Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 678, 131. löggjafarþing 351. mál: tekjuskattur og eignarskattur (skatthlutfall, afnám eignarskatts o.fl.).
Lög nr. 129 21. desember 2004.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og fleiri lögum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Orðin „og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru“ í 1. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Orðin „og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru“ í 1. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     9. tölul. 3. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Í stað orðanna „Þessir aðilar greiða hvorki tekjuskatt né eignarskatt“ í 1. málsl. 4. gr. laganna kemur: Þessir aðilar greiða ekki tekjuskatt.

5. gr.

     Orðin „og eignarskattur“ í 5. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     Í stað orðsins „skattskyld“ í 3. málsl. 2. mgr. 19. gr. laganna kemur: framtalsskyld.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
 1. Orðin „og eignarskattur af sameiginlegum eignarskattsstofni“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
 2. Orðin „og eignarskatt“ í 2. málsl. 3. mgr. falla brott.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
 1. Í stað hlutfallstölunnar „25,75%“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 21,75%.
 2. Í stað „93.325“ í 2. mgr. kemur: 100.745.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 67. gr. laganna:
 1. Í stað „329.948“ í 1. mgr. A-liðar kemur: 356.180.
 2. Orðin „og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu eignarskatts hans á álagningarárinu“ í 1. málsl. 2. mgr. A-liðar falla brott.
 3. Orðin „og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu eignarskatts hans á álagningarárinu“ í 3. málsl. 2. mgr. A-liðar falla brott.
 4. Í stað „746“ í 1. málsl. 4. mgr. B-liðar kemur: 768.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
 1. Í stað „36.308“ í 3. mgr. A-liðar kemur: 56.096.
 2. Í stað „123.254“, „146.713“, „205.288“, „210.584“, „1.444.139“ og „722.070“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 139.647, 166.226, 232.591, 238.592, 2.231.195, og: 1.115.598.
 3. Í stað „3%“, „7%“ og „9%“ í 5. málsl. 4. mgr. A-liðar kemur: 2%, 6%, og: 8%.
 4. Í stað „5,5%“ í 1. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 5%.
 5. Í stað „480.371“, „630.626“ og „780.878“ í 3. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 494.782, 649.544, og: 804.304.
 6. Í stað „3.613.148“, „5.989.414“, „164.603“, „211.691“, „272.206“ og „600“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 3.721.542, 6.169.097, 169.541, 218.042, 280.372, og: 618.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Til skattskyldra eigna skal telja“ kemur: Framtalsskyldar eignir eru.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Framtalsskyldar eignir.


12. gr.

     Í stað orðsins „skattskyldra“ í 1. málsl. 73. gr. laganna kemur: framtalsskyldra.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 75. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á framtali skal gera grein fyrir skuldum skattaðila.
 2. Orðin „eða hreina eign“ í 4. málsl. 1. mgr. falla brott.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Til skulda aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis telja skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi.
 5. 3. mgr. orðast svo:
 6.      Til skulda aðila sem um ræðir í 5.–8. tölul. 3. gr. má einungis telja skuldir sem á eignum þessum hvíla.
 7. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skuldir.


14. gr.

     76. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

     77. gr. laganna fellur brott.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. laganna:
 1. 1. málsl. orðast svo: Framtalsskyldar eignir og skuldir skal miða við eignir og skuldir skattaðila í árslok.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tímaviðmiðun framtalsskyldu.


17. gr.

     79. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 80. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., svo og karl og kona sem óskað hafa samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. og einstaklingar í staðfestri samvist, skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni.
 3. 2. og 3. mgr. falla brott.


19. gr.

     2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 81. gr. laganna falla brott.

20. gr.

     Í stað „4.838.000“ hvarvetna í 82. og 83. gr. laganna kemur: 4.983.140.

21. gr.

     Fyrirsögn VII. kafla laganna verður: Eignir og skuldir.

22. gr.

     Í stað orðanna „Tekju- og eignarskattur“ í 1. mgr. 85. gr. laganna kemur: Tekjuskattur.

23. gr.

     5. málsl. 3. mgr. 91. gr. laganna fellur brott.

24. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 95. gr. laganna falla brott.

25. gr.

     Við 97. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fari fram rannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá ríkislögreglustjóra á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 98. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verður 4. málsl., svohljóðandi: Hafi skattaðili annað reikningsár en almanaksárið skal skattstjóri í stað auglýsingar skv. 3. málsl. senda honum tilkynningu um álagninguna með ábyrgðarbréfi og birta álagninguna í næstu útgáfu á álagningar- og skattskrá.
 2. Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.


27. gr.

     Orðin „eða eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 109. gr. laganna falla brott.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Tekjuskattur af öðrum tekjum en launatekjum, sbr. þó 4. mgr. þessarar greinar, og eignarskattur hvers gjaldanda“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Tekjuskattur af öðrum tekjum en launatekjum hvers gjaldanda, sbr. þó 4. mgr.
 2. Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti“ í 7. mgr. kemur: tekjuskatti.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 113. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „tekju- eða eignarskatts“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: tekjuskatts.
 2. Orðin „og eignarskatti“ í 2. mgr. falla brott.


30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 119. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á sköttum erlendra og íslenskra skattaðila sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis.
 3. Orðin „og eignir“, „og eignum“ og „og eignarskatt“ í 5. mgr. falla brott.


31. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um tekjuskatt.

32. gr.

     Við lögin bætast fjögur ný ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     
     a. (XII.)
     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
 1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur reiknast 25,75% af tekjuskattsstofni.
 2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur reiknast 24,75% af tekjuskattsstofni.
 3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur reiknast 23,75% af tekjuskattsstofni.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og við álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
 1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 93.325 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
 2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 96.125 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
 3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 98.528 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.

     
     b. (XIII.)
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., vera með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
 1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal persónuafsláttur manna vera 329.948 kr.
 2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal persónuafsláttur manna vera 339.846 kr.
 3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal persónuafsláttur manna vera 348.343 kr.

     
     c. (XIV.)
 1. Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarfjárhæð, sem þar er tilgreind, vera 37.397 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 46.747 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.
 2. Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera: 126.952, 151.114, 211.447, 216.902, 1.487.463 og 743.732 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 139.647, 166.226, 232.591, 238.592, 1.859.329 og 929.665 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.

     
     d. (XV.)
     Vaxtabætur við álagningu á árinu 2005 vegna vaxtagjalda á árinu 2004 skulu vera 95% af vaxtabótum útreiknuðum skv. B-lið 68. gr. laganna.
     
     e. (XVI.)
     Ákvæði 82. og 83. gr. laganna falla brott 31. desember 2005.

II. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.

33. gr.

     Í stað orðanna „107. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 262. gr. laganna kemur: 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1959, um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, með síðari breytingum.

34. gr.

     Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 2. gr. laganna falla brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/1962, um þjóðskrá og almannaskráningu, með síðari breytingum.

35. gr.

     Í stað orðanna „tekju- og eignarskattur“ í 1. málsl. 13. gr. laganna kemur: tekjuskattur.

36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „tekju- og eignarskattur“ kemur: tekjuskattur.
 2. Í stað orðanna „1. málsl. 1. mgr. í 32. gr. laga nr. 46/1954, um tekju- og eignarskatt“ kemur: 1. málsl. 1. mgr. 89. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/1968, um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands.

37. gr.

     Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti, aðstöðugjaldi“ í 5. gr. laganna kemur: tekjuskatti.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 59/1972, um getraunir, með síðari breytingum.

38. gr.

     Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 2. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 13/1973, um Happdrætti Háskóla Íslands, með síðari breytingum.

39. gr.

     Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári sem þeir falla“ í 4. gr. laganna falla brott.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 16/1973, um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, með síðari breytingum.

40. gr.

     Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári, sem þeir falla“ í 4. gr. laganna falla brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, með síðari breytingum.

41. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 1. og 2. mgr. og 1. tölul. 3. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.

42. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. laganna falla brott.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 65/1982, um skattskyldu lánastofnana, með síðari breytingum.

43. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „og eignarskatt af öllum eignum sínum hvar sem þær eru, í samræmi við ákvæði laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. mgr. kemur: í samræmi við ákvæði laga um tekjuskatt.
 2. Í stað „laga nr. 75/1981“ í 4. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


44. gr.

     Orðin „og eigna“ og „og eignir“ í 2. gr. laganna falla brott.

45. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað „2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 31. gr. og 2. og 3. málsl. 5. tölul. 74. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. kemur: 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 31. gr. og 2. og 3. málsl. 5. tölul. 73. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað „eignarskattsstofni“ í 2. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: eignum og skuldum.


46. gr.

     5. gr. laganna fellur brott.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.

47. gr.

     Orðið „eignarskatti“ í 1. málsl. 16. gr. laganna fellur brott.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististaði, með síðari breytingum.

48. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 3. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 26/1986, um talnagetraunir, með síðari breytingum.

49. gr.

     Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári sem þeir falla“ í 2. mgr. 4. gr. laganna falla brott.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1987, um Þróunarsjóð fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland.

50. gr.

     Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti“ í 3. gr. laganna kemur: tekjuskatti.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

51. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. A-liðar kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „71. gr. þeirra laga“ í 2. málsl. A-liðar kemur: 70. gr. þeirra laga.


52. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. málsl. 2. tölul. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Orðin „og eignarskatt“ í 6. tölul. falla brott.


53. gr.

     Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2., 3. og 6. tölul. 5. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

54. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „59. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 58. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „59. gr. sömu laga“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 58. gr. sömu laga.
 4. Í stað orðanna „59. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 58. gr. laga nr. 90/2003.


55. gr.

     Í stað orðanna „71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

56. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 1. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

57. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðanna „71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 4. mgr. kemur: 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Orðin „og eignarskatt“ í 4. mgr. falla brott.


58. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 10. gr. laganna falla brott.

59. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Orðin „og eignarskatt“ í 3. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðanna „71. gr. þeirra laga“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 70. gr. þeirra laga.


60. gr.

     Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 3. mgr. 12. gr. laganna kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

61. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „63. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


62. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „116. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. kemur: 118. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. og 4. mgr. kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


63. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „65. gr. og 2. mgr. 67. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ kemur: 64. gr. og 2. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


64. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „109. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 111. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 6. mgr. kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


65. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


66. gr.

     Í stað orðanna „86. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 33. gr. laganna kemur: 85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

67. gr.

     Í stað orðanna „ 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 34. gr. laganna kemur: 122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

68. gr.

     Í stað orðanna „114. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. 35. gr. laganna kemur: 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

69. gr.

     Í stað orðanna „114. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

70. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 1. mgr. 37. gr. laganna falla brott.

71. gr.

     Í stað orðanna „121. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna kemur: 122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XVII. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

72. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 3. málsl. 30. gr. laganna falla brott.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.

73. gr.

     Í stað orðanna „ laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, sbr. lög nr. 49/1987“ í 1. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

74. gr.

     Í stað orðanna „ lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

75. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 4. málsl. 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

76. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

77. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 1. mgr. 41. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

78. gr.

     Í stað orðanna „ lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 5. mgr. 49. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/1988, um Listasafn Íslands, með síðari breytingum.

79. gr.

     Orðin „og eignarskatt, nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 5. málsl. 11. gr. laganna falla brott.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/1989, um norrænan þróunarsjóð.

80. gr.

     Í stað orðanna „tekjuskatti og eignarskatti“ í 3. gr. laganna kemur: og tekjuskatti.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

81. gr.

     Í stað orðanna „ 56. og 57. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: 51. og 53. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 102/1990, um norrænt fjármögnunarfélag á sviði umhverfisverndar.

82. gr.

     Í stað orðanna „tekjuskatti og eignarskatti“ í 3. gr. laganna kemur: og tekjuskatti.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

83. gr.

     Í stað orðanna „ lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

84. gr.

     Í stað orðanna „2. mgr. 2. tölul. 71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: 2. mgr. 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

85. gr.

     Orðin „og eignarskatts“ í 2. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

86. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, sbr. 59. gr. þeirra laga“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.


87. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 5. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


88. gr.

     Í stað orðanna „2. mgr. 112. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: 2. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

89. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 14. gr. laganna kemur: laga um tekjuskatt.

90. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað „30.000“ og „360.000“ í 1. mgr. kemur: 42.000, og: 504.000.
 2. Í stað „360.000“ í 2. mgr. kemur: 504.000.
 3. 3. mgr. fellur brott.


91. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 17. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög, með síðari breytingum.

92. gr.

     Orðin „og eignarskatti“ í 6. mgr. 2. gr. a laganna falla brott.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.

93. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Orðin „og eignarskatt“ í 1. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðanna „107., sbr. 108. gr., laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. mgr. kemur: 109., sbr. 110. gr., laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


94. gr.

     Í stað orðanna „86. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: 85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

95. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

96. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 13. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands, með síðari breytingum.

97. gr.

     Orðin „og eignarskatts“ í 22. gr. laganna falla brott.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

98. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


99. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 55. gr. laganna:
 1. Orðin „og eignarskatti“ falla brott.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, með síðari breytingum“ kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


100. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 56. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

101. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. mgr. 17. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, með síðari breytingum.

102. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 3. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

XXX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 73/1994, um söfnunarkassa.

103. gr.

     Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári sem þeir falla“ í 3. gr. laganna falla brott.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.

104. gr.

     Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 19. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

105. gr.

     Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. og 3. mgr. 20. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

106. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „1. og 3. tölul. 62. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. kemur: 1. og 3. tölul. 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „62.–65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. kemur: 61.–64. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: 65. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


107. gr.

     Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 22. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

108. gr.

     Í stað orðanna „2. og 3. mgr. 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: 2. og 3. mgr. 64. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

109. gr.

     Í stað orðanna „1. mgr. 66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: 1. mgr. 65. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

110. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „4. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: 4. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „1.–3. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 4. mgr. kemur: 1.–3. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 4. Í stað orðanna „7. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 6. mgr. kemur: 7. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


111. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „2. mgr. 121. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 2. mgr. 122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Orðin „og eignarskatt“ í 2. málsl. 4. mgr. falla brott.


112. gr.

     Í stað orðanna „114. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 30. gr. laganna kemur: 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

113. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, með síðari breytingum.

114. gr.

     Í stað orðanna „ lög um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981“ í 1. málsl. 16. gr. laganna kemur: lög nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.

115. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

116. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

117. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

118. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 4. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


119. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 5. mgr. 9. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

120. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 61/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, með síðari breytingum.

121. gr.

     Orðin „og eignarskatti“ í 1. málsl. 17. gr. laganna falla brott.

XXXV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 62/1997, um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum.

122. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „2. tölul. 71. gr. laga nr. 75/1981“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 4. Í stað orðanna „32. og 38. gr. laga nr. 75/1981“ í c-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 33. og 37. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 5. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í d-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 6. 2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
 7. Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: lögum um tekjuskatt.
 8. Í stað orðanna „33. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 5. tölul. 1. mgr. kemur: 34. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 9. Í stað orðanna „34. og 45. gr. laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 5. tölul. 1. mgr. kemur: 35. og 42. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


123. gr.

     Í stað orðanna „ 10., 36. og 53. gr. laga nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 3. málsl. 7. gr. laganna kemur: 12. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, með síðari breytingum.

124. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

125. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. og 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 6. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


XXXVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

126. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 59. gr. þeirra laga“ í 6. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.


127. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 4. mgr. 6. gr. laganna falla brott.

XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 138/1997, um húsaleigubætur, með síðari breytingum.

128. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „73. og 76. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 72. og 75. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


129. gr.

     Í stað orðanna „ lögum nr. 75/1981“ í 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXIX. KAFLI
Breyting á áfengislögum, nr. 75/1998, með síðari breytingum.

130. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna falla brott.

XL. KAFLI
Breyting á lögum nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda.

131. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 59. gr. þeirra laga“ í 6. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.


XLI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.

132. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XLII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, með síðari breytingum.

133. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

XLIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, með síðari breytingum.

134. gr.

     Orðin „og eignarskatti“ og „og eignarskatt“ í 1. mgr. 17. gr. laganna falla brott.

135. gr.

     Orðin „og eignarskatti“ og „og eignarskatt“ í 1. málsl. 6. mgr. 19. gr. laganna falla brott.

XLIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

136. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „A-lið 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.


137. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 26. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XLV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 82/2000, um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna.

138. gr.

     Í stað orðanna „tekju- og eignarskattsfrelsis“ í 4. málsl. 11. gr. laganna kemur: tekjuskattsfrelsis.

XLVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum, sbr. 6. gr. laga nr. 90/2004.

139. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 3. og 4. mgr. 15. gr. a laganna falla brott.

XLVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

140. gr.

     Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti“ og „tekju- og eignarskatt“ í 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: tekjuskatti, og: tekjuskatt.

XLVIII. KAFLI
Breyting á safnalögum, nr. 106/2001, með síðari breytingum.

141. gr.

     Orðin „og eignarskatt, nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 2. málsl. 6. gr. laganna falla brott.

XLIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 19/2002, um póstþjónustu, með síðari breytingum.

142. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 4. mgr. 28. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

L. KAFLI
Breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.

143. gr.

     Orðin „og eignarskatti“ í 3. málsl. 4. mgr. 76. gr. laganna falla brott.

LI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 12/2003, um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði.

144. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 2. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í a- og b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 3. Í stað orðanna „32. og 38. gr. laga nr. 75/1981“ í c-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 33. og 37. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 4. 2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
 5. Í stað orðanna „33. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 4. tölul. 1. mgr. kemur: 34. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 6. Í stað orðanna „34. og 45. gr. laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 4. tölul. 1. mgr. kemur: 35. og 42. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 7. Í stað orðanna „2. tölul. 71. gr. laga nr. 75/1981“ í 10. tölul. 1. mgr. kemur: 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 8. Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


145. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 3. málsl. 7. gr. laganna kemur: laga um tekjuskatt.

LII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti.

146. gr.

     Í stað orðanna „ laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 5. mgr. 22. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

LIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa.

147. gr.

     Í stað orðanna „ laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981“ í 4. mgr. 23. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

LIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingu.

148. gr.

     Orðin „og eignarskatt“ í 3. mgr. 1. gr., 6. mgr. 16. gr. og 19. gr. laganna falla brott.

LV. KAFLI
Gildistaka.

149. gr.

     Ákvæði laga þessara öðlast gildi og koma til framkvæmda eins og kveðið er á um í þessari grein.
     Ákvæði 8. gr. og a-liðar 9. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007 og við staðgreiðslu opinberra gjalda á því ári.
     Ákvæði d-liðar 9. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2006 og við staðgreiðslu á árinu 2005.
     Ákvæði 1.–7. gr., b- og c-liðar 9. gr., 11.–19. gr., 21.–24. gr., b-liðar 26. gr., 27.–31. gr. og 33.–148. gr. öðlast gildi 31. desember 2005.
     Ákvæði a- og b-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta á árinu 2007 vegna tekna á árinu 2006.
     Ákvæði c-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2007 og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta á því ári vegna tekna á árinu 2006.
     Ákvæði d-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og kemur til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2006 vegna vaxtagjalda og tekna á árinu 2005 og eigna og skulda í lok þess árs.
     Ákvæði e- og f-liðar 10. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2005 vegna vaxtagjalda og tekna á árinu 2004 og eigna og skulda í lok þess árs.
     Ákvæði 20. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu eignarskatts á árinu 2005 vegna eigna í árslok 2004.
     Ákvæði 25. gr. og a-liðar 26. gr. öðlast þegar gildi.
     Ákvæði til bráðabirgða í 32. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins og þar greinir.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 2004.