Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 1998.  Útgáfa 122b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands1)

1990 nr. 62 17. maí


    1)Falla úr gildi 31. desember 1998, sbr. l. 78/1997, 64. gr.

I. kafli. Um skipan prestakalla og prófastsdæma.
1. gr. Prestaköllum og prófastsdæmum skal skipa þannig: I. Múlaprófastsdæmi.

    1. Skeggjastaðaprestakall:    Skeggjastaðasókn.
   Prestssetur: Skeggjastaðir.
    2. Hofsprestakall:    Vopnafjarðar- og Hofssóknir.
   Prestssetur: Hof.
    3. Valþjófsstaðarprestakall:    Valþjófsstaðar-, Áss-, Hofteigs-, Eiríksstaða- og Möðrudalssóknir.
   Prestssetur: Valþjófsstaður.
    4. Eiðaprestakall:    Eiða-, Hjaltastaðar-, Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssóknir.
   Prestssetur: Eiðar.
    5. Vallanessprestakall:    Egilsstaða-, Vallaness- og Þingmúlasóknir.
   Prestssetur: Egilsstaðir.
    6. Desjarmýrarprestakall:    Bakkagerðissókn.
   Prestssetur: Desjarmýri.
    7. Seyðisfjarðarprestakall:    Seyðisfjarðarsókn.
   Prestssetur: Seyðisfjörður.
II. Austfjarðaprófastsdæmi.
    1. Norðfjarðarprestakall:    Norðfjarðar- og Brekkusóknir.
   Prestssetur: Neskaupstaður.
    2. Eskifjarðarprestakall:    Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarsóknir.
   Prestssetur: Eskifjörður.
    3. Kolfreyjustaðarprestakall:    Kolfreyjustaðar- og Fáskrúðsfjarðarsóknir.
   Prestssetur: Kolfreyjustaður.
    4. Heydalaprestakall:    Heydala- og Stöðvarfjarðarsóknir.
   Prestssetur: Heydalir.
    5. Djúpavogsprestakall:    Beruness-, Berufjarðar-, Djúpavogs- og Hofssóknir.
   Prestssetur: Djúpivogur.
III. Skaftafellsprófastsdæmi.
    1. Bjarnarnessprestakall:    Stafafells-, Bjarnaness- og Hafnarsóknir.
   Prestssetur: Höfn.
    2. Kálfafellsstaðarprestakall:    Brunnhóls-, Kálfafellsstaðar- og Hofssóknir.
   Prestssetur: Kálfafellsstaður.
    3. Kirkjubæjarklaustursprestakall:    Kálfafells- og Prestsbakkasóknir.
   Prestssetur: Kirkjubæjarklaustur.
    4. Ásaprestakall:    Langholts-, Grafar- og Þykkvabæjarsóknir.
   Prestssetur: Ásar.
    5. Víkurprestakall:    Víkur-, Reynis- og Skeiðflatarsóknir.
   Prestssetur: Vík.
IV. Rangárvallaprófastsdæmi.
    1. Holtsprestakall:    Eyvindarhóla-, Ásólfsskála- og Stóradalssóknir.
   Prestssetur: Holt.
    2. Bergþórshvolsprestakall:    Akureyjar- og Krosssóknir.
   Prestssetur: Bergþórshvoll.
    3. Breiðabólsstaðarprestakall:    Hlíðarenda-, Breiðabólsstaðar- og Stórólfshvolssóknir.
   Prestssetur: Breiðabólsstaður.
    4. Oddaprestakall:    Odda-, Keldna- og Hábæjarsóknir.
   Prestssetur: Oddi.
    5. Fellsmúlaprestakall:    Árbæjar-, Kálfholts-, Haga-, Marteinstungu- og Skarðssóknir.
   Prestssetur: Fellsmúli.
V. Árnessprófastsdæmi.
    1. Hrunaprestakall:    Hruna- og Hrepphólasóknir.
   Prestssetur: Hruni.
    2. Stóranúpsprestakall:    Stóranúps- og Ólafsvallasóknir.
   Prestssetur: Tröð.
    3. Hraungerðisprestakall:    Hraungerðis-, Villingaholts- og Laugardælasóknir.
   Prestssetur: Hraungerði.
    [4. Skálholtsprestakall:    Skálholts-, Bræðratungu-, Haukadals- og Torfastaðasóknir.
   Prestssetur: Skálholt.] 1)
    5. Mosfellsprestakall:    Mosfells-, Stóruborgar-, Búrfells-, Miðdals- og Úlfljótsvatnssóknir.
   Prestssetur: Mosfell.
    6. Selfossprestakall:    Selfosssókn.
    7. Eyrarbakkaprestakall:    Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsóknir.
   Prestssetur: Eyrarbakki.
    8. Hveragerðisprestakall:    Hveragerðis- og Kotstrandarsóknir.
   Prestssetur: Hveragerði.
    9. Þorlákshafnarprestakall:    Hjalla- og Strandarsóknir.
   Prestssetur: Þorlákshöfn.
    10. Þingvallaprestakall:    Þingvallasókn.
   Prestssetur: Þingvellir.
VI. Borgarfjarðarprófastsdæmi.
    1. Saurbæjarprestakall:    Saurbæjar-, Innrahólms- og Leirársóknir.
   Prestssetur: Saurbær.
    2. Garðaprestakall á Akranesi:    Akranesssókn.
   Prestssetur: Akranes.
    3. Hvanneyrarprestakall:    Hvanneyrar-, Bæjar-, Lundar- og Fitjasóknir.
   Prestssetur: Staðarhóll.
    4. Reykholtsprestakall:    Reykholts-, Stóraáss-, Gilsbakka- og Síðumúlasóknir.
   Prestssetur: Reykholt.
    5. Stafholtsprestakall:    Stafholts-, Hjarðarholts-, Norðtungu- og Hvammssóknir.
   Prestssetur: Stafholt.
    6. Borgarprestakall:    Borgar-, Borgarness-, Akra-, Álftártungu- og Álftanessóknir.
   Prestssetur: Borg.
VII. Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.
    1. Staðastaðarprestakall:    Staðastaðar-, Staðarhrauns-, Fáskrúðarbakka-, Rauðamels- og Kolbeinsstaðasóknir.
   Prestssetur: Staðastaður.
    2. Ingjaldshólsprestakall:    Hellna-, Búða- og Ingjaldshólssóknir.
   Prestssetur: Hellissandur.
    3. Ólafsvíkurprestakall:    Ólafsvíkur- og Brimilsvallasóknir.
   Prestssetur: Ólafsvík.
    4. [Setbergsprestakall:] 2)    Setbergssókn.
   Prestssetur: Grundarfjörður.
    5. Stykkishólmsprestakall:    Bjarnarhafnar-, Helgafells-, Stykkishólms-, Narfeyrar- og Breiðabólsstaðarsóknir.
   Prestssetur: Stykkishólmur.
    6. Hjarðarholtsprestakall:    Snóksdals-, Kvennabrekku-, Stóra-Vatnshorns- og Hjarðarholtssóknir.
   Prestssetur: Búðardalur.
    7. Hvammsprestakall:    Hvamms-, Staðarfells-, Dagverðarness-, Skarðs- og Staðarhólssóknir.
   Prestssetur: Hvoll í Saurbæ.
VIII. Barðastrandarprófastsdæmi.
    1. Reykhólaprestakall:    Reykhóla-, Garpsdals-, Gufudals- og Flateyjarsóknir.
   Prestssetur: Reykhólar.
    2. Patreksfjarðarprestakall:    Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals-, Breiðuvíkur- og Saurbæjarsóknir.
   Prestssetur: Patreksfjörður.
    3. Tálknafjarðarprestakall:    Stóra-Laugardals-, Haga- og Brjánslækjarsóknir.
   Prestssetur: Tálknafjörður.
    4. Bíldudalsprestakall:    Bíldudals- og Selárdalssóknir.
   Prestssetur: Bíldudalur.
IX. Ísafjarðarprófastsdæmi.
    1. Þingeyrarprestakall:    Hrafnseyrar-, Þingeyrar-, Mýra-, Núps- og Sæbólssóknir.
   Prestssetur: Þingeyri.
    2. Holtsprestakall:    Kirkjubóls-, Holts- og Flateyrarsóknir.
   Prestssetur: Holt í Önundarfirði.
    3. Staðarprestakall í Súgandafirði:    Staðarsókn.
   Prestssetur: Suðureyri.
    4. Bolungarvíkurprestakall:    Hólssókn.
   Prestssetur: Bolungarvík.
    5. Ísafjarðarprestakall:    Hnífsdals-, Ísafjarðar- og Súðavíkursóknir.
   Prestssetur: Ísafjörður.
    6. Vatnsfjarðarprestakall:    Vatnsfjarðar-, Nauteyrar-, Melgraseyrar-, Unaðsdals- og Ögursóknir.
   Prestssetur: Vatnsfjörður.
X. Húnavatnsprófastsdæmi.
    1. Árnessprestakall:    Árnessókn.
   Prestssetur: Árnes.
    2. Hólmavíkurprestakall:    Kaldrananess-, Drangsness-, Staðar-, Hólmavíkur- og Kollafjarðarnesssóknir.
   Prestssetur: Hólmavík.
    3. Prestsbakkaprestakall:    Prestsbakka-, Staðar- og Óspakseyrarsóknir.
   Prestssetur: Prestsbakki.
    4. Melstaðarprestakall:    Efranúps-, Staðarbakka-, Melstaðar- og Víðidalstungusóknir.
   Prestssetur: Melstaður.
    5. Breiðabólsstaðarprestakall:    Hvammstanga-, Tjarnar-, Vesturhópshóla- og Breiðabólsstaðarsóknir.
   Prestssetur: Hvammstangi.
    6. Þingeyraklaustursprestakall:    Blönduóss-, Þingeyra- og Undirfellssóknir.
   Prestssetur: Blönduós.
    7. Bólstaðarhlíðarprestakall:    Bólstaðarhlíðar-, Bergsstaða-, Holtastaða-, Svínavatns- og Auðkúlusóknir.
   Prestssetur: Bólstaður.
    8. Skagastrandarprestakall:    Höskuldsstaða-, Höfða- og Hofssóknir.
   Prestssetur: Skagaströnd.
XI. Skagafjarðarprófastsdæmi.
    1. Sauðárkróksprestakall:    Sauðárkróks-, Hvamms- og Ketusóknir.
   Prestssetur: Sauðárkrókur.
    2. Glaumbæjarprestakall:    Reynistaðar-, Glaumbæjar- og Víðimýrarsóknir.
   Prestssetur: Glaumbær.
    3. Mælifellsprestakall:    Mælifells-, Goðdala-, Ábæjar- og Reykjasóknir.
   Prestssetur: Mælifell.
    4. Miklabæjarprestakall:    Silfrastaða-, Miklabæjar-, Flugumýrar- og Hofstaðasóknir.
   Prestssetur: Miklibær.
    5. Hólaprestakall:    Hóla-, Viðvíkur- og Rípursóknir.
   Um þjónustu prestakallsins fer eftir ákvæði 42. gr. laga þessara.
    6. Hofsóssprestakall:    Hofsóss-, Hofs-, Fells- og Barðssóknir.
   Prestssetur: Hofsós.
    7. Siglufjarðarprestakall:    Siglufjarðarsókn.
   Prestssetur: Siglufjörður.
XII. Eyjafjarðarprófastsdæmi.
    1. Ólafsfjarðarprestakall:    Ólafsfjarðarsókn.
   Prestssetur: Ólafsfjörður.
    2. Dalvíkurprestakall:    Upsa-, Tjarnar-, Urða- og Vallasóknir.
   Prestssetur: Dalvík.
    3. Hríseyjarprestakall:    Hríseyjar- og Stærra-Árskógssóknir.
   Prestssetur: Hrísey.
    4. Möðruvallaprestakall:    Möðruvalla-, Bakka-, Bægisár- og Glæsibæjarsóknir.
   Prestssetur: Möðruvellir.
    5. Glerárprestakall:    Lögmannshlíðarsókn.
    6. Akureyrarprestakall:    Akureyrar- og Miðgarðasóknir.
    7. Laugalandsprestakall:    Grundar-, Saurbæjar-, Hóla-, Möðruvalla-, Munkaþverár- og Kaupangssóknir.
   Prestssetur: Syðra-Laugaland.
XIII. Þingeyjarprófastsdæmi.
    1. Laufássprestakall:    Svalbarðs-, Laufáss- og Grenivíkursóknir.
   Prestssetur: Laufás.
    2. Ljósavatnsprestakall:    Draflastaða-, Háls-, Illugastaða-, Ljósavatns-, Lundarbrekku- og Þóroddsstaðasóknir.
   Prestssetur: Háls.
    3. Skútustaðaprestakall:    Skútustaða-, Reykjahlíðar- og Víðirhólssóknir.
   Prestssetur: Skútustaðir.
    4. Grenjaðarstaðarprestakall:    Grenjaðarstaðar-, Þverár-, Einarsstaða- og Nessóknir.
   Prestssetur: Grenjaðarstaður.
    5. Húsavíkurprestakall:    Húsavíkursókn.
   Prestssetur: Húsavík.
    6. Skinnastaðarprestakall:    Skinnastaðar-, Garðs- og Snartarstaðasóknir.
   Prestssetur: Skinnastaður.
    7. Raufarhafnarprestakall:    Raufarhafnarsókn.
   Prestssetur: Raufarhöfn.
    8. Þórshafnarprestakall:    Sauðaness- og Svalbarðssóknir.
   Prestssetur: Þórshöfn.
XIV. Kjalarnessprófastsdæmi.
   Nær yfir Vestmannaeyjar og sóknir í Reykjaneskjördæmi utan Kópavogs og Seltjarnarness.
XV. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
   Nær yfir sóknir í Reykjavík vestan Elliðavogs og Reykjanesbrautar og Seltjarnarneskaupstað.
XVI. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
   Nær yfir sóknir í Kópavogskaupstað og í Reykjavík austan Elliðavogs og Reykjanesbrautar.
    1)L. 69/1997, 1. gr. 2)L. 18/1991, 1. gr.
2. gr. Ráðherra ákveður takmörk sókna og prestakalla og fjölda presta í Kjalarness- og Reykjavíkurprófastsdæmum, að fengnum tillögum biskups og hlutaðeigandi safnaðarráðs. Prestssetur skulu haldast í Vestmannaeyjum, á Reynivöllum í Kjósarhreppi, í Mosfellsbæ, í Grindavík og Útskálum í Gerðahreppi.
Í Kjalarness- og Reykjavíkurprófastsdæmum skulu vera safnaðarráð. Skulu þau skipuð formönnum sóknarnefnda, safnaðarfulltrúum og prestum prófastsdæmisins. Prófastar eru formenn ráðanna og kalla þau saman. Skylt skal að kalla safnaðarráð saman til fundar þegar fullur þriðjungur safnaðarráðsmanna óskar þess.
Verkefni safnaðarráðs eru:
    1. Að gera tillögur um skiptingu prófastsdæmisins í sóknir og prestaköll og um breytingar á þeim.
    2. Að vinna að eflingu kirkjulegs starfs innan prófastsdæmisins.
Aðalfundur safnaðarráðs er héraðsfundur prófastsdæmisins og fer eftir lögum um héraðsfundi.
3. gr.1)
Ráðherra er heimilt að ráða prest sóknarpresti til aðstoðar í prestaköllum þar sem íbúafjöldi er yfir 4.000. Í mannfærri prestaköllum hefur ráðherra sömu heimild ef sérstaklega stendur á. Nú fer íbúafjöldi yfir 8.000 og skal prestakallinu þá að jafnaði skipt.
Aðstoðarprestur er ráðinn samkvæmt tillögu biskups í samráði við sóknarprest og með samþykki sóknarnefndar. Ráðningartími aðstoðarprests skal vera allt að fjórum árum í senn.
Aðstoðarprestur starfar undir stjórn sóknarprests samkvæmt erindisbréfi er biskup setur.
    1)L. 78/1997, 64. gr.
4. gr. Ráðherra er heimilt að stofna nýtt prestakall eða breyta mörkum prestakalla eftir tillögu biskups og að fengnum umsögnum héraðsfundar (safnaðarráðs) og aðalsafnaðarfundar viðkomandi sókna.
5. gr. Verði prestakalli skipt í tvö eða fleiri prestaköll, sbr. 4. gr., hefur skipaður sóknarprestur rétt til þess að velja hvaða hluta þess hann hyggst þjóna.
6. gr. Ráðherra er heimilt, að fenginni tillögu biskups og umsögn viðkomandi héraðsfundar, að sameina prestakall öðru prestakalli fari íbúafjöldi þess niður fyrir 250 enda hafi það verið prestlaust í a.m.k. tvö ár.
Prestsembættum innan þjóðkirkjunnar utan Reykjavíkur- og Kjalarnessprófastsdæma skal þó ekki fækka við framkvæmd þessa ákvæðis.
7. gr.1)
    1)L. 78/1997, 64. gr.
8. gr.1)
Um réttindi og skyldur presta gagnvart prestssetursjörðum gilda ákvæði ábúðarlaga og annarra laga eftir því sem við getur átt. … 2)
Farprestar (skv. 9. gr.) njóti sambærilegra húsnæðiskjara og sóknarprestar.
Eigi má ráðstafa prestssetri til langframa nema til þess komi samþykki biskups, að fenginni umsögn viðkomandi prófasts, héraðsfundar og sóknarnefnda í viðkomandi prestakalli, svo og samþykki þess prests er veitingu hefur fyrir viðkomandi brauði.
Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn biskups og hlutaðeigandi prófasts, sóknarnefndar og sóknarprests, að flytja prestssetur til innan prestakalls. Ákvörðun um þetta efni skal birt í B-deild Stjórnartíðinda.
    1)L. 78/1997, 64. gr. 2)L. 137/1993, 10. gr.

II. kafli. Um sérþjónustuembætti.
9.–14. gr.1)
    1)L. 78/1997, 64. gr.

III. kafli. Um embættisgengi presta.
15.–17. gr.1)
    1)L. 78/1997, 64. gr.

IV. kafli. Ýmis ákvæði um presta og starfsskyldur þeirra.
18.–19. gr.1)
    1)L. 78/1997, 64. gr.
20. gr. Hver sóknarprestur skal hafa með höndum kirkjulega þjónustu samkvæmt vígslubréfi í sínu prestakalli nema lög eða stjórnvaldsreglur mæli fyrir um annað.
21. gr. Prestum ber að hafa samstarf um kirkjulega þjónustu innan hvers prófastsdæmis undir stjórn prófasts. Samstarf presta skal m.a. lúta að:
    1. Afleysingaþjónustu í sumarleyfum og á frídögum presta.
    2. Samvinnu um ýmsa kirkjulega þjónustu sem er með einhverjum hætti sameiginleg fyrir prófastsdæmið í heild eða hluta þess.
22. gr. Biskupi er heimilt að fela sóknarpresti, er þjónar í prestakalli þar sem íbúafjöldi er innan við 700 íbúa og aðstæður að öðru leyti leyfa, að annast bæði tiltekin verkefni og þjónustu í einstökum sóknum utan prestakalls síns að tillögu prófasts gegn greiðslu kostnaðar.
23. gr. Sóknarpresti er skylt að taka að sér aukaþjónustu sókna innan prófastsdæmis, ef þörf krefur, samkvæmt boði biskups gegn launum skv. 26. gr. laga nr. 38/1954.
24. gr. Nú er kirkja á prestssetursjörð og skal prestur þá hafa umsjón með henni í samvinnu við sóknarnefnd. Ef prestur situr ekki prestssetursjörð skal ábúanda skylt, að ósk sóknarnefndarmanna, að hafa eftirlit með slíkri kirkju.
25. gr. Sóknarprestur skal að jafnaði sitja sóknarnefndarfundi, sbr. 17. gr. laga um kirkjusóknir o. fl., nr. 25/1985. Hann á sæti á héraðsfundum og er skylt að sækja þá. Þá er honum að forfallalausu skylt að sitja fundi er biskup og prófastur boða hann til.
26. gr. Nú rís ágreiningur milli presta um rétt eða skyldu þeirra til tiltekinnar þjónustu. Ber þá viðkomandi prófasti að leita sátta í málinu. Ef niðurstaða næst ekki leggur hann málið fyrir biskup til úrskurðar.

V. kafli. Um prófasta.
27. gr.1) Sóknarpresti er skylt að takast á hendur prófastsembætti. Biskup getur falið presti eða nágrannaprófasti að gegna prófastsembætti um stundarsakir ef sérstaklega stendur á svo sem vegna fjarveru prófasts eða veikinda hans eða vegna þess að prófasts missir við.
Nú lætur prófastur af prestsembætti í prestakalli og verður prófastsembætti þá laust. Nú telur prófastur sér óhægt að gegna embættinu vegna veikinda eða af öðrum sérstökum persónulegum ástæðum og er þá heimilt að leysa hann undan því embætti þótt hann gegni prestsembætti sínu eftirleiðis.
Biskup setur próföstum erindisbréf.
    1)L. 78/1997, 64. gr.
28. gr. Prófastur er fulltrúi biskups í prófastsdæminu og trúnaðarmaður hans og hefur í umboði hans almenna umsjón með kirkjulegu starfi þar. Hann er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess, gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum.
Nú er kirkjuleg starfsstöð stofnuð í prófastsdæminu og veitir prófastur henni jafnaðarlega forstöðu og skipuleggur starfsemi á hennar vegum. Hann er formaður stjórnar héraðssjóðs prófastsdæmis, svo og héraðsnefndar. Hann boðar héraðsfund í samvinnu við héraðsnefnd og stjórnar fundum hennar, undirbýr mál sem sá fundur fær til meðferðar og kemur ályktunum fundarins til biskups og annarra aðila og fylgir þeim eftir, sbr. og VII. kafla laga nr. 25/1985.
29. gr. Prófastur hefur eftirlit með prestssetrum, kirkjum og kirknaeignum í prófastsdæmi. Hann skýrir biskupi frá því sem honum þykir athugavert um þessar eignir, þar á meðal skort á viðhaldi, og getur biskup lagt fyrir rétta aðila að bæta úr.
Prófastur framkvæmir úttekt á prestssetrum og embættisbústöðum presta við prestaskipti og þegar prestur flytur í annað húsnæði innan prestakallsins. Hann tekur út nýjar kirkjur, kapellur og safnaðarheimili.
Prófastur setur nýjan prest í embætti, heimsækir presta og vísiterar kirkjur og söfnuði samkvæmt nánari ákvæðum í erindisbréfi. Hann fylgir biskupi á vísitasíum hans til presta og safnaða í prófastsdæminu.
Prófastur hefur eftirlit með að prestar skili embættisskýrslum til Hagstofu Íslands. Hann gengur eftir því að starfsskýrslum og endurskoðuðum reikningum sé skilað á réttum tíma og leggur fyrir héraðsfund með athugasemdum sínum og sóknarnefnda og gerir tillögur um úrlausn. Þá fjallar hann um ágreining sem kann að rísa milli sóknarprests, sóknarnefndar og safnaðar.
Prófastur löggildir gerðabækur og aðrar bækur sóknarnefndar, eftir því sem við á.
Prófastur veitir presti leyfi til fjarvista úr prestakalli um stundarsakir, en leyfi til lengri fjarvista veitir biskup, að höfðu samráði við kirkjumálaráðherra.
Prófastur skipuleggur samstarf presta innan prófastsdæmis, sbr. 21. gr., og afleysingarþjónustu presta í sumarleyfum og öðrum samningsbundnum leyfum þeirra.
Nú getur sóknarprestur ekki gegnt embætti vegna veikinda, fjarvista eða af öðrum ástæðum og ákveður prófastur þá í samráði við sóknarprest hvernig þjónusta hans skuli leyst af hendi.
30. gr. Prófastur hefur þau afskipti af veitingu prestakalla sem lög kveða á um.
Prófastur skipuleggur endurmenntun presta, sem prófastsdæmið beitir sér fyrir, í samráði við biskup og prestafélög.
Prófastur sér um bókasafn prófastsdæmis, en guðfræðilegu bókasafni prófastsdæmis skal komið á fót samkvæmt ákvörðun héraðsfundar og héraðsnefndar fyrir fé sem veitt kann að vera á fjárlögum í þessu skyni og úr héraðssjóði, svo og fyrir framlög einstakra manna.
31. gr. Prófastur hefur þau afskipti af kirkjugörðum og heimagrafreitum sem lög kveða á um.
32. gr. Í hverju prófastsdæmi skal með samþykki ráðherra og að fenginni tillögu biskups leggja prófasti til sérstaka aðstöðu eða árlegt fjárframlag vegna skrifstofuhalds, eftir því sem ráðuneytið samþykkir.
33. gr. Prófastur fær greiðslur úr ríkissjóði vegna ferðalaga í þágu prófastsdæmisins samkvæmt reikningi er dóms- og kirkjumálaráðuneytið úrskurðar.
34. gr. Biskup boðar prófasta til fundar a.m.k. einu sinni á ári til umræðna um málefni þjóðkirkjunnar og þau mál er sérstaklega varða störf prófasta og tengsl þeirra við biskup og dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
Ferðakostnaður prófasta og önnur útgjöld vegna fundarsetu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt reikningi er dóms- og kirkjumálaráðuneytið úrskurðar.

VI. kafli. Um biskup Íslands og embætti hans.
35.–41. gr.1)
    1)L. 78/1997, 64. gr.

VII. kafli. Um vígslubiskupa og embætti þeirra.
42.–45. gr.1)
    1)L. 78/1997, 64. gr.
46. gr. Vígslubiskupar eiga sæti á árlegum prófastafundi. Þeir skulu sitja fundi kirkjuráðs þegar þeir eru tilkvaddir af ráðinu og sérstaklega er fjallað um málefni embætta þeirra og umdæma. Þeir eiga enn fremur sæti á kirkjuþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, sbr. lög um kirkjuþing og kirkjuráð, nr. 48 frá 1982.

VIII. kafli. Stjórnvaldsreglur o.fl.
47. gr. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna, að fengnum tillögum biskups.
48. gr. Við gildistöku laga þessara ber starfandi sóknarprestum og próföstum að hlíta, án sérstakra viðbótarlauna, þeim breytingum er verða á stærð prestakalla og prófastsdæma.
49. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1990.

Ákvæði til bráðabirgða. 1. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal óbreytt skipan haldast um tvo sóknarpresta í tvímenningsprestaköllum meðan þeir prestar gegna stöðum þessum sem ráðnir voru til starfa fyrir gildistöku laganna. Verði prestakalli, sem tveir sóknarprestar þjóna, skipt, sbr. 5. gr., hefur sá prestur, sem lengri hefur þjónustualdur í kallinu, rétt til þess að velja hvaða hluta þess hann hyggst þjóna.
    2. Ráðherra getur ákveðið, ef sérstaklega stendur á, að fresta ákvörðun um breytingar á prestakalla- og prófastsdæmaskipaninni skv. 1. gr. Ákvörðun um þetta skal birta í B-deild Stjórnartíðinda. 1)
    3. Í staðinn fyrir þau prestsembætti, sem lögð eru niður skv. 1. gr., skulu upp tekin í prófastsdæmunum samkvæmt liðum I–XIII í sömu grein eigi færri embætti farpresta og/eða aðstoðarpresta, sbr. 3. og 9. gr.
    4. Ákvæði laga þessara um vígslubiskupa taka til þeirra vígslubiskupa sem nú eru í starfi. Þó skulu ákvæði 42. gr. um fasta búsetu vígslubiskupa ekki eiga við um vígslubiskupa sem eru í starfi við gildistöku laganna.
    5. [Nú losnar embætti sóknarprests í Bergþórshvolsprestakalli og er þá heimilt að setja prest til að gegna því embætti allt til 1. janúar 1999.] 2)
    6. Lög þessi skulu koma til endurskoðunar eigi síðar en 1995. Þó skal ráðherra láta nú þegar athuga hvort hagkvæmara sé að Árness-, Hólmavíkur- og Prestsbakkaprestaköll í Húnavatnsprófastsdæmi færist til prófastsdæmis í Vestfjarðakjördæmi. Verði sú niðurstaða skal hann leggja fram frumvarp til laga um þá breytingu á næsta Alþingi.
    [7. Heimilt er í Grafarvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra að ráða sóknarpresti annan prest til aðstoðar fram til 1. janúar 1999.] 2)
    1) Augl. 277/1990, 538/1990, sbr. 444/1991, 414/1992, 525/1993, 669/1994 og 651/1995. 2)L. 69/1997, 3. gr.