Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2008.  Útgáfa 135a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að banna að veita upplýsingar um ferðir skipa

1940 nr. 9 12. febrúar


Tóku gildi 12. febrúar 1940. Breytt með l. 116/1990 (tóku gildi 31. des. 1990) og l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998).


1. gr. Ríkisstjórnin getur, er hún telur nauðsynlegt vegna yfirvofandi eða yfirstandandi ófriðar eða hliðstæðs ástands, fyrirskipað, að enginn megi láta neitt uppi við óviðkomandi menn um ferðir íslenskra eða erlendra skipa.
Nú notar ríkisstjórnin heimild þá, sem henni er veitt í lögum þessum, og taka þá bannfyrirmæli hennar til allra upplýsinga um burtför skips úr höfn, um ferð þess frá einni höfn til annarrar, um það hvar skipið er statt á hverjum tíma, um ákvörðunarstað þess og komu í höfn í ferð eða að lokinni ferð, svo og til allra upplýsinga um farm skips og farþega.
2. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að gera allar þær ráðstafanir, sem henni þykir þurfa, til þess að bannfyrirmæli þau, sem um ræðir í 1. gr., komi að haldi, þar á meðal að láta stöðva símskeyti um ferðir skipa, ef þurfa þykir.
3. gr. [Brot gegn lögum þessum varða sektum … 1) eða fangelsi allt að einu ári nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Mál vegna brota á lögunum fara að hætti opinberra mála.] 2)
    1)L. 82/1998, 149. gr. 2)L. 116/1990, 23. gr.