34. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir ELA, kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerðir 32 og 33 voru samþykktar.

2) 403. mál - örnefni Kl. 09:05
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu. Helgi Hrafn Gunnarsson ritaði undir álitið með fyrirvara.

3) 430. mál - meðferð sakamála og lögreglulög Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands, Skúli Magnússon og Kolbrún Sævarsdóttir frá Dómarafélagi Íslands, Halla Bergþóra Björnsdóttir frá Lögreglustjórafélagi Íslands(símafundur), Ólafur Þór Hauksson og Björn Þorvaldsson frá Sérstökum saksóknara og Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson frá Ríkissaksóknara. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:50