Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 10. janúar 2020.  Útgáfa 150a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu

1994 nr. 128 23. nóvember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 25. nóvember 1994. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt með reglugerð að takmarka ráðstöfun síldar til bræðslu ef telja verður slíkt nauðsynlegt til að tryggja hráefni til vinnslu síldar til manneldis.
Með reglugerð skv. 1. mgr. má ákveða að allri síld, sem veidd er eftir tiltekið tímamark, skuli ráðstafað til manneldisvinnslu eða að hvert skip skuli ráðstafa ákveðnu hlutfalli af afla eftir ákveðið tímamark til manneldisvinnslu.
    1)L. 126/2011, 201. gr.
2. gr.
Ráðherra skal leita umsagnar samráðsnefndar Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna, svo og umsagnar samtaka sjómanna, um ráðstöfun síldarafla áður en reglugerð er sett um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu samkvæmt lögum þessum.
Við mat á því hvort takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu sé nauðsynleg skal ráðherra líta annars vegar til þeirra aflaheimilda sem fyrir hendi eru þegar ákvörðun er tekin og hins vegar til gerðra samninga um sölu á frystum eða söltuðum síldarafurðum, sem og söluhorfa á þessum afurðum.
3. gr.
Brot gegn ákvæðum laga þessara eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.