Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Þróunarsjóð fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland
1987 nr. 4 19. febrúar
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 17. september 1987. Breytt með: L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005).
1. gr.
Stofna skal Þróunarsjóð fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland (hin vestlægu Norðurlönd) samkvæmt samningi milli ríkisstjórna Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og landsstjórna Færeyja og Grænlands sem undirritaður var á Höfn í Hornafirði hinn 19. ágúst 1986.
2. gr.
Sjóðurinn skal undanþeginn ákvæðum laga nr. 63/1979, um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, 1) svo og annarra laga er setja kunna hömlur á greiðslur í erlendum gjaldeyri, gjaldeyrisviðskipti eða heimildir til lántöku erlendis, að svo miklu leyti sem slík ákvæði hindra eða torvelda starfsemi sjóðsins eða efndir skuldbindinga hans.
1)Nú l. 87/1992.
3. gr.
Sjóðurinn skal vera undanþeginn aðstöðugjaldi, landsútsvari, [tekjuskatti], 1) svo og öðrum gjöldum sem lögð kunna að vera á tekjur, eignir eða veltu til ríkis eða sveitarfélaga.
1)L. 129/2004, 50. gr.
4. gr.
Lánssamningar, sem sjóðurinn er aðili að, skulu vera undanþegnir stimpilgjöldum og öðrum gjöldum til hins opinbera.
5. gr.
Lög þessi öðlast gildi um leið og samningur um stofnun Þróunarsjóðs fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland (hin vestlægu Norðurlönd). 1)
1)Sbr. augl. C 2/1987 og C 17/1987.