Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 979, 148. löggjafarþing 388. mál: Viðlagatrygging Íslands (heiti stofnunar, einföldun stjórnsýslu o.fl.).
Lög nr. 46 23. maí 2018.
Reikningsár Náttúruhamfaratryggingar Íslands er almanaksárið. Endurskoðaðir ársreikningar skulu birtir á vefsíðu stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðandi endurskoðar reikningsskil Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Tjónþoli skal nota vátryggingarbætur til að gera við húseign sem hefur orðið fyrir tjóni vegna náttúruhamfara eða til að endurbyggja hana. Ef vátryggingarbætur eru hærri en 15% af vátryggingarfjárhæð húseignarinnar eða ef tjónið hefur áhrif á öryggi húseignarinnar eða hollustuhætti skal Náttúruhamfaratrygging Íslands tryggja að vátryggingarbótum sé réttilega varið áður en þær eru greiddar tjónþola.
Náttúruhamfaratryggingu Íslands er heimilt að veita undanþágu frá viðgerðar- og byggingarskyldu skv. 1. mgr. að höfðu samráði við sveitarstjórn að uppfylltu því skilyrði að 15% dragist frá bótafjárhæðinni. Frádrættinum skal ekki beitt ef endurbygging er ekki heimil af skipulagsástæðum eða öðrum ástæðum sem tjónþoli ræður ekki. Hafi ákvörðun verið tekin um að veita undanþágu frá byggingarskyldu og telji Náttúruhamfaratrygging Íslands vátryggingarfjárhæð greinilega hærri en markaðsverð húseignar er stofnuninni heimilt að miða við markaðsverð viðkomandi húseignar.
Verði tjón á húseign og áætlaður viðgerðarkostnaður, að teknu tilliti til aldurs og ástands eignar við tjónsatburð, nemur hærri fjárhæð en helmingi vátryggingarfjárhæðar og sveitarstjórn telur nauðsynlegt vegna hættu á endurteknum vátryggingaratburði að fjarlægja húseignina getur viðkomandi sveitarfélag leyst eignina til sín. Það greiðir þá mismun á áætluðum vátryggingarbótum frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands og vátryggingarfjárhæð eignarinnar.
Stjórn Náttúruhamfaratryggingar Íslands setur reglur um meðferð og afgreiðslu bótamála. Stjórninni er heimilt að fela vátryggingafélögum uppgjör bótakrafna.
Ráðherra skal setja reglugerð um matsmenn og meginreglur um ákvörðun vátryggingarbóta.
Náttúruhamfaratrygging Íslands tekur ákvörðun um greiðsluskyldu og fjárhæð vátryggingarbóta í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga um meðferð mála. Tjónþoli getur kært ákvörðun stofnunarinnar til úrskurðarnefndar náttúruhamfaratryggingar innan 30 daga frá því að honum barst ákvörðunin.
Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar skal skipuð af ráðherra. Fjórir menn skulu eiga sæti í nefndinni. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar og skal hann vera formaður og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar. Annar skal skipaður eftir tilnefningu verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og skal hann hafa sérþekkingu á sviði mannvirkja. Hinir tveir skulu skipaðir án tilnefningar og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, mannvirkja eða tjónamats. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Skipunartími er til þriggja ára. Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir til.
Áhættustýring, endurtrygging og lántökuheimild.
Náttúruhamfaratrygging Íslands skal hafa skilvirkt kerfi áhættustýringar. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um kröfur til áhættustýringar.
Úrskurðarnefnd sem starfað hefur skv. 19. gr. laganna úrskurðar í þeim ágreiningsmálum sem hafa borist til nefndarinnar fyrir gildistöku laga þessara.
Breyting á öðrum lögum.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
Þingskjal 979, 148. löggjafarþing 388. mál: Viðlagatrygging Íslands (heiti stofnunar, einföldun stjórnsýslu o.fl.).
Lög nr. 46 23. maí 2018.
Lög um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum (heiti stofnunar, einföldun stjórnsýslu o.fl.).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:- Í stað orðanna „Viðlagatryggingar Íslands“ í 1. mgr. kemur: Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
- 2. mgr. fellur brott.
2. gr.
Í stað 2. mgr. 3. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Reikningsár Náttúruhamfaratryggingar Íslands er almanaksárið. Endurskoðaðir ársreikningar skulu birtir á vefsíðu stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðandi endurskoðar reikningsskil Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
3. gr.
Í stað orðanna „Viðlagatrygging Íslands“ í 4., 22. og 24. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratrygging Íslands.4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- Í stað orðanna „22. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 20. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.
- Í stað orðsins „viðlagatryggt“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: náttúruhamfaratryggt.
- Í stað orðanna „Viðlagatryggingu Íslands“ í 3. mgr. kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:- Í stað orðsins „viðlagaiðgjald“ í 1. málsl. kemur: náttúruhamfaratryggingariðgjald.
- Í stað orðsins „viðlagatryggður“ í 2. málsl. kemur: náttúruhamfaratryggður.
6. gr.
Í stað orðsins „viðlagatryggja“ í 8. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggja.7. gr.
Í stað orðsins „viðlagatryggðir“ í 9. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggðir.8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:- Í stað „5%“ í 1. málsl. kemur: 2%.
- Í stað „20.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 200.000 kr.
- Í stað „85.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 400.000 kr.
- Í stað „850.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 1.000.000 kr.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:- Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 4. mgr. kemur: náttúruhamfaratryggingu.
- Í stað orðsins „viðlagatryggingum“ í 5. mgr. kemur: náttúruhamfaratryggingu.
10. gr.
Í stað orðsins „viðlagatrygging“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratrygging.11. gr.
14. gr. laganna, ásamt fyrirsögn á undan greininni, fellur brott.12. gr.
15. gr. laganna, ásamt fyrirsögn á undan greininni, Greiðsla vátryggingarbóta, orðast svo:Tjónþoli skal nota vátryggingarbætur til að gera við húseign sem hefur orðið fyrir tjóni vegna náttúruhamfara eða til að endurbyggja hana. Ef vátryggingarbætur eru hærri en 15% af vátryggingarfjárhæð húseignarinnar eða ef tjónið hefur áhrif á öryggi húseignarinnar eða hollustuhætti skal Náttúruhamfaratrygging Íslands tryggja að vátryggingarbótum sé réttilega varið áður en þær eru greiddar tjónþola.
Náttúruhamfaratryggingu Íslands er heimilt að veita undanþágu frá viðgerðar- og byggingarskyldu skv. 1. mgr. að höfðu samráði við sveitarstjórn að uppfylltu því skilyrði að 15% dragist frá bótafjárhæðinni. Frádrættinum skal ekki beitt ef endurbygging er ekki heimil af skipulagsástæðum eða öðrum ástæðum sem tjónþoli ræður ekki. Hafi ákvörðun verið tekin um að veita undanþágu frá byggingarskyldu og telji Náttúruhamfaratrygging Íslands vátryggingarfjárhæð greinilega hærri en markaðsverð húseignar er stofnuninni heimilt að miða við markaðsverð viðkomandi húseignar.
Verði tjón á húseign og áætlaður viðgerðarkostnaður, að teknu tilliti til aldurs og ástands eignar við tjónsatburð, nemur hærri fjárhæð en helmingi vátryggingarfjárhæðar og sveitarstjórn telur nauðsynlegt vegna hættu á endurteknum vátryggingaratburði að fjarlægja húseignina getur viðkomandi sveitarfélag leyst eignina til sín. Það greiðir þá mismun á áætluðum vátryggingarbótum frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands og vátryggingarfjárhæð eignarinnar.
Stjórn Náttúruhamfaratryggingar Íslands setur reglur um meðferð og afgreiðslu bótamála. Stjórninni er heimilt að fela vátryggingafélögum uppgjör bótakrafna.
Ráðherra skal setja reglugerð um matsmenn og meginreglur um ákvörðun vátryggingarbóta.
13. gr.
Í stað orðanna „sbr. 1. og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954, um vátryggingarsamninga“ í 17. gr. laganna kemur: sbr. 48. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga.14. gr.
Í stað orðanna „Viðlagatryggingar Íslands“ í 1. mgr. 18. gr. og 26. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingar Íslands.15. gr.
19. gr. laganna orðast svo:Náttúruhamfaratrygging Íslands tekur ákvörðun um greiðsluskyldu og fjárhæð vátryggingarbóta í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga um meðferð mála. Tjónþoli getur kært ákvörðun stofnunarinnar til úrskurðarnefndar náttúruhamfaratryggingar innan 30 daga frá því að honum barst ákvörðunin.
Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar skal skipuð af ráðherra. Fjórir menn skulu eiga sæti í nefndinni. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar og skal hann vera formaður og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar. Annar skal skipaður eftir tilnefningu verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og skal hann hafa sérþekkingu á sviði mannvirkja. Hinir tveir skulu skipaðir án tilnefningar og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, mannvirkja eða tjónamats. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Skipunartími er til þriggja ára. Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir til.
16. gr.
Á undan 20. gr. laganna kemur ný grein, 19. gr. a, svohljóðandi, og jafnframt orðast fyrirsögn á undan greininni svo:17. gr.
Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 24. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.18. gr.
Heiti laganna verður: Lög um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.19. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2018.Úrskurðarnefnd sem starfað hefur skv. 19. gr. laganna úrskurðar í þeim ágreiningsmálum sem hafa borist til nefndarinnar fyrir gildistöku laga þessara.
20. gr.
- Lög um brunatryggingar, nr. 48/1994, með síðari breytingum: Í stað orðsins „viðlagatryggingariðgjald“ tvívegis í 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingariðgjald.
- Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, með síðari breytingum:
- Í stað orðanna „Viðlagatryggingar Íslands“ í 1. tölul. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
- Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 2. og 3. málsl. 1. tölul. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.
- Lög um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, nr. 62/1997, með síðari breytingum:
- Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
- Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.
- Lög um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði, nr. 12/2003, með síðari breytingum:
- Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
- Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.
- Lög um Bjargráðasjóð, nr. 49/2009, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
- Lög um heimild til samninga um álver í Helguvík, nr. 51/2009, með síðari breytingum:
- Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
- Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.
- Lög um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ, nr. 57/2010, með síðari breytingum:
- Í stað orðanna „laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands“ í 2. málsl. 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
- Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 3. málsl. 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.
- Lög um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Viðlagatrygging“ í 1. mgr. 50. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratrygging.
- Lög um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, nr. 41/2015, með síðari breytingum:
- Í stað orðanna „Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992“ í 4. tölul. 10. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
- Í stað orðsins „viðlagatryggingu“ í 4. tölul. 10. gr. laganna kemur: náttúruhamfaratryggingu.
- Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Viðlagatryggingu Íslands“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Samþykkt á Alþingi 9. maí 2018.