78/1997, 64. gr.
21. gr. Hlutverk kristnisjóðs skal vera:
    1. Að launa aðstoðarþjónustu presta og guðfræðinga í víðlendum eða fjölmennum prestaköllum. Biskup gerir ráðstöfun um þessa þjónustu í samráði við hlutaðeigandi sóknarpresta og héraðsprófasta.
    2. Að launa starfsmenn, sem ráðnir eru til sérstakra verkefna í þágu þjóðkirkjunnar samkvæmt ákvörðun kirkjuþings. Slíkir starfsmenn skulu ráðnir af biskupi með samþykki kirkjuráðs.
    3. Að styrkja söfnuði, er ráða vilja starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðsmála, líknarmála eða að öðrum mikilvægum verkefnum.
    4. Að veita fátækum söfnuðum starfsskilyrði, einkum á þeim stöðum, þar sem prestaköll hafa verið sameinuð og kirkjuleg þjónusta er sérstökum erfiðleikum háð.
    5. Að kosta búferlaflutning guðfræðinga, sem settir eru til þjónustu samkvæmt 1. tölul.
    6. Að styrkja framhaldsnám guðfræðinga og annarra starfsmanna kirkjunnar til undirbúnings undir kirkjuleg störf.
    7. Að styðja hvers konar starfsemi kirkjunnar til eflingar kristinni trú og siðgæði með þjóðinni, svo sem útgáfu á hjálpargögnum í safnaðarstarfi og kristilegu fræðsluefni, enn fremur félög og stofnanir, sem vinna að mikilvægum verkefnum á kirkjunnar vegum.
    8. Að sinna að öðru leyti eftir þörfum þeim verkefnum, sem prestakallasjóður hefur gegnt til þessa.
22. gr. Fastir starfsmenn kirkjunnar, sem ráðnir eru til fullrar vinnu skv. 21. gr., skulu njóta réttinda og bera skyldur opinberra starfsmanna.
23. gr. Kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju hefur á hendi umsjá og stjórn kristnisjóðs og ber ábyrgð fyrir kirkjuþingi á stjórn hans. Kirkjuráð semur árlega fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn, og skal hún samþykkt af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af ríkisendurskoðuninni.