Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1410, 138. löggjafarþing 581. mál: varnarmálalög (afnám Varnarmálastofnunar).
Lög nr. 98 28. júní 2010.

Lög um breytingu á varnarmálalögum, nr. 34/2008.


1. gr.

     6. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. Inngangsmálsliður orðast svo: Helstu verkefni sem undir varnarmál falla eru.
 2. Í stað orðanna „starfssviði Varnarmálastofnunar“ í 9. tölul. kemur: varnarmálum.
 3. Orðin „Ráðgjöf til utanríkisráðuneytisins á fagsviðum stofnunarinnar og varðandi“ í 11. tölul. falla brott.
 4. 12. tölul. fellur brott.
 5. Í stað orðanna „á starfssviði stofnunarinnar“ í 13. tölul., er verður 12. tölul., kemur: varnarmála.
 6. 14. tölul. fellur brott.
 7. 15. tölul., er verður 13. tölul., orðast svo: Önnur verkefni samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum.
 8. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Verkefni er falla undir varnarmál.


3. gr.

     Á eftir 7. gr. laganna kemur ný grein, 7. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Verksamningar.
     Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. og V. kafla laga þessara er utanríkisráðherra heimilt, með samþykki hlutaðeigandi ráðherra, að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni, sem undir lögin falla, við aðrar ríkisstofnanir. Áætlanir um gerð slíkra samninga skulu kynntar utanríkismálanefnd áður en til þeirra er stofnað.

4. gr.

     8. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað 1. og 2. mgr. kemur ein ný málsgrein, svohljóðandi:
 2.      Stofnunum sem vinna við verkefni samkvæmt lögum þessum er óheimilt að ráða til slíkra starfa eða hafa við slík störf einstakling eða verktaka sem ekki uppfyllir skilyrði öryggisvottunar skv. 24. gr.
 3. Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: utanríkisráðuneytið.
 4. Orðin „og aðila máls leiðbeint um rétt til að kæra ákvörðunina til utanríkisráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. falla brott.


6. gr.

     10. og 11. gr. laganna falla brott.

7. gr.

     Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 1. mgr. 12. gr., 1. málsl. 14. gr. og 17. gr. laganna kemur: Utanríkisráðherra.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 1. málsl. kemur: Utanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Utanríkisráðherra“ í 2. málsl. kemur: Honum.
 3. 4. málsl. fellur brott.


9. gr.

     Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna og sama orðs í 2. mgr. kemur: Utanríkisráðherra; og: hann.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ og orðsins „stofnunin“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Utanríkisráðherra; og: hann.
 3. Í stað orðsins „Varnarmálastofnunar“ og orðsins „stofnunin“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkissjóðs; og: utanríkisráðherra.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Samningsbundin afnot af mannvirkjum og búnaði Atlantshafsbandalagsins.


11. gr.

     Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 19. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 21. gr. laganna kemur: Utanríkisráðuneytið.

12. gr.

     2. mgr. 20. gr. laganna orðast svo:
     Utanríkisráðuneytið annast í samvinnu við viðeigandi stofnanir undirbúning og framkvæmd varnaræfinga.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Starfsmenn Varnarmálastofnunar“ í 1. málsl. kemur: Þeir starfsmenn stofnana, verktaka og annarra aðila sem vinna við einstök verkefni samkvæmt lögum þessum.
 2. 3. málsl. fellur brott.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ og orðsins „stofnunin“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Utanríkisráðuneytið; og: það.
 2. Í stað orðsins „Stofnunin“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. og orðsins „hún“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Utanríkisráðuneytið; og: það.
 4. Orðið „utanríkisráðuneytisins“ í 1. málsl. 3. mgr. fellur brott.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 24. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 1. málsl. kemur: Utanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „Varnarmálastofnunar“ í 2. málsl. kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „Varnarmálastofnun“ í 3. málsl. kemur: Ráðuneytið.


16. gr.

     25. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skýrsla um varnarmál.
     Utanríkisráðherra flytur utanríkismálanefnd Alþingis árlega skýrslu um varnar- og öryggismál og framkvæmd laga þessara. Enn fremur hefur ráðherra samráð við utanríkismálanefnd um öll meiri háttar varnar- og öryggismál, sbr. 24. gr. þingskapalaga.

17. gr.

     26. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
 1. Orðin „verkefni Varnarmálastofnunar og“ í 1. málsl. falla brott.
 2. A-liður fellur brott.


19. gr.

     Í stað orðsins „Stjórnsýslukæra“ í fyrirsögn X. kafla laganna kemur: Reglugerðarheimildir.

20. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætast þrír nýir töluliðir sem orðast svo:
 1. Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal Varnarmálastofnun starfa áfram til 1. janúar 2011. Til þess tíma fer stofnunin með verkefni skv. 7. gr. og V. kafla laga þessara, nema ráðherra hafi falið þau annarri stofnun skv. 7. gr. a, en frá þeim tíma skal hún lögð niður. Á þessu tímabili mega starfsmenn stofnunarinnar hvorki fara í verkfall né taka þátt í verkfallsboðun.
 2. Forstjóri Varnarmálastofnunar skal leystur undan reglubundnum starfsskyldum sínum, þ.m.t. stjórn stofnunarinnar og ábyrgð á daglegum rekstri, frá og með 1. september 2010. Frá sama tíma skipar utanríkisráðherra verkefnisstjórn sem tekur yfir starfsskyldur forstjórans, en embætti forstjóra er lagt niður um leið og stofnunin. Skal núverandi forstjóri vera verkefnisstjórninni til aðstoðar og ráðgjafar frá því að starfsskyldum er létt af honum til þess tíma er stofnunin er lögð niður svo að sem minnst röskun verði á starfsemi hennar. Á þeim tíma skal hann njóta sömu kjara og hann nýtur nú, en um rétt hans eftir að stofnunin er lögð niður fer skv. 34. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Verkefnisstjórnin ber ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar og verkefnum samkvæmt lögunum þar til stofnunin verður lögð niður, sbr. 3. tölul. Hún getur gert tillögur til utanríkisráðherra um ráðstöfun verkefna skv. 7. gr. a og skal ráðherra kynna utanríkismálanefnd slíkar tillögur áður en þær koma til framkvæmda. Verkefnisstjórnin skal jafnframt gera utanríkismálanefnd grein fyrir störfum sínum með reglubundnum hætti. Hún skal skipuð fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
 3. Starfsfólki Varnarmálastofnunar, sem við gildistöku laga þessara fæst við þau verkefni sem kunna að verða falin öðrum stofnunum, skal fyrir 1. janúar 2011 boðið starf hjá þeim ríkisstofnunum sem falin verða verkefni samkvæmt lögum þessum, sbr. 7. gr. a. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.


21. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. júní 2010.