Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 321, 113. löggjafarþing 54. mál: sektarmörk nokkurra laga o.fl..
Lög nr. 116 28. desember 1990.

Lög um breytingu á sektarmörkum nokkurra laga o.fl.


1. gr.

     Erindisbréf handa biskupum, 1. júlí 1746.
  1. Síðari málsliður 18. gr. falli niður.
  2. 2. málsl. 21. gr. falli niður.

2. gr.

     Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849.
  1. 5. gr. orðist svo:
  2.      Nú drepur maður dýr eða veiðir án heimildar í annars manns landi og varðar það sektum.
  3. 2. mgr. 7. gr. falli niður.
  4. 3. málsl. 8. gr. falli niður.
  5. 9.–21. gr. falli niður.
  6. Ný grein, 9. gr., orðist svo:
  7.      Enginn má skjóta landsel eða útsel á fjörðum eða víkum, þar sem látur eru eða lagnir, nær en hálfa sjómílu frá þeim.
  8. Ný grein, 10. gr., orðist svo:
  9.      Vöðuseli eða annan farsel má hver maður skjóta eða veiða í nót hvar sem hann vill, en þó ekki nær annars manns landi en 300 metra frá stórstraumsfjörumáli þar sem nótlög eru, né heldur skjóta nær eggveri eða látrum en greinir í 9. gr., sbr. og lög nr. 30 27. júní 1925.
         Nú vill maður leggja nót af landi eða í nótlögum annars manns og skal hann þá semja um það við þann sem veiði á.
  10. Ný grein, 11. gr., orðist svo:
  11.      Brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum og fer um mál út af þeim samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Heimilt er að gera upptæk net og aðrar veiðitilfæringar, svo og skotvopn, sem brot hafa verið framin með.

3. gr.

     Tilskipun fyrir Ísland um síldar- og upsaveiði með nót, 12. febrúar 1872.
  1. 7. gr. falli niður.
  2. Í 1. málsl. 12. gr. falli niður orðin „frá 5 til 200 rd.“, svo og 2. málsl. greinarinnar.
  3. 1. mgr. 13. gr. orðist svo:
  4.      Um mál út af brotum á lagaboði þessu fer að hætti opinberra mála.
  5. 14. gr. falli niður.

4. gr.

     Lög um skipti á dánarbúum og félagsbúum o. fl., nr. 3 12. apríl 1878.
     2. gr. falli niður.

5. gr.

      Lög um leysing á sóknarbandi, nr. 9 12. maí 1882.
     4. málsl. 4. gr. falli niður.

6. gr.

      Lög um beitutekju, nr. 39 2. nóvember 1914.
  1. Síðari málsliður 1. mgr. 1. gr. orðist svo: Ef landeigandi verður fyrir tjóni vegna þessa á hann rétt á bótum.
  2. 2. mgr. 1. gr. falli niður.
  3. 2. mgr. 2. gr. falli niður.
  4. Í 3. gr. falli niður orðin „20 til 200 króna“.
  5. 6. gr. falli niður.
  6. 7. gr. orðist svo:
  7.      Mál út af brotum á lögum þessum sæta meðferð opinberra mála.

7. gr.

      Lög um áveitu á Flóann, nr. 68 14. nóvember 1917.
     6. gr. orðist svo:
     Ákveða má að brot gegn samþykkt varði sektum og fer um mál vegna brota að hætti opinberra mála.

8. gr.

     Lög um landamerki o. fl., nr. 41 28. nóvember 1919.
     7. gr. orðist svo:
     Brot gegn lögum þessum varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum og fer um mál vegna þeirra að hætti opinberra mála.

9. gr.

      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að banna flutning til landsins á varningi sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af, nr. 8 18. maí 1920.
     2. gr. orðist svo:
     Brot gegn ákvæðum laga þessara og fyrirmælum settum samkvæmt þeim varða sektum og sæta mál út af því meðferð opinberra mála.

10. gr.

      Lög um hvíldartíma háseta á íslenskum botnvörpuskipum, nr. 53 27. júní 1921.
     5. gr. orðist svo:
     Brot gegn lögum þessum varða sektum og fer um mál út af þeim að hætti opinberra mála.

11. gr.

      Lög um verslunarskýrslur, nr. 12 19. júní 1922.
  1. Í 2. gr. falli niður orðin „allt að 200 kr.“.
  2. 5. gr. orðist svo:
  3.      Vísvitandi röng skýrslugjöf varðar sektum nema þyngri refsing liggi við að lögum. Tregðist nokkur við að láta í té skýrslu sem hann hefur fengið frest á að gefa má þröngva honum til þess að frestinum liðnum með dagsektum allt að 10.000 kr. og getur lögreglustjóri tiltekið sektina í bréfi til hlutaðeiganda.
  4. 6. gr. orðist svo:
  5.      Mál út af brotum á lögum þessum sæta meðferð opinberra mála.

12. gr.

      Vatnalög, nr. 15 20. júní 1923.
  1. 107. gr. orðist svo:
  2.      Brot gegn félagssamþykktum varða sektum og um mál út af þeim fer að hætti opinberra mála.
  3. Í stað orðanna „einföldu fangelsi“ í a-lið 1. tölul. 153. gr. komi: varðhaldi.
  4. Í stað orðanna „einföldu fangelsi“ í b-lið 1. tölul. 153. gr. komi: varðhaldi.
  5. 2. tölul. 153. gr. falli niður.
  6. 154. gr. orðist svo:
  7.      Um mál út af brotum á lögum þessum fer að hætti opinberra mála.

13. gr.

      Lög um nauðasamninga, nr. 19 4. júní 1924.
  1. Í stað orðanna „20 kr.“ í 1. mgr. 54. gr. komi: lögmælt gjald.
  2. Í 2. mgr. 54. gr. falli niður orðin „20–200 kr.“.

14. gr.

     Lög um viðauka við lög nr. 33 19. júní 1922, um fiskiveiðar í landhelgi, nr. 4 4. maí 1925.
     3. gr. orðist svo:
     Brot gegn lögum þessum varða sektum, 200–20.000 gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924, og fer um mál vegna brota að hætti opinberra mála.

15. gr.

      Lög um selaskot á Breiðafirði og uppidráp, nr. 30 27. júní 1925.
     2. gr. orðist svo:
     Brot gegn 1. gr. varðar sektum.
     Skotvopn og veiðifang má gera upptækt, sbr. 69. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

16. gr.

      Lög um einkenning fiskiskipa, nr. 31 27. júní 1925.
  1. Í 1. mgr. 3. gr. falli niður orðin „frá 50–2.000 kr.“.
  2. Í 2. mgr. 3. gr. falli niður orðin „allt að 400 kr.“.
  3. 1. mgr. 4. gr. orðist svo:
  4.      Um mál út af brotum á lögum þessum fer að hætti opinberra mála.

17. gr.

      Hjúalög, nr. 22 7. maí 1928.
  1. 31. gr. falli niður.
  2. 32. gr. orðist svo:
  3.      Brot gegn 7. og 19. gr. varða sektum og fer um mál vegna þess að hætti opinberra mála.
  4. 33. gr. falli niður.

18. gr.

     Lög um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum, nr. 24 1. febrúar 1936.
     Í 2. mgr. 11. gr. falli niður orðin „100–10.000 krónum“.

19. gr.

      Lög um meðferð einkamála í héraði, nr. 85 23. júní 1936.
     Í 3. mgr. 34. gr., sbr. 10. gr. laga nr. 33/1963, falli niður orðin „200–4.000 krónur“.

20. gr.

     Lög um samvinnufélög, nr. 46 13. júní 1937.
  1. Í stað orðanna „fangelsi, samkv. 26. gr. hinna almennu hegningarlaga“ í 1. mgr. 43. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 47/1977, komi: varðhaldi.
  2. Í stað orðanna „sem almenn lögreglumál“ í 44. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 47/1977, komi: að hætti opinberra mála.

21. gr.

      Lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt, nr. 16 13. janúar 1938.
     Í 9. gr. falli niður orðin „100–10.000 krónum“.

22. gr.

      Lög um ostrurækt, nr. 21 12. júní 1939.
     5. gr. orðist svo:
     Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum og fer um mál út af þeim samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.

23. gr.

      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að banna að veita upplýsingar um ferðir skipa, nr. 9 12. febrúar 1940.
     3. gr. orðist svo:
     Brot gegn lögum þessum varða sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
     Mál vegna brota á lögunum fara að hætti opinberra mála.

24. gr.

      Landskiptalög, nr. 46 27. júní 1941.
     Í 2. mgr. 15. gr. falli niður orðin „allt að 1.000 kr.“.

25. gr.

      Lög um beitumál, nr. 45 7. maí 1946.
     15. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 13/1947, orðist svo:
     Brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum og fer um mál vegna brota að hætti opinberra mála.

26. gr.

      Lög um stjórn flugmála, nr. 119 28. desember 1950.
     Í 4. gr. falli niður orðin „allt að 30.000 krónum“.

27. gr.

      Lög um að banna hnefaleika, nr. 92 27. desember 1956.
     Í 3. gr. falli niður orðin „allt að 10.000 krónum“.

28. gr.

      Lög um dýravernd, nr. 21 13. apríl 1957.
     Í stað orðanna „200 krónum“ í 2. mgr. 14. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 38/1968, komi: 10.000 krónum.

29. gr.

      Lög um efnahagsmál, nr. 4 20. febrúar 1960.
     Í 36. gr. falli niður orðin „allt að 500.000 kr.“.

30. gr.

      Lög um dánarvottorð, nr. 64 25. apríl 1962.
     Í 12. gr. falli niður orðin „allt að 1.000 krónum“.

31. gr.

      Lyfsölulög, nr. 30 29. apríl 1963.
     Í 1. mgr. 68. gr. falli niður orðin „frá 100 til 200.000 króna“.

32. gr.

      Lög um eyðingu svartbaks, nr. 50 18. maí 1965.
     1. málsl. 1. mgr. 11. gr. orðist svo: Fyrir hvern unninn svartbak á veiðimaður rétt á greiðslu samkvæmt því er nánar verður kveðið á um í reglugerð er ráðherra setur að fengnum tillögum veiðistjóra.

33. gr.

      Lög um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33 26. apríl 1966.
  1. 2. mgr. 37. gr. falli niður.
  2. 41. gr., er felld var niður með 47. gr. laga nr. 75/1982, orðist svo:
  3.      Tilraun til brota á lögum þessum og hlutdeild í þeim er refsiverð skv. III. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

34. gr.

     Lög um lax- og silungsveiði, nr. 76 25. júní 1970.
     Í 2. mgr. 97. gr. falli niður orðin „allt að 500.000 kr.“.

35. gr.

      Lög um náttúruvernd, nr. 47 16. apríl 1971.
     Í stað orðanna „2.000 krónum“ í 3. mgr. 37. gr. komi: 10.000 krónum.

36. gr.

      Búfjárræktarlög, nr. 31 24. apríl 1973.
     1. málsl. 59. gr. orðist svo: Sá er sekur verður um illa meðferð á skepnum skv. 58. gr. skal sæta sektum eða varðhaldi allt að sex mánuðum nema þyngri refsing liggi við að lögum.

37. gr.

     Lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, nr. 36 2. maí 1974.
     Í stað orðanna „2.000 krónum“ í 2. mgr. 8. gr. komi: 10.000 krónum.

38. gr.

     Lög um bátaábyrgðarfélög, nr. 18 23. apríl 1976.
     Í 3. mgr. 7. gr. falli niður orðin „frá 1.000–25.000 krónum“.

39. gr.

      Lög um sauðfjárbaðanir, nr. 22 10. maí 1977.
     10. gr. orðist svo:
     Brot gegn lögum þessum, svo og reglugerðum og fyrirmælum samkvæmt þeim, varða sektum og fer um mál vegna þeirra að hætti opinberra mála.

40. gr.

     Lög um manntal 31. janúar 1981, nr. 76 19. desember 1980.
     Í 1. mgr. 10. gr. falli niður orðin „allt að 500 nýkrónum“.

41. gr.

      Lög um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75 14. september 1981.
     107. gr. breytist þannig:
  1. Í 2. mgr. falli niður orðin „allt að 10.000 kr.“.
  2. Í 3. mgr. falli niður orðin „allt að 5.000 kr.“.
  3. Í 4. mgr. falli niður orðin „allt að 10.000 kr.“.
  4. Í 7. mgr. falli niður orðin „allt að 10.000 kr.“.

42. gr.

      Lög um ákvörðun fésekta, nr. 14 8. mars 1948, falli niður.

43. gr.

     Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1990.