14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 08:45


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:45
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:45
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:45
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:45
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir Pál Val Björnsson (PVB), kl. 08:45

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 09:00 vegna annarra þingstarfa.
Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 243. mál - Rauði krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálfmánans og kristalsins Kl. 08:45
Nefndin afgreiddi álit sitt með breytingatillögu. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.
Vilhjálmur Árnasson var á áliti í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

2) 214. mál - framhaldsskólar Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Dalla Ólafsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Guðríður Arnardóttir og Ólafur H. Sigurjónsson frá Kennarasambandi Íslands, Laufey María Jóhannsdóttir frá sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson frá Ungum jafnaðarmönnum. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Túlkaþjónusta Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Heiðdís Dögg Eiríksdóttir frá félagi heyrnarlausra og Guðný Katrín Ágústsdóttir frá Fjólu, félagi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Fóru þær yfir stöðu túlkaþjónustu í landinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 31. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 10:00
Borin var upp tillaga að Guðbjartur Hannesson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt og málið sent til umsagnar.

5) 33. mál - endurskoðun laga um lögheimili Kl. 10:02
Borin var upp sú tillaga að senda málið til umsagnar. Það var samþykkt.

6) 58. mál - umferðarljósamerkingar á matvæli Kl. 10:04
Borin var upp sú tillaga að Bjarkey Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málins. Það var samþykkt og málið sent til umsagnar.

7) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 10:06
Borin var upp sú tillaga að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður málins. Það var samþykkt og málið sent til umsagnar.

8) 37. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 10:08
Borin var upp sú tillaga að Bjarkey Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málins. Það var samþykkt og málið sent til umsagnar.

9) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:10