Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. febrúar 2011. Útgáfa 139a. Prenta í tveimur dálkum.
Varnarmálalög
2008 nr. 34 29. apríl
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 31. maí 2008 nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 8. maí 2008. Breytt með l. 98/2010 (tóku gildi 3. júlí 2010) og l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011).
I. kafli. Gildissvið, yfirstjórn, stefnumótun o.fl.




a. að afmarka valdheimildir íslenskra stjórnvalda varðandi varnartengd verkefni,
b. að greina á milli varnartengdra verkefna og borgaralegra verkefna sem lúta að löggæslu og innra öryggi ríkisins,
c. að greina á milli stefnumótunar og framkvæmdaratriða á sviði varnarmála,
d. að auðvelda lýðræðislegt eftirlit með varnartengdri starfsemi.





II. kafli. Skilgreiningar.

1. Afleiddir samningar: Samningar milli Íslands og Bandaríkjanna sem byggðir eru á varnarsamningnum. Hugtakið nær einnig til samninga sem Ísland gerir við Atlantshafsbandalagið, Samstarf í þágu friðar, önnur samstarfsríki eða alþjóðastofnanir og fela í sér nánari útfærslu á þegar gerðum þjóðréttarsamningi Íslands við hlutaðeigandi ríki eða þjóðréttaraðila.
2. Atlantshafsbandalagið: Alþjóðasamtök þau sem komið var á fót með Norður-Atlantshafssamningnum frá 4. apríl 1949 og Ottawasamningnum frá 20. september 1951. Til bandalagsins í skilningi laganna teljast einnig nefndir, stofnanir og liðsafli þess og aðrir aðilar er fara með gerð samninga fyrir bandalagið og starfsemi sem því tengist, hvort sem þeir eru staðsettir hér á landi eða í öðrum löndum.
3. Gistiríki: Ríki sem á grundvelli samnings:
a. tekur á móti liðsafla og búnaði á vegum Atlantshafsbandalagsins eða annarra ríkja sem koma að aðgerðum á yfirráðasvæði þess eða ferðast í gegnum það;
b. heimilar að búnaður og/eða stofnanir Atlantshafsbandalagsins séu staðsettar á yfirráðasvæði þess;
c. veitir stuðning vegna framangreinds.
4. Gistiríkisstuðningur: Aðstoð borgaralegs og hernaðarlegs eðlis sem gistiríki, á friðartímum, í neyð eða á ófriðartímum, veitir Atlantshafsbandalaginu og/eða öðrum liðsafla og stofnunum Atlantshafsbandalagsins sem staðsettar eru á yfirráðasvæði gistiríkisins, koma að aðgerðum þar eða ferðast þar í gegn.
5. Hermálayfirvöld sendiríkis: Yfirvöld sendiríkis sem hafa vald til að framfylgja hermálalögum þess ríkis með tilliti til manna í liðsafla þess eða borgaralegum deildum.
6. Íslenska loftvarnakerfið: Loftvarnakerfi í eigu Atlantshafsbandalagsins sem staðsett er á Íslandi og þjónar varnarhagsmunum íslenska ríkisins, Atlantshafsbandalagsins og aðildarríkja þess. Kerfið telst hluti af loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins.
7. Liðsafli: Liðsmenn í land-, sjó- eða flugher aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar eða samstarfsríkis Íslands, ásamt borgaralegri deild og skylduliði, þegar þeir hafa viðdvöl hérlendis í tengslum við opinber skyldustörf sín, nema Ísland og viðkomandi sendiríki hafi samið um það sín á milli að eigi beri að líta svo á að tilteknir einstaklingar, einingar eða fylkingar séu liðsafli hér á landi. Undir hugtakið falla liðsmenn úr herliði Bandaríkjanna og skyldulið þeirra, erlent starfslið sem herliðinu fylgir, einstakar samningsstofnanir Bandaríkjahers og aðilar er fara með gerð samninga fyrir bandarísk stjórnvöld vegna herliðsins og starfsemi sem því tengist, hvort sem þeir eru staðsettir hér á landi eða í öðrum löndum.
8. Loftrýmiseftirlit: Kerfisbundið eftirlit loftrýmis með rafrænum, sjónrænum eða öðrum aðferðum, aðallega í þeim tilgangi að bera kennsl á og afmarka hreyfingar flugskeyta og loftfara, vinveittra og óvinveittra, innan loftrýmisins þar sem eftirlitið fer fram.
9. Loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins: Loftrými bandalagsins þar sem fram fer loftrýmiseftirlit og loftrýmisgæsla.
10. Loftrýmisgæsla: Notkun loftfara og annars búnaðar í þeim tilgangi að hafa eftirlit með og gæta loftrýmisins á loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins.
11. Notendaríki: Ríki sem á grundvelli þjóðréttarskuldbindinga ber ábyrgð á tilteknum eignum Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. mannvirkjum, og notar þær m.a. í sjálfs sín þágu að virtum forgangsrétti bandalagsins.
12. Samstarf í þágu friðar: Alþjóðasamstarf það sem komið var á fót innan Atlantshafsbandalagsins hinn 10. janúar 1994.
13. Skyldulið: Maki eða sambúðaraðili manns í liðsafla eða manns í borgaralegri deild eða barn, kjörbarn eða stjúpbarn slíks manns sem er á framfæri hans.
14. Varnarsamningurinn: Varnarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Bandaríkjanna á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins frá 5. maí 1951 og viðbætir við hann um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra frá 8. maí 1951, sem veitt var lagagildi með lögum nr. 110/1951, ásamt síðari breytingum.
15. Varnarsvæði: Landsvæði sem íslensk stjórnvöld hafa lagt til varna landsins og lýst hafa verið samningssvæði samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins, sbr. lög nr. 110/1951, og lúta yfirstjórn utanríkisráðherra.
16. Varnaræfingar: Æfingar sem haldnar eru hérlendis, á vegum íslenskra stjórnvalda, til að æfa samræmingu og viðbrögð vegna varna landsins, m.a. með þátttöku Bandaríkjanna, annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar eða annarra samstarfsríkja Íslands og innlendra viðbragðsaðila.
17. Öryggis- og varnarmál: Mál sem snúa að samstarfi Íslands við önnur ríki og alþjóðastofnanir á sviði landvarna, sem og varna gegn öðrum hættum og ógnum sem steðjað geta að íslensku þjóðinni og íslensku forráðasvæði, og eiga upptök sín í hinu alþjóðlega samfélagi.
18. Öryggissvæði: Landsvæði sem íslensk stjórnvöld leggja til varnarþarfa, þ.m.t. varnaræfinga, m.a. á vegum Bandaríkjanna eða annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, og lýst hafa verið öryggissvæði á grundvelli laga þessara.
19. Öryggisvottun: Staðfesting á því að aðili hafi sætt bakgrunnsskoðun og uppfylli hæfis- og öryggiskröfur til að fá aðgang að trúnaðarskjölum, búnaði eða mannvirkjum í eigu Atlantshafsbandalagsins, aðildarríkja þess, Samstarfs í þágu friðar eða annarra samstarfsríkja Íslands á sviði öryggis- og varnarmála.
III. kafli. Stjórnsýsla.

1)L. 98/2010, 1. gr.


1. Rekstur íslenska loftvarnakerfisins, þ.m.t. fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva Atlantshafsbandalagsins hérlendis.
2. Þátttaka í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins samkvæmt lögum þessum og á grundvelli þjóðréttarsamninga sem Ísland er aðili að.
3. Rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja þar í eigu íslenska ríkisins og Atlantshafsbandalagsins í samræmi við notendaríkis- og gistiríkishlutverk Íslands.
4. Undirbúningur og umsjón varnaræfinga sem haldnar eru hérlendis.
5. Framkvæmd gistiríkisstuðnings íslenskra stjórnvalda.
6. Rekstur gagnatenginga við upplýsingakerfi Atlantshafsbandalagsins og undirstofnana þess sem Ísland hefur aðgang að og úrvinnsla upplýsinga úr slíkum kerfum.
7. Þátttaka í starfi nefnda og undirstofnana Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. herstjórnarmiðstöðvar bandalagsins, samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðherra. Einnig er utanríkisráðherra heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi fagráðuneyti, að tilnefna sérfróðan fulltrúa frá annarri ríkisstofnun til þátttöku í slíku starfi þegar um borgaralegt samstarf er að ræða.
8. Verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins, sbr. lög nr. 110/1951, og laga nr. 72/2007, um réttarstöðu liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Samstarfs í þágu friðar o.fl.
9. Samstarf við önnur stjórnvöld, stofnanir eða opinber hlutafélög sem hafa með höndum verkefni sem tengjast [varnarmálum], 1) samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðherra.
10. Samstarf við alþjóðastofnanir og framkvæmd alþjóðasamþykkta á sviði varnarmála, samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðherra.
11. … 1) Stefnumótun og hættumat á sviði varnarmála samkvæmt lögum þessum.
[12. ] 1) Samstarf við háskóla, stofnanir, fyrirtæki og alþjóðleg samtök í tengslum við rannsóknir og þróun [varnarmála]. 1)
[13. ] 1) [Önnur verkefni samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum.] 1)
1)L. 98/2010, 2. gr.


1)L. 98/2010, 3. gr.
IV. kafli. Starfsmannamál.

1)L. 98/2010, 4. gr.



1)L. 98/2010, 5. gr.

1)L. 98/2010, 6. gr.

1)L. 98/2010, 6. gr.
V. kafli. Rekstur öryggissvæða, loftvarnakerfis o.fl.



1)L. 98/2010, 7. gr.



1)L. 98/2010, 8. gr.


1)L. 98/2010, 7. gr.



1)L. 98/2010, 9. gr.



1)L. 98/2010, 10. gr.
VI. kafli. Skaðabótamál.

1)L. 98/2010, 7. gr.
VII. kafli. Loftrýmiseftirlit, loftrýmisgæsla, varnaræfingar o.fl.




1)L. 98/2010, 11. gr.



1)L. 98/2010, 12. gr.
VIII. kafli. Skatt- og tollundanþágur.



1)L. 98/2010, 11. gr. 2)Rg. 754/2009.
IX. kafli. Meðferð upplýsinga.


1)L. 98/2010, 13. gr.




1)L. 98/2010, 14. gr.



1)L. 98/2010, 15. gr. 2)L. 162/2010, 191. gr.


1)L. 98/2010, 16. gr.
X. kafli. [Reglugerðarheimildir],1) viðurlög, gildistaka o.fl.
1)L. 98/2010, 19. gr.

1)L. 98/2010, 17. gr.


a. … 2)
b. aðgangsheimildir að öryggis- og varnarsvæðum skv. 13. gr.,
c. rekstur íslenska loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins skv. 14. og 15. gr.,
d. málsmeðferð, greiðslu og endurkröfu skaðabótakrafna skv. 17. gr.,
e. varnaræfingar skv. 20. gr.
1)Rg. 736/2008. Rg. 754/2009. 2)L. 98/2010, 18. gr.






1)Sjá nú rg. 284/1999, rg. 293/2002, rg. 493/2003 og rg. 828/2003.


1. Bjóða skal því starfsfólki störf hjá Varnarmálastofnun sem við gildistöku laga þessara er á uppsagnarfresti hjá Ratsjárstofnun og starfar þar. Ekki er skylt að auglýsa störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði laus til umsóknar, skv. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
2. Þegar lög þessi hafa verið samþykkt er heimilt að auglýsa embætti forstjóra Varnarmálastofnunar laust til umsóknar og skal skipun í embættið miðast við 1. júní 2008. Einnig skal utanríkisráðherra skipa þriggja manna starfshóp sem hafa skal heimild til að undirbúa gildistöku laga þessara, þ.m.t. að bjóða starfsfólki störf hjá Varnarmálastofnun skv. 1. tölul. Verðandi forstjóri Varnarmálastofnunar skal eiga sæti í starfshópnum.
[3. Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal Varnarmálastofnun starfa áfram til 1. janúar 2011. Til þess tíma fer stofnunin með verkefni skv. 7. gr. og V. kafla laga þessara, nema ráðherra hafi falið þau annarri stofnun skv. 7. gr. a, en frá þeim tíma skal hún lögð niður. Á þessu tímabili mega starfsmenn stofnunarinnar hvorki fara í verkfall né taka þátt í verkfallsboðun.
4. Forstjóri Varnarmálastofnunar skal leystur undan reglubundnum starfsskyldum sínum, þ.m.t. stjórn stofnunarinnar og ábyrgð á daglegum rekstri, frá og með 1. september 2010. Frá sama tíma skipar utanríkisráðherra verkefnisstjórn sem tekur yfir starfsskyldur forstjórans, en embætti forstjóra er lagt niður um leið og stofnunin. Skal núverandi forstjóri vera verkefnisstjórninni til aðstoðar og ráðgjafar frá því að starfsskyldum er létt af honum til þess tíma er stofnunin er lögð niður svo að sem minnst röskun verði á starfsemi hennar. Á þeim tíma skal hann njóta sömu kjara og hann nýtur nú, en um rétt hans eftir að stofnunin er lögð niður fer skv. 34. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Verkefnisstjórnin ber ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar og verkefnum samkvæmt lögunum þar til stofnunin verður lögð niður, sbr. 3. tölul. Hún getur gert tillögur til utanríkisráðherra um ráðstöfun verkefna skv. 7. gr. a og skal ráðherra kynna utanríkismálanefnd slíkar tillögur áður en þær koma til framkvæmda. Verkefnisstjórnin skal jafnframt gera utanríkismálanefnd grein fyrir störfum sínum með reglubundnum hætti. [Hún skal skipuð fimm einstaklingum og skal forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti tilnefna einn hvert og innanríkisráðuneyti tvo.] 1)
5. Starfsfólki Varnarmálastofnunar, sem við gildistöku laga þessara fæst við þau verkefni sem kunna að verða falin öðrum stofnunum, skal fyrir 1. janúar 2011 boðið starf hjá þeim ríkisstofnunum sem falin verða verkefni samkvæmt lögum þessum, sbr. 7. gr. a. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.] 2)
1)L. 162/2010, 191. gr. 2)L. 98/2010, 20. gr.