Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um námsgögn

2007 nr. 71 28. mars


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 5. apríl 2007. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 180/2011 (tóku gildi 30. des. 2011). L. 56/2014 (tóku gildi 4. júní 2014). L. 72/2015 (tóku gildi 21. júlí 2015). L. 91/2015 (tóku gildi 5. ágúst 2015 nema 1. og 4.–7. gr. sem tóku gildi 1. júlí 2015). L. 78/2016 (tóku gildi 1. júlí 2016).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við mennta- og barnamálaráðherra eða mennta- og barnamálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Markmið og skipulag.
1. gr.
Markmið laga þessara er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
Í lögum þessum er kveðið á um ábyrgð og stuðning ríkisins við þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og um öflun námsgagna fyrir grunnskóla.
2. gr.
Ábyrgð og stuðningur ríkisins skv. 1. gr. felur í sér eftirfarandi:
    a.1)
    b. fjárframlög til námsgagnasjóðs, sem úthlutar fé til grunnskóla til kaupa á námsgögnum, sbr. III. kafla laga þessara,
    c. fjárframlög til þróunarsjóðs námsgagna, sem styrkir nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, sbr. IV. kafla laga þessara.
    1)L. 91/2015, 9. gr.

II. kafli. 1)
    1)L. 91/2015, 9. gr. Þar er ekki kveðið á um að fyrirsögn kaflans „Námsgagnastofnun“ falli brott en brottfall allra ákvæða kaflans felur það í sér að hún á ekki lengur við.
3.–5. gr.1)
    1)L. 91/2015, 9. gr.

III. kafli. Námsgagnasjóður.
6. gr.
Hlutverk námsgagnasjóðs er að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn. Framlag til námsgagnasjóðs er ákveðið í fjárlögum ár hvert.
[Ráðherra] 1) skipar námsgagnasjóði þriggja manna stjórn til fjögurra ára í senn. Skal einn stjórnarmaður tilnefndur af Kennarasambandi Íslands og einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. [Ráðherra] 1) skipar einn stjórnarmann án tilnefningar og skal hann vera formaður en varaformaður skal skipaður úr hópi tilnefndra aðalmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Stjórn námsgagnasjóðs ákveður skiptingu fjármuna milli grunnskóla til námsgagnakaupa. Hlutdeild hvers skóla ræðst af nemendafjölda en heimilt er að ívilna fámennum skólum. [Ráðherra] 1) setur sjóðnum úthlutunarreglur 2) þar sem m.a. er kveðið á um skilyrði fyrir úthlutun. Sjóðstjórn hefur eftirlit með að farið sé að úthlutunarreglum.
Ákvarðanir sjóðstjórnar um úthlutanir eru endanlegar og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.
[Ráðuneytið] 1) annast umsýslu sjóðsins og ber ábyrgð á henni. Umsýslukostnaður skal greiddur af ráðstöfunarfé sjóðsins.
    1)L. 126/2011, 460. gr. 2)Rgl.899/2016.

IV. kafli. Þróunarsjóður námsgagna.
7. gr.
Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í samræmi við markmið 1. gr. Framlag til þróunarsjóðs er ákveðið í fjárlögum ár hvert.
[Ráðherra] 1) skipar þróunarsjóði námsgagna fimm manna stjórn til fjögurra ára í senn. Skulu tveir stjórnarmenn tilnefndir af Kennarasambandi Íslands, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn af Félagi íslenskra framhaldsskóla. [Ráðherra] 1) skipar einn stjórnarmann án tilnefningar og skal hann vera formaður en varaformaður skal skipaður úr hópi tilnefndra aðalmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Stjórn þróunarsjóðs námsgagna ákveður skiptingu á fjárveitingu sjóðsins og ber ábyrgð á umsýslu hans. Sjóðnum er heimilt að fá aðstoð sérfræðinga við mat á umsóknum.
[Ráðherra] 1) setur þróunarsjóði námsgagna reglugerð 2) þar sem m.a. er kveðið á um skipulag sjóðsins og reglur um úthlutun. Þeir sem fá fé úr þróunarsjóði skulu gera grein fyrir framvindu verkefna og ráðstöfun fjár samkvæmt nánari fyrirmælum í úthlutunarreglum. Verði misbrestur á, eða séu önnur skilyrði fyrir styrkveitingu ekki uppfyllt, er stjórninni heimilt að stöðva greiðslur eða eftir atvikum fara fram á endurgreiðslu styrksins.
Stjórn þróunarsjóðs námsgagna skal eiga samráð við kennara og skóla og fylgjast með þróun og nýsköpun í námsgagnagerð fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Ákvarðanir sjóðstjórnar um úthlutanir eru endanlegar og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.
    1)L. 126/2011, 460. gr. 2)Rg. 1268/2007.

V. kafli. Gæðamat, gildistaka o.fl.
8. gr.1)
    1)L. 91/2015, 9. gr.
9. gr.
Heimilt er [ráðherra] 1) að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
    1)L. 126/2011, 460. gr.
10. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Lög þessi fela ekki í sér breytingar á stöðu og réttindum starfsmanna Námsgagnastofnunar.
[II.
[Á fjárlagaárunum 2016, 2017 og 2018 greiðist framlag skv. 1. mgr. 6. gr. af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga. Í samræmi við samkomulag frá 13. apríl 2016 um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms verður framlagið innheimt af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar ár hvert.] 1)] 2)
    1)L. 78/2016, 2. gr. 2)L. 180/2011, 2. gr.