39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 13. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:20
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:12
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:04.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 24. mál - háskólar Kl. 09:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Geirsdóttur og Brynhildi Pálmarsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra usmagna sem hafa borist um málið.

3) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2023–2026 og aðgerðaáætlun Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hjördísi Önnu Haraldsdóttur og Árnýju Guðmundsdóttur frá málnefnd um íslenskt táknmál og Júlíu Guðnýju Hreinsdóttur og Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

4) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Anton Mána Svansson og Hilmar Sigurðsson frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Lilju Björk Guðmundsdóttur frá Samtökum iðnaðarins.

5) 486. mál - kvikmyndalög Kl. 10:38
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Anton Mána Svansson og Hilmar Sigurðsson frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Lilju Björk Guðmundsdóttur frá Samtökum iðnaðarins.

6) 22. mál - mannanöfn Kl. 11:06
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 112. mál - barnalög Kl. 11:06
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 11:07
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 118. mál - skaðabótalög Kl. 11:07
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

10) Viðbrögð og aðgerðir almannavarna við eldsumbrotum á Reykjanesskaga og ástand innviða Kl. 11:00
Nefndin samþykkti með vísan til 51. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti, annars vegar er óskað eftir minnisblöðum Orkustofnunar frá nóvember 2023 og hins vegar að teknar verði saman upplýsingar um það hvernig brugðist hafi verið við ábendingum sem fram komu um æskilegar og eftir atvikum nauðsynlegar ráðstafanir í þágu orkuinnviða á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota og jarðhræringa á svæðinu.

11) Önnur mál Kl. 11:07
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Halldóra Mogensen óskaði eftir að mál um aukið samstarf og sameiningu háskóla verði tekið á dagskrá og nefndin fái á sinn fund gesti.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:16