Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 651, 139. löggjafarþing 302. mál: Stjórnarráð Íslands (breyting ýmissa laga vegna sameiningar ráðuneyta).
Lög nr. 162 28. desember 2010.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar ráðuneyta, sbr. lög nr. 121/2010, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum.


I. ÞÁTTUR
Sameining félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis í nýtt velferðarráðuneyti.
1. HLUTI
Félags- og tryggingamálaráðuneyti.
I. KAFLI
Breyting á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, með síðari breytingum.

1. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 7. mgr. 20. gr., 37. gr., 1. mgr. 39. gr., 40. gr. og 1. mgr. 66. gr. laganna kemur: ráðherra.

II. KAFLI
Breyting á lögum um orlof húsmæðra, nr. 53/1972.

2. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 9. gr. laganna kemur: Velferðarráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 10. gr. og 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

III. KAFLI
Breyting á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum.

3. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 7. gr., 2. mgr. 14. gr., 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 34. gr., 35. gr., 3. mgr. 36. gr., 38. gr., 40. gr., 43. gr., 44. gr., 47. gr., 2. mgr. 48. gr., 1.–3. mgr. 49. gr., 3. mgr. 51. gr., 3. og 5. mgr. 51. gr. a, 5. mgr. 56. gr., 4. mgr. 65. gr., 3. mgr. 65. gr. a, 4. mgr. 66. gr., 6. mgr. 66. gr. a, 2. mgr. 67. gr., 70. gr., 1., 2. og 4. mgr. 74. gr., 1. og 2. mgr. 76. gr., 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. 77. gr., 4. mgr. 78. gr., 5. mgr. 79. gr., tvívegis í 6. mgr. 82. gr. og 2. mgr. 95. gr. laganna kemur: ráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 73. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytis“ í 4. og 5. mgr. 87. gr. og 1. mgr. 98. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 98. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um orlof, nr. 30/1987.

4. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytinu.
 2. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 10. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

V. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 5. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 32. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um Félagsmálaskóla alþýðu, nr. 60/1989.

6. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 6. mgr. 3. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 4. mgr. 8. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 5. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 5. mgr. 8. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990.

7. gr.

     C- og d-liður 3. gr. laganna verða einn stafliður, svohljóðandi: tvo fulltrúa tilnefnda af velferðarráðherra.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.

8. gr.

 1. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneyti“ í 3. gr. laganna kemur: velferðarráðuneyti.
 2. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneyti“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 3. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytið“ í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 4. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 15. gr., 34. gr., 1., 5. og 6. mgr. 65. gr. og 66. gr. laganna kemur: ráðherra.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, með síðari breytingum.

9. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 3. gr., 31. gr., 41. gr. og 44. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneyti“ í 1. mgr. 4. gr., 3. tölul. 2. mgr. 6. gr. og 53. gr. laganna kemur: velferðarráðuneyti.
 4. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 2. mgr. 4. gr., 5. mgr. 6. gr., 3. og 4. mgr. 9. gr., 2. mgr. 10. gr., 2. og 3. mgr. 12. gr., 3. mgr. 13. gr., tvívegis í 14. gr., 15. gr., 3. mgr. 27. gr., 2. mgr. 51. gr., 55. gr., 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III og 1. og 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV í lögunum kemur: ráðherra.
 5. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytis“ í 1. tölul. 2. mgr. 6. gr., 1. mgr. 38. gr., 6. tölul. 40. gr., 44. gr. og 45. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytis.

X. KAFLI
Breyting á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993.

10. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, með síðari breytingum.

11. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 46. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 2. mgr. 46. gr., 2. mgr. 72. gr. og 2. mgr. 90. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytis“ í 9. mgr. 52. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 7. mgr. 7. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum.

13. gr.

 1. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1., 6. og 7. mgr. 16. gr. a, 5. mgr. 17. gr., 2. mgr. 78. gr., 7. mgr. 80. gr. og 81. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðuneytið“ í 1. mgr. 78. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.

XIV. KAFLI
Breyting á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum.

14. gr.

 1. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneyti“ í 5. gr. laganna kemur: velferðarráðuneyti.
 2. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. 38. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 3. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. mgr. 73. gr., þrívegis í 1. mgr. 74. gr., 81. gr., 82. gr., 1. mgr. 84. gr., 8. mgr. 85. gr. og 3. mgr. 86. gr. laganna kemur: ráðherra.
 4. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytinu“ í 3. mgr. 80. gr. og 7. mgr. 85. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, nr. 51/1995, með síðari breytingum.

15. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1996, með síðari breytingum.

16. gr.

 1. Í stað orðanna „félagsmála-, heilbrigðis-“ í 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: velferðar-.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 3. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga, nr. 65/1996.

17. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum.

18. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. mgr. 9. gr. og 21. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 4. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 20. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

19. gr.

 1. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytis“ í 2. gr., 1. mgr. 30. gr. og 6. mgr. 47. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 2. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 3. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ tvívegis í 1. mgr. og 2. mgr. 4. gr., tvívegis í 7. gr., 1. og 2. mgr. 11. gr., 1. og 2. mgr. 16. gr., 20. gr., 3. mgr. 23. gr., 24. gr., 28. gr., 29. gr., 4. mgr. 30. gr., 2. mgr. 33. gr., 1. og 2. mgr. 34. gr., 3. mgr. 35. gr., 1. mgr. 37. gr., 2. og 3. mgr. 38. gr., 39. gr., 3. og 4. mgr. 42. gr., 1. mgr. og þrívegis í 2. mgr. 43. gr., 3. mgr. 45. gr., 4., 5. og 8. mgr. 47. gr., 49. gr., 50. gr., 3. og 4. mgr. 52. gr., 1. mgr. 55. gr., 1. mgr. 56. gr., 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV, 5. tölul. ákvæðis til bráðabirgða VIII og ákvæði til bráðabirgða IX í lögunum kemur: ráðherra.
 4. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytið“ í 3. og 4. mgr. 34. gr. og 4. tölul. ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögunum kemur: ráðuneytið.
 5. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytinu“ í 3. mgr. 34. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um byggingarsamvinnufélög, nr. 153/1998.

20. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytinu.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 8. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

21. gr.

 1. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 3. tölul. 2. gr., 1. tölul. 5. gr., 2. mgr. 11. gr., 12. gr., 4. mgr. 15. gr., 1. og 2. mgr. 16. gr. og 3. mgr. 23. gr. laganna kemur: ráðherra.
 2. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
 3.      Velferðarráðherra fer með yfirstjórn öldrunarmála samkvæmt lögum þessum og með yfirstjórn heilbrigðisþjónustu við aldraða.
 4. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðuneytið“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 5. 1. og 2. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Skal einn nefndarmaður tilnefndur af Landssambandi eldri borgara, einn af Öldrunarráði Íslands, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tveir skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður.
 6. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytinu“ í 5. mgr. 9. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 7. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 8. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðherra.
 9. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneyti“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum.

22. gr.

 1. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. og tvívegis í 4. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 11. gr., tvívegis í 7. mgr. og 12. mgr. 13. gr., 4. mgr. 15. gr. a, 1. og 3. mgr. 15. gr. b, tvívegis í 5. mgr. 18. gr., tvívegis í 5. mgr. 19. gr. og 35. gr. laganna kemur: ráðherra.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytis“ í 8. mgr. 19. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytis.

XXIV. KAFLI
Breyting á barnaverndarlögum, nr. 80/2002.

24. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 2. og 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 79. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í fyrirsögn 5. gr. og 2. mgr. 79. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1., 2. og 5. mgr. 6. gr., tvívegis í 1. mgr., 2. og 9. mgr. 7. gr., tvívegis í 4. mgr. 11. gr., 4. mgr. 20. gr., 6. mgr. 21. gr., 3. mgr. 66. gr., 4. mgr. 79. gr. og 5. mgr. 84. gr. laganna kemur: ráðherra.
 5. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneyti“ í 4. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 6. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytis“ í 3. mgr. 79. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, með síðari breytingum.

25. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ 3. mgr. 5. gr., 3. mgr. 18. gr., 3. mgr. 20. gr. og tvívegis í 1. mgr. 35. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytis“ í 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 4. mgr. 34. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

26. gr.

     Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ tvívegis í 3. mgr. 106. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003.

27. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytinu.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 3., 4. og 6. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 31. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 5. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 4. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 29. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003.

28. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. málsl. 5. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 6. málsl. 5. gr., 3. mgr. 6. gr. og 9. gr. laganna kemur: Ráðherra.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, með síðari breytingum.

29. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 4. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 22. gr. og 27. gr. laganna kemur: ráðherra.

XXX. KAFLI
Breyting á lögum um starfsmannaleigur, nr. 139/2005.

30. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytis“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytis.
 2. Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 14. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006, með síðari breytingum.

31. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 5. gr., 8. mgr. 8. gr., tvívegis í 10. mgr. 11. gr., 3. mgr. 12. gr., 7. mgr. 14. gr., tvívegis í 3. mgr. 16. gr., 8. mgr. 19. gr., tvívegis í 4. mgr. 20. gr., tvívegis í 4. mgr. 21. gr., tvívegis í 2. mgr. 22. gr., 2. mgr. 30. gr. og 31. gr. laganna kemur: ráðherra.

XXXII. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum.

32. gr.

 1. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur. Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 2. og 3. mgr. 5. gr., 1. mgr., þrívegis í 2. mgr., tvívegis í 3. mgr. og 5. mgr. 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 1. mgr., þrívegis í 2. mgr., tvívegis í 3. mgr. og 5. mgr. 8. gr., 7. mgr. 9. gr., tvívegis í 1. mgr. og 6. mgr. 11. gr., 6. mgr. 14. gr., 10. mgr. 15. gr., 11. mgr. 19. gr., tvívegis í 3. mgr. 33. gr., tvívegis í 4. mgr. 36. gr., 4. mgr. 39. gr., 6. mgr. 42. gr., 2. mgr. 62. gr., 63. gr. og 64. gr. laganna kemur: ráðherra.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006.

33. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1.–3. og 5. mgr. 4. gr., 1., 2. og 5. mgr. 5. gr., 5. málsl. 1. mgr., 2., 3. og 5. mgr. 6. gr., 3. mgr. 12. gr. og 20. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. 1.–3. málsl. 6. gr. laganna orðast svo: Velferðarráðherra skipar sjö manna svæðisbundin vinnumarkaðsráð. Í hvert vinnumarkaðsráð skulu tveir ráðsmanna tilnefndir af samtökum launafólks á hverju svæði og tveir af samtökum atvinnurekenda. Jafnframt skal einn ráðsmanna tilnefndur af sveitarfélögum á hverju svæði, einn tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra og einn skipaður án tilnefningar.

XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um ættleiðingarstyrki, nr. 152/2006.

34. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 3. gr., 4. gr., 2. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr. og 9. gr. laganna kemur: ráðherra.

XXXV. KAFLI
Breyting á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, nr. 45/2007.

35. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 8. mgr. 7. gr. og 19. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.

XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.

36. gr.

     Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.

37. gr.

 1. 2. gr. laganna orðast svo:
 2.      Velferðarráðherra fer með lífeyristryggingar, slysatryggingar og sjúkratryggingar, sbr. 1. gr., og yfirstjórn Tryggingastofnunar.
       Tryggingastofnun annast framkvæmd lífeyristrygginga samkvæmt lögum þessum. Sjúkratryggingastofnunin, sbr. lög um sjúkratryggingar, annast framkvæmd slysatrygginga samkvæmt lögum þessum.
 3. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra eða heilbrigðisráðherra eftir atvikum“ í 1. málsl. 70. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 4. Orðið „hlutaðeigandi“ í 2. málsl. 70. gr. laganna fellur brott.

XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.

38. gr.

 1. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1., 10. og 11. mgr. 4. gr., 1. og 9. mgr. 5. gr., 8. gr., 1. og 2. mgr. 9. gr., 1. mgr., tvívegis í 2. mgr. og 4. mgr. 10. gr., tvívegis í 11. gr., 14. gr., 8. og 9. mgr. 18. gr. og í ákvæðum til bráðabirgða IV og V í lögunum kemur: ráðherra.

XXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, nr. 160/2008.

39. gr.

 1. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. 3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
 3.      Ráðherra skipar stofnuninni sex manna samráðsnefnd samkvæmt tilnefningum Blindrafélagsins, Daufblindrafélags Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ráðherra skipar tvo fulltrúa án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður samráðsnefndarinnar.

XL. KAFLI
Breyting á lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, nr. 40/2009.

40. gr.

 1. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 5. gr., 3. mgr. 8. gr., tvívegis í 8. mgr. 10. gr., 3. mgr. 11. gr., 3. mgr. 13. gr., tvívegis í 3. mgr. 15. gr., 2. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna kemur: ráðherra.

XLI. KAFLI
Breyting á lögum um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, nr. 50/2009, með síðari breytingum.

41. gr.

     Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XLII. KAFLI
Breyting á lögum um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010.

42. gr.

     Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XLIII. KAFLI
Breyting á lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, nr. 42/2010.

43. gr.

 1. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðuneytið“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: Velferðarráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðuneytis“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðuneytið“ í 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 4. Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 8. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XLIV. KAFLI
Breyting á lögum um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010.

44. gr.

     Í stað orðanna „félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. og ákvæði til bráðabirgða II í lögunum kemur: velferðarráðherra.

XLV. KAFLI
Breyting á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010.

45. gr.

     Í stað orðanna „Félags- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 32. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

2. HLUTI
Heilbrigðisráðuneyti.
XLVI. KAFLI
Breyting á hjúkrunarlögum, nr. 8/1974, með síðari breytingum.

46. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XLVII. KAFLI
Breyting á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974.

47. gr.

     Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

XLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, nr. 25/1975.

48. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

XLIX. KAFLI
Breyting á lögum um sálfræðinga, nr. 40/1976, með síðari breytingum.

49. gr.

 1. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 7. gr. laganna kemur: Ráðherra.

L. KAFLI
Breyting á lögum um sjúkraþjálfun, nr. 58/1976, með síðari breytingum.

50. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 13. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LI. KAFLI
Breyting á lögum um iðjuþjálfun, nr. 75/1977, með síðari breytingum.

51. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 12. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LII. KAFLI
Breyting á lögum um þroskaþjálfa, nr. 18/1978, með síðari breytingum.

52. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LIII. KAFLI
Breyting á lögum um lyfjafræðinga, nr. 35/1978, með síðari breytingum.

53. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LIV. KAFLI
Breyting á lögum um lífeindafræðinga, nr. 99/1980, með síðari breytingum.

54. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 4. mgr. 2. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LV. KAFLI
Breyting á lögum um sjóntækjafræðinga, nr. 17/1984, með síðari breytingum.

55. gr.

 1. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 10. gr. laganna kemur: Ráðherra.

LVI. KAFLI
Breyting á lögum um sjúkraliða, nr. 58/1984, með síðari breytingum.

56. gr.

 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 8. gr. laganna kemur: Ráðherra.

LVII. KAFLI
Breyting á ljósmæðralögum, nr. 67/1984, með síðari breytingum.

57. gr.

 1. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: ráðherra.

LVIII. KAFLI
Breyting á lögum um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, nr. 24/1985, með síðari breytingum.

58. gr.

 1. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: ráðherra.

LIX. KAFLI
Breyting á lögum um tannlækningar, nr. 38/1985, með síðari breytingum.

59. gr.

 1. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðuneytisins“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 14. gr. laganna kemur: ráðherra.

LX. KAFLI
Breyting á lögum um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52/1988, með síðari breytingum.

60. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. 34. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

LXI. KAFLI
Breyting á læknalögum, nr. 53/1988, með síðari breytingum.

61. gr.

 1. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: ráðherra.

LXII. KAFLI
Breyting á lögum um félagsráðgjöf, nr. 95/1990, með síðari breytingum.

62. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LXIII. KAFLI
Breyting á lögum um ákvörðun dauða, nr. 15/1991.

63. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LXIV. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

64. gr.

 1. Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 3. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: ráðherra.
 4. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 4. mgr. 47. gr. laganna kemur: Ráðherra.

LXV. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

65. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 7. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

LXVI. KAFLI
Breyting á sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum.

66. gr.

 1. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra í 2. mgr. 9. gr., 1. mgr. 12. gr., 3. mgr. 14. gr. og 2. og 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðherra.

LXVII. KAFLI
Breyting á lögræðislögum, nr. 71/1997.

67. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 5. mgr. 19. gr., 3. mgr. 25. gr., 3. mgr. 26. gr. og 4. mgr. 28. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.

LXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, með síðari breytingum.

68. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðisráðuneytið“ í 4. gr. laganna kemur: Velferðarráðuneytið.

LXIX. KAFLI
Breyting á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði, nr. 139/1998, með síðari breytingum.

69. gr.

 1. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti“ í 7. tölul. 1. mgr. 5. gr. og 9. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 3. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið“ í 11. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 4. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

LXX. KAFLI
Breyting á lögum um starfsréttindi tannsmiða, nr. 109/2000.

70. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

LXXI. KAFLI
Breyting á lögum um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000, með síðari breytingum.

71. gr.

 1. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 17. gr. og 21. gr. laganna kemur: ráðherra.

LXXII. KAFLI
Breyting á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, með síðari breytingum.

72. gr.

 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 7. og 10. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 3. Orðin „félagsmálaráðherra og“ í 2. mgr. 12. gr. laganna falla brott.
 4. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

LXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um geislavarnir, nr. 44/2002.

73. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

LXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003, með síðari breytingum.

74. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í h-lið 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

LXXV. KAFLI
Breyting á lögum um Lýðheilsustöð, nr. 18/2003.

75. gr.

 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 4. gr., 2. mgr. 5. gr. og 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: Ráðherra.

LXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um fullnustu refsinga, nr. 49/2005.

76. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið“ í 22. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytið.

LXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum.

77. gr.

 1. Í stað orðanna „Ráðherra heilbrigðismála“ í 2. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Orðin „sem tilnefndur er af félags- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. 16. gr. laganna falla brott.
 3. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. og 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: ráðherra.

LXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um landlækni, nr. 41/2007, með síðari breytingum.

78. gr.

 1. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðuneytið“ í 5. mgr. 8. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

LXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um Heyrnar- og talmeinastöð, nr. 42/2007, með síðari breytingum.

79. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.

LXXX. KAFLI
Breyting á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008.

80. gr.

 1. Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðuneytis“ í 5. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: velferðarráðuneytis.

LXXXI. KAFLI
Breyting á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum.

81. gr.

 1. Í stað orðsins „Heilbrigðisráðherra“ í 2. og 4. gr. laganna kemur: Velferðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „heilbrigðisráðuneytið“ í 2. mgr. 56. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

II. ÞÁTTUR
Sameining dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í nýtt innanríkisráðuneyti.
3. HLUTI
Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti.
LXXXII. KAFLI
Breyting á lögum um landamerki o.fl., nr. 41/1919, með síðari breytingum.

82. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

LXXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um skipströnd og vogrek, nr. 42/1926, með síðari breytingum.

83. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. gr., 1. mgr. 5. gr., 1. og 2. mgr. 18. gr., 24. gr. og 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 1. og 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. og 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: ráðherra.

LXXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um Strandarkirkju og sandgræðslu í Strandarlandi, nr. 50/1928.

84. gr.

     Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 4. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.

LXXXV. KAFLI
Breyting á lögum um bókasöfn prestakalla, nr. 17/1931.

85. gr.

     Í stað orðsins „kirkjumálaráðuneytið“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.

LXXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um utanfararstyrk presta, nr. 18/1931.

86. gr.

     Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.

LXXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns, nr. 74/1938, með síðari breytingum.

87. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 6. gr. laganna kemur: Ráðherra.

LXXXVIII. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.

88. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. tölul. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 4., 6., 7. og 9. tölul. 6. gr., tvívegis í 62. gr., 65. gr., 97. gr. og 105. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytinu“ í 2. mgr. 69. gr. g laganna kemur: Ráðuneytinu.

LXXXIX. KAFLI
Breyting á landskiptalögum, nr. 46/1941, með síðari breytingum.

89. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.

XC. KAFLI
Breyting á lögum um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, með síðari breytingum.

90. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 4. og 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.

XCI. KAFLI
Breyting á lögum um tilkynningar aðsetursskipta, nr. 73/1952, með síðari breytingum.

91. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 6. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

XCII. KAFLI
Breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, með síðari breytingum.

92. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 2. mgr. 2. gr. a og 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 3. gr., 4. gr., 5. tölul. 9. gr. og C-lið 14. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 5. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 6. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 7. gr., 3. tölul. 9. gr., 1. mgr. 10. gr., 1. og 3. mgr. 12. gr., tvívegis í 1. mgr. 13. gr., 4. tölul. B-liðar 14. gr., 1. og 2. mgr. 15. gr. og 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: ráðherra.
 7. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneyti“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

XCIII. KAFLI
Breyting á lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, nr. 18/1959, með síðari breytingum.

93. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í b-lið 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í d-lið 1. gr. laganna kemur: ráðherra.

XCIV. KAFLI
Breyting á lögum um framsal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, nr. 7/1962, með síðari breytingum.

94. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 1. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 3. tölul. og a-lið 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 9. gr., 14. gr. og 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. og 2. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 5. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 20. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

XCV. KAFLI
Breyting á erfðalögum, nr. 8/1962, með síðari breytingum.

95. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 3. mgr. 43. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 50. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 50. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 4. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 55. gr. laganna kemur: Ráðherra.

XCVI. KAFLI
Breyting á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

96. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 3. tölul. 3. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytis.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 4. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 19. gr. laganna kemur: Ráðherra.

XCVII. KAFLI
Breyting á lögum um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta öðlast gildi ákvæði í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um innheimtu meðlaga, nr. 93/1962.

97. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

XCVIII. KAFLI
Breyting á lögum um landsdóm, nr. 3/1963, með síðari breytingum.

98. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 43. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

XCIX. KAFLI
Breyting á lögum um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, o.fl., nr. 69/1963, með síðari breytingum.

99. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 10. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 14. gr., 16. gr., tvívegis í 20. gr., 26. gr. og 27. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðanna „dómsmálaráðherra Íslands“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 4. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 26. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.

C. KAFLI
Breyting á lögum um hreppstjóra, nr. 32/1965, með síðari breytingum.

100. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 7. gr. og 10. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CI. KAFLI
Breyting á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966, með síðari breytingum.

101. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.

CII. KAFLI
Breyting á lögum um skrásetningu réttinda í loftförum, nr. 21/1966, með síðari breytingum.

102. gr.

 1. Í stað orðsins „flugmálaráðherra“ í 3. tölul. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 14. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „flugmálaráðherra“ tvívegis í 16. gr. og 18. gr. laganna kemur: ráðherra.

CIII. KAFLI
Breyting á lögum um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970.

103. gr.

     Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytinu“ í 23. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.

CIV. KAFLI
Breyting á lögum um getraunir, nr. 59/1972, með síðari breytingum.

104. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 5. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.

CV. KAFLI
Breyting á lögum um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973.

105. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 11. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CVI. KAFLI
Breyting á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973, með síðari breytingum.

106. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í b- og d-lið 1. mgr., 2. mgr. og tvívegis í 3. mgr. 1. gr. og 5. gr. laganna kemur: ráðherra.

CVII. KAFLI
Breyting á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16/1973, með síðari breytingum.

107. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CVIII. KAFLI
Breyting á lögum um norræna vitnaskyldu, nr. 82/1976.

108. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 13. gr. laganna kemur: Ráðherra.

CIX. KAFLI
Breyting á lögum um opinberar fjársafnanir, nr. 5/1977.

109. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 6. og 9. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CX. KAFLI
Breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978, með síðari breytingum.

110. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 3. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 9. gr. og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: Ráðherra.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 10. gr., 2. mgr. 14. gr., tvívegis í 4. mgr. og 5. mgr. 52. gr., 53. gr. og 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: ráðuneytið.

CXI. KAFLI
Breyting á lögum um horfna menn, nr. 44/1981, með síðari breytingum.

111. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneyti“ í 8. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneyti“ í 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CXII. KAFLI
Breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984, með síðari breytingum.

112. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 1. og 2. mgr. 13. gr., tvívegis í 2. mgr. 14. gr., 1. og 6. mgr. 20. gr., 1. mgr. 21. gr., 5. mgr. 22. gr. og 4. mgr. 23. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneyti“ í 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 5. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 17. gr., 2. mgr. 19. gr., 3. og 6. mgr. 22. gr. og 2. og 5. mgr. 23. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 6. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneyti“ í 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 7. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 27. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXIII. KAFLI
Breyting á lögum um talnagetraunir, nr. 26/1986, með síðari breytingum.

113. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 2. gr., 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og 6. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXIV. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum.

114. gr.

 1. Í stað orðsins „kirkjumálaráðherra“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 3. Í stað orðsins „Kirkjumálaráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Ráðherra.

CXV. KAFLI
Breyting á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988, með síðari breytingum.

115. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. og 7. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CXVI. KAFLI
Breyting á lögum um lögreglusamþykktir, nr. 36/1988, með síðari breytingum.

116. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.

CXVII. KAFLI
Breyting á lögum um lögbókandagerðir, nr. 86/1989.

117. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um aðför, nr. 90/1989, með síðari breytingum.

118. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr., 1. mgr. 15. gr., 18. gr. og 1. mgr. 33. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXIX. KAFLI
Breyting á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989, með síðari breytingum.

119. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 4. mgr. 3. gr., 4. gr. og 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CXX. KAFLI
Breyting á lögum vegna aðildar Íslands að Evrópusamningi um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, nr. 15/1990.

120. gr.

     Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.

CXXI. KAFLI
Breyting á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.

121. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXXII. KAFLI
Breyting á lögum um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991.

122. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 3. gr., 2. mgr. 8. gr., 2. og 4. mgr. 9. gr., 132. gr. og 1. mgr. 149. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.

123. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. og 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.

124. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.

CXXV. KAFLI
Breyting á lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, með síðari breytingum.

125. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. 3. gr., 1. og 3. mgr. 4. gr., 1. mgr. 28. gr. og 1. mgr. 65. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum.

126. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 15. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 19. gr. a, 4. mgr. 81. gr., tvívegis í 2. mgr., 3. mgr. og 4. mgr. 125. gr., 1. mgr. 126. gr., 2. mgr. 128. gr. og 1. mgr. 152. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXXVII. KAFLI
Breyting á hjúskaparlögum, nr. 31/1993, með síðari breytingum.

127. gr.

 1. Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 7. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 8. gr., 2. og 3. mgr. 13. gr., 2. og 4. mgr. 17. gr., 1. mgr. 19. gr., 2. mgr. 22. gr., 3. mgr. 24. gr., 2. mgr. 25. gr., 1. mgr. 26. gr., 8. mgr. 42. gr., 2. mgr. 64. gr., 4. mgr. 85. gr., 2. mgr. 115. gr., 2. mgr. 124. gr. og 1. mgr. 133. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneyti“ í 12. gr., 3. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 122. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 4. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytisins“ í 3. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 5. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 3. mgr. 41. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 6. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðherra“ í 1. mgr. 86. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 7. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneyti“ í 2. mgr. 116. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 8. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytis“ í 1. mgr. 132. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, með síðari breytingum.

128. gr.

 1. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 1. mgr. 7. gr., 32. gr., 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 50. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðherra“ í 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 3. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytisins“ í 2. mgr. 14. gr., 15. gr., 3. mgr. 16. gr., 46. gr. og 51. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „Dóms- og kirkjumálaráðherra“ í 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 5. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytis“ í 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 6. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneyti“ í 2. mgr. 31. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 7. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytinu“ í 46. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.

CXXIX. KAFLI
Breyting á skaðabótalögum, nr. 50/1993, með síðari breytingum.

129. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CXXX. KAFLI
Breyting á lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma, nr. 56/1993, með síðari breytingum.

130. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 6. mgr. 2. gr., 1. mgr. 3. gr., 3. mgr. 9. gr., 5. mgr. 22. gr., 2. mgr. 23. gr., 2. mgr. 24. gr., 1. mgr. 25. gr., 26. gr., 1. og 2. mgr. 27. gr., 3. mgr. 32. gr., 34. gr., 1. mgr. 35. gr., 1. og 3. mgr. 38. gr., 1. og 3. mgr. 39. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. og 1. mgr. 45. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 9. gr., 1. mgr. 17. gr., 2. mgr. 19. gr., 4. mgr. 22. gr., 2. mgr. 36. gr. og 2. mgr. 37. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 20. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CXXXI. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjumálasjóð, nr. 138/1993.

131. gr.

     Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.

CXXXII. KAFLI
Breyting á lögum um réttaraðstoð við alþjóðadómstólinn sem fjallar um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu, nr. 49/1994, með síðari breytingum.

132. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. og 3. mgr. 3. gr., 1. mgr. 6. gr., 1. og 2. mgr. 7. gr., 11. gr. og 15. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um söfnunarkassa, nr. 73/1994.

133. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 1. gr., tvívegis í 2. mgr. 2. gr. og 4. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um alferðir, nr. 80/1994, með síðari breytingum.

134. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 16. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXXXV. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

135. gr.

     Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytis“ í a-lið 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytis.

CXXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69/1995.

136. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 13. gr. laganna kemur: Ráðherra.

CXXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995, með síðari breytingum.

137. gr.

     Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CXXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl., nr. 160/1995.

138. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 5. gr. og 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneyti“ í 2. mgr. 21. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 5. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 22. gr. laganna kemur: Ráðherra.

CXXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um mannanöfn, nr. 45/1996, með síðari breytingum.

139. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 9. gr., 4. mgr. 11. gr., 1. og 2. mgr. 13. gr., tvívegis í 3. mgr., tvívegis í 5. mgr. og 6. mgr. 14. gr., 16. gr., 17. gr., 2. mgr. 18. gr., 20. gr., 21. gr., 1. mgr. 25. gr. og 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: ráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 27. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXL. KAFLI
Breyting á lögum um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga, nr. 65/1996.

140. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 2. gr., tvívegis í 3. gr. og 1. og 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 5. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXLI. KAFLI
Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum.

141. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í b-, c-, h-, i- og j-lið 1. mgr., 3. og 5. mgr. 5. gr., 3. mgr. og a-lið 4. mgr. 7. gr., 2. mgr. 9. gr., 3. mgr. 10. gr., 26. gr., 29. gr. a, 5. mgr. 32. gr., 2. mgr. 34. gr., 2. mgr. 37. gr., 3. mgr. 38. gr., 39. gr. og 40. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXLII. KAFLI
Breyting á lögum um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997, með síðari breytingum.

142. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXLIII. KAFLI
Breyting á lögum um helgidagafrið, nr. 32/1997.

143. gr.

     Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðherra“ í 8. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXLIV. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, með síðari breytingum.

144. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CXLV. KAFLI
Breyting á lögum um öryggisþjónustu, nr. 58/1997, með síðari breytingum.

145. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytis.

CXLVI. KAFLI
Breyting á lögræðislögum, nr. 71/1997, með síðari breytingum.

146. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í e-lið 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 3. mgr. 14. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytis.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 6. mgr. 14. gr., 1. mgr. 21. gr., 1. og 3. mgr. 22. gr., 3. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 57. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneyti“ í 4. mgr. 16. gr., 3. mgr. 31. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 57. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 5. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 2. og 3. mgr. 19. gr., 1. mgr. 21. gr., 1. mgr. og fyrirsögn 23. gr., 1. málsl. og fyrirsögn 24. gr. og c-lið 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 6. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í fyrirsögn 22. gr., 1. mgr. 29. gr. og 6. mgr. 31. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 7. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í b-lið 1. mgr. 26. gr., 1. og 2. mgr. 28. gr., 1. mgr. 29. gr., 6. mgr. 31. gr. og 3. mgr. 60. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 8. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 5. mgr. 27. gr., 2. mgr. 43. gr., 4. mgr. 60. gr., 2. mgr. 62. gr., 8. mgr. 63. gr., 6. mgr. 67. gr., 4. mgr. 69. gr., 3. mgr. 70. gr., 2. mgr. 82. gr., 83. gr. og 84. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXLVII. KAFLI
Breyting á lögum um samningsveð, nr. 75/1997.

147. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 4. mgr. 48. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CXLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum.

148. gr.

 1. Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „kirkjumálaráðherra“ í 4. mgr. 21. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 4. Í stað orðsins „kirkjumálaráðherra“ í 1. mgr. 52. gr. laganna kemur: ráðherra.
 5. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytinu“ tvívegis í 2. mgr. 62. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CXLIX. KAFLI
Breyting á lögum um umboðsmann Alþingis, nr. 85/1997, með síðari breytingum.

149. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í d-lið 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CL. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.

150. gr.

 1. Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytið“ í 8. gr., 1. mgr. 42. gr. og 1. og 2. mgr. 46. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í f-lið 1. mgr. 68. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 5. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins“ í 3. mgr. 93. gr. og 3. mgr. 98. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.

CLI. KAFLI
Breyting á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum.

151. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðanna „dómsmálaráðherra “ í 1. mgr. 4. gr., 1.–3. mgr. 4. gr. a, 1. og 2. mgr. 8. gr., 1. mgr. 9. gr., 2. mgr. 11. gr., 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 13. gr., 1. tölul. 1. mgr. 14. gr., 1. og 4. mgr. 16. gr., 1. og 2. mgr. 19. gr., 1.–3. mgr. 20. gr., 1. mgr. 21. gr., 2. mgr. 23. gr., 3., 5. og 6. mgr. 28. gr., 2. mgr. 29. gr., 1. mgr. 30. gr., tvívegis í 1. mgr. 31. gr., 1. mgr. 38. gr. og 42. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 7. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CLII. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998.

152. gr.

     2. mgr. 93. gr. laganna fellur brott.

CLIII. KAFLI
Breyting á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

153. gr.

 1. Orðin „í samráði við dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 78. gr. laganna falla brott.
 2. Í stað orðanna „samgöngu- og dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 78. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Orðin „dómsmála- og“ í 3. mgr. 78. gr. laganna falla brott.
 4. Orðin „að höfðu samráði við dómsmálaráðherra“ í 4. mgr. 78. gr. laganna falla brott.

CLIV. KAFLI
Breyting á áfengislögum, nr. 75/1998, með síðari breytingum.

154. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 5. mgr. 5. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CLV. KAFLI
Breyting á lögum um lögmenn, nr. 77/1998, með síðari breytingum.

155. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 3. gr., 4. og 5. mgr. 6. gr., 1., 2. og 4. mgr. 7. gr., 1. og 2. mgr. 8. gr., 2. og 4. mgr. 9. gr., 1. og 2. mgr. 10. gr., 3. og 4. mgr. 13. gr., 1. mgr. 14. gr., 1. mgr. 15. gr., 1. og 2. mgr. 16. gr., 1. mgr. 17. gr., 3. mgr. 23. gr., 3. mgr. 24. gr., 2. og 3. mgr. 25. gr. og 3. mgr. 29. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 6. mgr. 12. gr., 1. mgr. 14. gr. og 1. og 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CLVI. KAFLI
Breyting á lögum um vegabréf, nr. 136/1998, með síðari breytingum.

156. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 11. gr. laganna kemur: Ráðherra.

CLVII. KAFLI
Breyting á lögum um búnaðarfræðslu, nr. 57/1999.

157. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 18. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999.

158. gr.

 1. Í stað orðanna „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytinu“ í 1. og 3. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr., 2. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 3. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðherra“ í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 4. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytið“ í 1. mgr. 6. gr. og 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CLIX. KAFLI
Breyting á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum.

159. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 9. gr., 1. og 3. mgr. 17. gr., 2. mgr. 20. gr., 1. og 2. mgr. 28. gr., 2. mgr. 30. gr., 2. mgr. 33. gr., 1. og 3. mgr. 34. gr., 2. mgr. 35. gr., 40. gr. og 41. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 4. mgr. 16. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í 27. og 43. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CLX. KAFLI
Breyting á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 16/2000, með síðari breytingum.

160. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í c-lið 11. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 3. mgr. 18. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CLXI. KAFLI
Breyting á lögum um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, nr. 17/2000, með síðari breytingum.

161. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXII. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum.

162. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 69. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 3. og 4. mgr. 19. gr., 2. mgr. 20. gr., 25. gr., 1. og 2. mgr. 38. gr., 1. mgr. 46. gr., 3. mgr. 47. gr., 1. mgr. 50. gr., 1. mgr. 54. gr., 5. mgr. 58. gr., 1. og 2. mgr. 77. gr., f-lið 1. mgr. 91. gr., 1. mgr. 104. gr., 1. mgr. 111. gr., 112. gr., 1. mgr. 115. gr., 118. gr. og a-lið 123. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ tvívegis í 2. mgr. 38. gr., 3. mgr. 44. gr., 45. gr., 1. og 3. mgr. 104. gr., 112. gr. og 118. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 43. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CLXIII. KAFLI
Breyting á lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000, með síðari breytingum.

163. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 20. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CLXIV. KAFLI
Breyting á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000, með síðari breytingum.

164. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 15. gr. og 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: ráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXV. KAFLI
Breyting á lögum um dómtúlka og skjalaþýðendur, nr. 148/2000, með síðari breytingum.

165. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3.–5. mgr. 3. gr. og 1. og 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 7. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CLXVI. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.

166. gr.

 1. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.
 2. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytis“ í 8. mgr. 19. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins“ í 32. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CLXVII. KAFLI
Breyting á lögum um framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn, nr. 43/2001, með síðari breytingum.

167. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 2. gr., 2. mgr. 3. gr. og 10. gr. laganna kemur: ráðherra.

CLXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001, með síðari breytingum.

168. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðherra.

CLXIX. KAFLI
Breyting á lögum um erfðaefnisskrá lögreglu, nr. 88/2001.

169. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytinu“ í a-lið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytinu.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í c-lið 1. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 10. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CLXX. KAFLI
Breyting á lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, nr. 141/2001, með síðari breytingum.

170. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.

CLXXI. KAFLI
Breyting á lögum um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002, með síðari breytingum.

171. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CLXXII. KAFLI
Breyting á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum.

172. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. og 4. mgr. 3. gr., 1.–4. mgr. 4. gr., 1. og 2. mgr. 5. gr., 1., 3. og 7. mgr. 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 1. og 3. mgr. 8. gr., 1. og 2. mgr. 10. gr., 10. gr. a, a-lið 1. mgr. 11. gr., 6. mgr. 12. gr. d, 7. mgr. 15. gr., 3. mgr. 17. gr., 4. mgr. 18. gr., 3. mgr. 20. gr., 2. og 3. mgr. 23. gr., 2. mgr. 26. gr., 1. og 6. mgr. 29. gr., 1. mgr. 33. gr., 3. mgr. 36. gr., 5. mgr. 37. gr., 38. gr., 5. mgr. 39. gr., 2. mgr. 40. gr., 4. mgr. 42. gr., 6. og 7. mgr. 46. gr., 2. og 4. mgr. 48. gr., 1. og 6. mgr. 51. gr. a, 2. mgr. 52. gr., 2. mgr. 53. gr., 1. og 2. mgr. 54. gr., 2. mgr. 55. gr. og 58. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CLXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, með síðari breytingum.

173. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 3. mgr. 20. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn, nr. 43/2003, með síðari breytingum.

174. gr.

 1. Í stað orðanna „dómsmálaráðuneyti, samgönguráðuneyti“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneyti.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CLXXV. KAFLI
Breyting á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum.

175. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 4. mgr. 33. gr., 4. mgr. 76. gr., 1. og 2. mgr. 78. gr., 79. gr. og 4. mgr. 81. gr. laganna kemur: ráðherra.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 4. mgr. 52. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 5. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 5. mgr. 57. gr., 3. mgr. 60. gr. og 4. mgr. 69. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.

CLXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

176. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 3. tölul. A-liðar 30. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.

CLXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004, með síðari breytingum.

177. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 5. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, með síðari breytingum.

178. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 3. gr., 5. gr., 1. mgr. og tvívegis í 3. mgr. 6. gr. og 1. og 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.

CLXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um happdrætti, nr. 38/2005, með síðari breytingum.

179. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytis.
 2. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneyti“ í 10. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CLXXX. KAFLI
Breyting á lögum um fullnustu refsinga, nr. 49/2005.

180. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneytisins“ í 6. mgr. 36. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 61. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 70. gr., 1. mgr. 74. gr., 1. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 80. gr. laganna kemur: ráðherra.

CLXXXI. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, með síðari breytingum.

181. gr.

     Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXXXII. KAFLI
Breyting á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005, með síðari breytingum.

182. gr.

     Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXXXIII. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

183. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 42. gr., 2. mgr. 151. gr., 153. gr. og 5. mgr. 185. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um Landhelgisgæslu Íslands, nr. 52/2006.

184. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CLXXXV. KAFLI
Breyting á lögum um öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum, nr. 53/2006.

185. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: ráðherra.

CLXXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006.

186. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 19. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CLXXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006, með síðari breytingum.

187. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CLXXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006, með síðari breytingum.

188. gr.

 1. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytis“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytis.
 2. Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytis.

CLXXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 56/2007, með síðari breytingum.

189. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXC. KAFLI
Breyting á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007.

190. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXCI. KAFLI
Breyting á varnarmálalögum, nr. 34/2008, með síðari breytingum.

191. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. 8. málsl. 4. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo: Hún skal skipuð fimm einstaklingum og skal forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti tilnefna einn hvert og innanríkisráðuneyti tvo.

CXCII. KAFLI
Breyting á lögum um samræmda neyðarsvörun, nr. 40/2008.

192. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr., 6. gr. og 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 2. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXCIII. KAFLI
Breyting á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum.

193. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðanna „dómsmálaráðherra, samgönguráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 3. 2. og 3. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna verður einn töluliður, svohljóðandi: Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, flugmálastjóri, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, siglingamálastjóri og vegamálastjóri.
 4. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 5. gr., 6. gr., 2. mgr. 8. gr., 3. mgr. 9. gr., 2. og 4. mgr. 12. gr., 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 19. gr., 22. gr., 1. mgr. 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 1.–4. mgr. 34. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXCIV. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.

194. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 19. gr., 1. mgr. 20. gr., 2. mgr. 21. gr., 1. mgr. 22. gr., tvívegis í 1. mgr. 26. gr., 2. mgr. 28. gr., 67. gr., 89. gr., 4. mgr. 93. gr., 2. og 4. mgr. 99. gr., 1. mgr. 148. gr., 1. mgr. 149. gr., 1. mgr. 150. gr., 1. mgr. 151. gr., 226. gr. og 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VII í lögunum kemur: ráðherra.

CXCV. KAFLI
Breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara, nr. 135/2008, með síðari breytingum.

195. gr.

 1. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. og 6. málsl. 1. mgr. 2. gr. og 7. gr. laganna kemur: ráðherra.

CXCVI. KAFLI
Breyting á lögum um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, nr. 142/2008.

196. gr.

     Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXCVII. KAFLI
Breyting á lögum um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun), nr. 12/2010.

197. gr.

 1. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneyti“ í d-lið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneyti.
 2. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytið“ í 2. mgr. 14. gr. og 2. mgr. 20. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CXCVIII. KAFLI
Breyting á lögum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007, nr. 47/2010.

198. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CXCIX. KAFLI
Breyting á lögum um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands, nr. 77/2010.

199. gr.

     Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CC. KAFLI
Breyting á lögum um stjórnlagaþing, nr. 90/2010, með síðari breytingum.

200. gr.

 1. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytisins“ í 3. mgr. 5. gr. og 7. mgr. 8. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 4. mgr. 5. gr., 2. mgr. 8. gr., 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 4. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. mgr. 15. gr. a laganna kemur: ráðherra.

CCI. KAFLI
Breyting á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010.

201. gr.

 1. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytið“ í 4. mgr. 3. gr., 1. og 2. mgr. 5. gr., 2. mgr. 6. gr., 8. gr., 2. og 3. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „Dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 5. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 3. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

4. HLUTI
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
CCII. KAFLI
Breyting á lögum um ráðstafanir til öryggis við siglingar, nr. 56/1932.

202. gr.

 1. Í stað orðanna „atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið“ í 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðanna „Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið“ í 2. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.

CCIII. KAFLI
Breyting á lögum um bryta og matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum, nr. 50/1961.

203. gr.

     Í stað orðsins „Samgöngumálaráðuneytið“ í 6. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.

CCIV. KAFLI
Breyting á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, með síðari breytingum.

204. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðuneytinu“ í 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CCV. KAFLI
Breyting á lögum um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, nr. 7/1975.

205. gr.

     Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CCVI. KAFLI
Breyting á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

206. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 9. gr., 1. og 3. mgr. 19. gr., 214. gr., tvívegis í 232. gr., tvívegis í 3. mgr. 238. gr. a og 243. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 2. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 151. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 4. Í stað orðsins „Samgönguráðuneyti“ í 3. mgr. 227. gr. laganna kemur: Ráðuneytið.
 5. Í stað orðsins „samgönguráðuneytinu“ í 2. mgr. 238. gr. a laganna kemur: ráðuneytinu.
 6. Í stað orðsins „samgönguráðuneyti“ í 242. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CCVII. KAFLI
Breyting á sjómannalögum, nr. 35/1985, með síðari breytingum.

207. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 2. og 5. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 74. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 6. mgr. 6. gr., 2. mgr. 8. gr., 2. mgr. 38. gr., 3. mgr. 41. gr., 56. gr., 3. mgr. 57. gr., 1. mgr. 61. gr., 2. mgr. 62. gr., 5. mgr. 64. gr., 69. gr., tvívegis í 1. mgr. 72. gr., 3. mgr. 77. gr. og 3. mgr. 85. gr. laganna kemur: ráðherra.
 4. Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 2. mgr. 74. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 5. Í stað orðsins „samgönguráðuneytinu“ í 2. mgr. 77. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CCVIII. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum.

208. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í h-lið 1. mgr. 1. gr. a laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCIX. KAFLI
Breyting á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, með síðari breytingum.

209. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. málsl. 4. mgr. og 5. mgr. 7. gr. laganna kemur: Ráðherra.

CCX. KAFLI
Breyting á lögum um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð, nr. 45/1990.

210. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXI. KAFLI
Breyting á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991.

211. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 5. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CCXII. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

212. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 2. málsl. 5. tölul. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.

CCXIII. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

213. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 15. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 16. og 18. gr. laganna kemur: Ráðherra.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 16. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CCXIV. KAFLI
Breyting á lögum um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, nr. 53/1995, með síðari breytingum.

214. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXV. KAFLI
Breyting á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum.

215. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 2. gr., 2.–4. mgr. 3. gr., 3. mgr. 3. gr. a, 4. gr., 1. tölul. 1. mgr. 5. gr., 6. gr. og 8. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXVI. KAFLI
Breyting á lögum um flutninga á skipgengum vatnaleiðum vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, nr. 14/1996.

216. gr.

     Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CCXVII. KAFLI
Breyting á lögum um köfun, nr. 31/1996.

217. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.

218. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.

CCXIX. KAFLI
Breyting á lögum um sjóvarnir, nr. 28/1997.

219. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðuneytis“ í 9. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CCXX. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, með síðari breytingum.

220. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXXI. KAFLI
Breyting á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum.

221. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 21. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.

CCXXII. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.

222. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðuneytið“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. mgr. 73. gr. og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „Samgönguráðuneytið“ í 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: Ráðuneytið.

CCXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.

223. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um búnaðarfræðslu, nr. 57/1999, með síðari breytingum.

224. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 6. tölul. 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXXV. KAFLI
Breyting á lögum um vitamál, nr. 132/1999.

225. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytisins.

CCXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um bílaleigur, nr. 64/2000, með síðari breytingum.

226. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 6. gr., 8. gr. og 10. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um rannsókn sjóslysa, nr. 68/2000, með síðari breytingum.

227. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 3. gr., 4. og 6. mgr. 5. gr., 1. og 3. mgr. 14. gr., 2. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CCXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um brunavarnir, nr. 75/2000.

228. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 39. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001, með síðari breytingum.

229. gr.

     Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. gr., 1. og 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CCXXX. KAFLI
Breyting á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, með síðari breytingum.

230. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 13. tölul. 2. gr. og 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 4. mgr. 7. gr., 13. gr. og 1. og 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXXXI. KAFLI
Breyting á lögum um leigubifreiðar, nr. 134/2001.

231. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ tvívegis í 4. mgr. 2. gr., 1. mgr. 4. gr., 3. mgr. 5. gr., 1. mgr. 8. gr., 3. mgr. 9. gr. og 13. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXXXII. KAFLI
Breyting á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, með síðari breytingum.

232. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 6. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um póstþjónustu, nr. 19/2002, með síðari breytingum.

233. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 4. mgr. 6. gr., 3. mgr. 12. gr., 2. mgr. 18. gr., 5. mgr. 27. gr., 3. mgr. 28. gr., 29. gr., 2. mgr. 33. gr., 34. gr., 35. gr. og 54. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um skipamælingar, nr. 146/2002.

234. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXXXV. KAFLI
Breyting á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003.

235. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í j-lið 1. mgr. 2. gr., 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 13. gr. og 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, með síðari breytingum.

236. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 11. gr., 2. og 3. mgr. 16. gr., 24. gr., 3. mgr. 28. gr. og 3. mgr. 32. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðuneyti“ í 3. mgr. 26. gr. og 2. mgr. 32. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.

CCXXXVII. KAFLI
Breyting á hafnalögum, nr. 61/2003, með síðari breytingum.

237. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 6. gr., 3. mgr. 18. gr., 3. mgr. 24. gr., 1. mgr. 26. gr. og 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, með síðari breytingum.

238. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 2. gr., 5. tölul. 1. mgr. 3. gr., 10. mgr. 5. gr., 1. og 6. mgr. 13. gr., 12. mgr. 14. gr. og 16. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.

239. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3., 6. og 7. mgr. 2. gr., 1. mgr. 4. gr., 3. mgr. 11. gr., 2. mgr. 14. gr., 3. mgr. 15. gr., 3. mgr. 18. gr., 3. mgr. 20. gr., 3. og 7. mgr. 22. gr., 1. og 2. mgr. 23. gr., 5. mgr. 32. gr., 3. mgr. 34. gr., 2. mgr. 35. gr., 4. mgr. 38. gr., 59. gr., 1. mgr. 63. gr., 3. mgr. 66. gr., 67. gr., 5. mgr. 68. gr., 70. gr., 1. og 2. mgr. 72. gr. og 75. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í a-lið 4. mgr. 2. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CCXL. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004, með síðari breytingum.

240. gr.

 1. Orðin „undir yfirstjórn samgönguráðherra“ í 5. mgr. 4. gr. laganna falla brott.
 2. Orðið „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

CCXLI. KAFLI
Breyting á lögum um rannsókn flugslysa, nr. 35/2004, með síðari breytingum.

241. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ tvívegis í 3. mgr. 3. gr., tvívegis í 4. gr., 3. mgr. 7. gr., 5. mgr. 8. gr., 3. mgr. 10. gr., 2. mgr. 23. gr. og 24. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXLII. KAFLI
Breyting á lögum um siglingavernd, nr. 50/2004, með síðari breytingum.

242. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 5. mgr. 4. gr., 6. mgr. 5. gr., 1. mgr. 10. gr., 12. gr. og 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXLIII. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

243. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCXLIV. KAFLI
Breyting á lögum um rannsóknarnefnd umferðarslysa, nr. 24/2005.

244. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 15. gr. og 16. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXLV. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005.

245. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. og 8. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXLVI. KAFLI
Breyting á lögum um Flugmálastjórn Íslands, nr. 100/2006.

246. gr.

 1. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 5. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðuneytis“ í 10. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CCXLVII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, nr. 102/2006.

247. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 3. gr., 1. og 2. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCXLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga, nr. 150/2006, með síðari breytingum.

248. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: innanríkisráðherra.

CCXLIX. KAFLI
Breyting á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, með síðari breytingum.

249. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCL. KAFLI
Breyting á lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006.

250. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCLI. KAFLI
Breyting á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, með síðari breytingum.

251. gr.

 1. Í stað orðanna „samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðanna „samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra“ í 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr., 3. mgr. 7. gr. a, d-lið 4. mgr. 8. gr., 1. mgr. 13. gr., 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: ráðherra.
 3. Í stað orðanna „samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins“ í 17. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

CCLII. KAFLI
Breyting á lögum um íslenska alþjóðlega skipaskrá, nr. 38/2007.

252. gr.

     Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 14. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.

CCLIII. KAFLI
Breyting á vegalögum, nr. 80/2007.

253. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCLIV. KAFLI
Breyting á lögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008, með síðari breytingum.

254. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í c-lið 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.
 3. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ tvívegis í 6. mgr. 2. gr., 1. mgr. og tvívegis í 5. mgr. 3. gr. og tvívegis í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðherra.
 4. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 3. mgr. 3. gr. og tvívegis í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðuneytið.

CCLV. KAFLI
Breyting á lögum um Landeyjahöfn, nr. 66/2008.

255. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. og 1.–3. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCLVI. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl., nr. 76/2008.

256. gr.

 1. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 5. gr., 6. gr., 1. og 3. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 9. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCLVII. KAFLI
Breyting á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008.

257. gr.

 1. 3. málsl. 4. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Auk þess tilnefnir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga einn fulltrúa.
 2. Orðin „að höfðu samráði við samgönguráðherra“ í 1. mgr. 34. gr. laganna falla brott.

CCLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar, nr. 153/2009.

258. gr.

     Í stað orðanna „samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: innanríkisráðherra.

CCLIX. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir, nr. 97/2010.

259. gr.

 1. Í stað orðanna „Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Innanríkisráðherra.
 2. Í stað orðanna „samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra“ í 3. mgr. 3. gr. og 1. og 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðherra.

CCLX. KAFLI
Gildistaka.

260. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2010.