Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um fjarskiptasjóð1)

2005 nr. 132 20. desember


    1)Lögin falla úr gildi í árslok árið 2022 skv. 9. gr., sbr. l. 96/2017, 47. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. desember 2005. Breytt með: L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 179/2011 (tóku gildi 30. des. 2011). L. 126/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 1., 2., c-liður 8., 9., 18., r-liður 19., 20., 22.–24., 28., 29., 41., 58., 60. og 61. gr. sem tóku gildi 31. des. 2016, s-liður 19. gr. sem tók gildi 1. apríl 2017 og 10. gr. sem tók gildi 1. sept. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 62. gr.). L. 96/2017 (tóku gildi 31. des. 2017 nema 1., 11., 13., 14., 17.–27., 31.–35. og 38.–46. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 49. gr.). L. 53/2018 (tóku gildi 22. júní 2018).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. Fjarskiptasjóður.
Stofna skal sérstakan sjóð, fjarskiptasjóð, sem hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála á grundvelli fjarskiptaáætlunar. Sjóðurinn er eign ríkisins. Varsla hans og dagleg umsýsla heyrir undir [ráðuneytið]. 1)
    1)L. 126/2011, 411. gr.
2. gr. Hlutverk.
Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun, og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum.
3. gr. Stjórn.
[Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn fjarskiptasjóðs, þar af formann og varaformann, auk varamanna. Skipunin gildir til þriggja ára í senn.] 1)
Stjórn sjóðsins skal hafa yfirumsjón með fjármálum fjarskiptasjóðs í samræmi við hlutverk sjóðsins. Stjórn sjóðsins [skal] 2) skila skýrslu um starfsemi sjóðsins til [ráðherra] 3) sem leggur hana fyrir Alþingi til upplýsingar.
    1)L. 179/2011, 1. gr. 2)L. 53/2018, 12. gr. 3)L. 162/2010, 245. gr.
4. gr. Fjármögnun verkefna.
Stjórnin ákveður framlög úr sjóðnum í samræmi við hlutverk sitt og fjarskiptaáætlun og semur greiðsluáætlun þar um innan heimilda fjárlaga. Stjórnin getur sett nánari reglur um framkvæmd einstakra verkefna, þar á meðal um faglegt eftirlit með verkefnum og framvindu þeirra. Stjórnin getur ákveðið tilfærslu fjármuna milli ára og/eða einstakra verkefna ef nauðsyn krefur.
5. gr. Umsýsla og eftirlit.
Þeir sem fá úthlutað fé úr fjarskiptasjóði skulu gera grein fyrir framvindu verkefna og ráðstöfun fjár samkvæmt nánari reglum sjóðstjórnar.
[Ríkisendurskoðun annast árlega endurskoðun reikninga sjóðsins.] 1)
    1)L. 179/2011, 2. gr.
6. gr. Tekjur.
Tekjur fjarskiptasjóðs eru framlag úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun Alþingis og tekjur af ávöxtun fjármuna sjóðsins.
[Tekjur ríkissjóðs sem til eru komnar vegna gjalda fyrir afnot af tíðnum, sem lögð eru á samkvæmt heimild í lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, skulu renna í fjarskiptasjóð.] 1)
    1)L. 179/2011, 3. gr.
7. gr. Kostnaður af rekstri.
Fjarskiptasjóður ber allan kostnað af starfsemi sinni … 1)
    1)L. 179/2011, 4. gr.
8. gr. Reglugerðarheimild.
[Ráðherra] 1) er heimilt að kveða nánar á um skipulag sjóðsins og framkvæmd laga þessara með reglugerð. 2)
    1)L. 162/2010, 245. gr. 2)Rg. 870/2014.
9. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi. [Lög þessi falla úr gildi í árslok árið [2022], 1) inneign sjóðsins eftir uppgjör verkefna við þau tímamót rennur í ríkissjóð.] 2)
    1)L. 96/2017, 47. gr. 2)L. 179/2011, 5. gr.