Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. september 2018.  Útgáfa 148c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um ríkisskuldabréf

1924 nr. 51 4. júní


Upphaflega l. 8/1923. Tóku gildi 17. september 1923. Endurútgefin, sbr. 4. gr. l. 24/1924, sem l. 51/1924.
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Þegar lán eru tekin fyrir hönd ríkissjóðs, skal fyrir þeim gefa út skuldabréf á íslensku, með þýðing á eitt eða fleiri útlend mál, þegar ástæða er til þess.
2. gr.
Öll skuldabréfin skulu af sömu gerð. Stjórnin ákveður nafnverð þeirra, vaxtafót og söluverð. Vextir skulu greiddir tvisvar á ári, 1. október og 1. apríl, að hálfu í hvort sinn.
3. gr.
Skuldabréfin skulu gefin út til eigi lengri tíma en 25 ára og með vaxtamiðum fyrir það tímabil, sem ákveðið er, að bréfin megi vera lengst í umferð.
Af skuldabréfum þeim, sem út eru gefin í hvert sinn, skal dregin út (innkölluð) á ári hverju jöfn upphæð í hlutfalli við skuldabréfaupphæðina, sem í umferð er sett, þannig, að skuldabréfin séu öll innkölluð og innleyst í lok þess umferðartíma, sem stjórnin hefur ákveðið, þá er bréfin voru sett í umferð. Stjórninni er þó heimilt að ákveða, að fyrstu 5 árin skuli ekkert dregið út.
Nánari tilhögun um innköllun bréfanna getur ráðherra sett með reglugerð.
4. gr.
Þegar lánsheimild er fyrir hendi, skal stjórnin jafnan sjá um, að almenningur eigi kost á að kaupa skuldabréfin í bönkum, sparisjóðum og á öðrum stöðum, er henta.
5. gr.
Bréfin sjálf og vaxtamiðar þeirra skulu í gjalddaga greidd með ákvæðisverði, án nokkurs frádráttar, stimpilgjalds eða skatts og eru sömuleiðis gjaldgeng í ríkissjóð í hverja greiðslu sem er, svo sem peningar væru.
6. gr.
Bréf og vaxtamiðar, er í gjalddaga eru fallin, greiðast úr ríkissjóði, er einnig getur falið bönkum, hérlendum eða útlendum og öðrum stofnunum, að annast slíkar greiðslur.