Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2020. Útgáfa 150c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Bjargráðasjóð
2009 nr. 49 21. apríl
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 23. apríl 2009. Breytt með: L. 46/2010 (tóku gildi 29. maí 2010). L. 77/2010 (tóku gildi 1. júlí 2010). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 126/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 1., 2., c-liður 8., 9., 18., r-liður 19., 20., 22.–24., 28., 29., 41., 58., 60. og 61. gr. sem tóku gildi 31. des. 2016, s-liður 19. gr. sem tók gildi 1. apríl 2017 og 10. gr. sem tók gildi 1. sept. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 62. gr.). L. 46/2018 (tóku gildi 1. júlí 2018; um lagaskil sjá 19. gr.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr.
[Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.] 1)
Heimili og varnarþing Bjargráðasjóðs er í Reykjavík.
1)L. 126/2016, 42. gr.
2. gr.
[Ráðherra] 1) skipar þriggja manna stjórn Bjargráðasjóðs til fjögurra ára í senn. … 2)
1)L. 126/2011, 509. gr. 2)L. 126/2016, 43. gr.
3. gr.
[Stjórn sjóðsins hefur á hendi stjórn hans og metur og tekur ákvarðanir um afgreiðslu umsókna og styrkveitinga.] 1)
1)L. 126/2016, 44. gr.
4. gr. … 1)
1)L. 126/2016, 45. gr.
5. gr.
Árlegar tekjur Bjargráðasjóðs eru:
a. … 1)
b. framlag ríkissjóðs … 2) eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum,
c. vextir af fé sjóðsins,
d. aðrar tekjur.
1)L. 126/2016, 46. gr. 2)L. 46/2010, 1. gr.
6. gr. … 1)
1)L. 126/2016, 47. gr.
7. gr.
Framlag ríkissjóðs greiðist með jöfnum, mánaðarlegum greiðslum.
… 1)
1)L. 126/2016, 48. gr.
8. gr.
Hlutverk [Bjargráðasjóðs] 1) er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara:
a. á gjaldskyldum fasteignum samkvæmt skilgreiningu laga um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. lög um [Þjóðskrá Íslands], 2) og girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði,
b. á heyi sem notað er við landbúnaðarframleiðslu,
c. vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Ekki er bætt tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um [Náttúruhamfaratryggingu Íslands]. 3)
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns ef ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður um kennt, eðlilegar varnir ekki verið við hafðar og ef staðsetning hluta er óeðlileg með tilliti til tjónshættu.
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldismannvirkjum og skipasmíðastöðvum.
1)L. 126/2016, 49. gr. 2)L. 77/2010, 5. gr. 3)L. 46/2018, 20. gr.
9. gr. … 1)
1)L. 126/2016, 50. gr.
10. gr.
Fjárhagsaðstoð [Bjargráðasjóðs] 1) er fólgin í veitingu styrkja sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í samræmi við fjárhag og stöðu sjóðsins. Stjórn sjóðsins leggur mat á styrkhæfni tjóns, ákveður styrkhlutfall og eigin áhættu tjónþola í tjóni. Styrkhlutfall og eigin áhættu er stjórn sjóðsins heimilt að ákveða mismunandi eftir búgreinum og tegundum eigna og taka í því efni m.a. mið af tekjuskiptingu sjóðsins og rekstraráhættu hverrar búgreinar. Stjórn sjóðsins er heimilt að setja sér nánari vinnureglur um veitingu styrkja samkvæmt þessari grein.
… 1)
1)L. 126/2016, 51. gr.
11. gr.
Nú er um að tefla almennt bótaskylt tjón í einu byggðarlagi eða fleirum og getur þá stjórn Bjargráðasjóðs skipað nefnd til þess að rannsaka tjónið og gera tillögur til stjórnar sjóðsins um aðstoð vegna þess.
Kostnaður vegna slíkra nefndarstarfa greiðist úr [Bjargráðasjóði]. 1)
1)L. 126/2016, 52. gr.
12. gr.
Ársreikningar sjóðsins skulu fullgerðir fyrir febrúarlok ár hvert. Sjóðstjórn felur löggiltum endurskoðanda að endurskoða reikninga sjóðsins og skal endurskoðun að jafnaði lokið fyrir 30. apríl ár hvert. Endurskoðaðir og samþykktir ársreikningar skulu sendir [ráðherra]. 1)
1)L. 126/2016, 53. gr.
13. gr.
Fé Bjargráðasjóðs, sem ekki hefur verið ráðstafað [skv. 8.–10. gr.], 1) skal ávaxtað með sem tryggustum og hagkvæmustum hætti samkvæmt nánari ákvörðun stjórnarinnar.
[Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast nauðsynleg lán fyrir sjóðinn eða veita honum lán úr ríkissjóði gegn veði í eignum og tekjum sjóðsins. Stjórn sjóðsins er ekki heimilt að taka lán með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings.] 1)
1)L. 126/2016, 54. gr.
14. gr.
Skuldabréf fyrir lánum, sem Bjargráðasjóður tekur samkvæmt ákvæðum laga þessara, skulu undanþegin stimpilgjöldum og ríkisábyrgðargjöldum.
15. gr.
Í reglugerð, sem stjórnin semur og ráðherra staðfestir, skal setja nánari reglur um sjóðinn og starfsemi hans.
16. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. …
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þar sem sveitarfélög koma ekki lengur að fjármögnun og starfsemi Bjargráðasjóðs með gildistöku laga þessara skal fara fram uppgjör á eignum og skuldbindingum sjóðsins í samræmi við ákvæði þetta. Stjórn sjóðsins stýrir uppgjöri á eignum og skuldbindingum sjóðsins og er henni heimilt að afla sérfræðiaðstoðar eftir því sem hún telur þörf á.
Samband íslenskra sveitarfélaga skal hafa forkaupsrétt að fasteign sjóðsins.
Að teknu tilliti til skuldbindinga Bjargráðasjóðs skal greiða úr almennri deild sjóðsins 1/3 af nettóeign sjóðsins í heild sem telst hluti sveitarfélaganna. Eignarhlutur sveitarfélaganna skal renna til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem yfirtekur allar skuldbindingar vegna starfsmanna Bjargráðasjóðs, þar á meðal lífeyrisskuldbindingar.
II.
Réttur sveitarfélaga til styrkja úr sjóðnum fellur niður vegna tjóns sem verður frá og með 1. janúar 2009. Umsóknum vegna slíks tjóns skal skilað til sjóðsins eigi síðar en 30. júlí 2009. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við uppgjör sjóðsins.
Frá og með 1. janúar 2009 fellur niður lögbundin skylda sveitarfélaga til að standa sjóðnum skil á tekjum hans.
Miðað skal við að uppgjöri sjóðsins verði lokið fyrir árslok 2009.
III.
Umboð stjórnar sjóðsins sem skipuð var 29. desember 2006 fellur niður þegar lokið hefur verið við uppgjör á hlut sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði til bráðabirgða I og II. Skal þá ráðherra hafa skipað nýja stjórn í samræmi við ákvæði 2. gr. laganna.
IV.
Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. er stjórn sjóðsins heimilt á árinu 2009 að ráðstafa fjármunum úr almennri deild sjóðsins til að draga úr hættu á uppskerubresti sem gæti leitt af sér óæskilegan samdrátt í búvöruframleiðslu.
Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um þessa sérstöku ráðstöfun, svo sem um skilyrði fyrir úthlutun og hve hárri fjárhæð skal varið til verkefnisins, en gæta skal þess að greiðslur á þessum grundvelli skerði ekki hlut sveitarfélaga í uppgjöri samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I og II.
[V.
Við niðurlagningu búnaðardeildar Bjargráðasjóðs er heimilt að ráðstafa eignum deildarinnar til Bændasamtaka Íslands. Ráðstöfunin er bundin því skilyrði að Bændasamtökin nýti fjármunina í sama tilgangi og áður fólst í hlutverki búnaðardeildar. Ársreikningur Bjargráðasjóðs 2016 skal berast ráðherra og Bændasamtökum Íslands eigi síðar en 1. júlí 2017.] 1)
1)L. 126/2016, 55. gr.