21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:02


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:02
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:02
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:02
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:17
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:02
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:23

ELA var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:02
Formaður kynnti fundargerðir 14., 15., 16. og 17. fundar og voru þær samþykktar.

2) 195. mál - mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum Kl. 09:05
Borin var upp sú tillaga að JMS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

3) 196. mál - varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi Kl. 09:07
Borin var upp sú tillaga að LinS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 163. mál - frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum Kl. 09:09
Borin var upp sú tillaga að UBK yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 200. mál - mannanöfn Kl. 09:11
Borin var upp sú tillaga að PVG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 109. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:14
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

7) 6. mál - leikskóli að loknu fæðingarorlofi Kl. 09:22
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

8) 91. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 09:38
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

9) PISA könnunin. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Arnór Guðmundsson og Júlíus Björnson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þeir yfir niðurstöður PISA könnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:45
Nefndin fékk málið til umsagnar frá Velferðarnefnd. Nefndin ræddi fyrirhugaða málsmeðferð sína á málinu.

11) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50