71. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Guðbjartur Hannesson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) 629. mál - verndarsvæði í byggð Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar kom Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Íslensku ICOMOS- nefndinni og Sigurður Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 687. mál - lögræðislög Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

4) 701. mál - höfundalög Kl. 09:20
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn nema Helgi Hrafn Gunnarsson voru samþykkir úttekt málsins. Bjarkey Olsen Gunnarssdóttir sat hjá.
Undir álitið rita, Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Valur Björnsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Sigríður Á. Andersen.

5) Efling tónlistarnáms Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms (gildistími bráðabirgðaákvæða o.fl.).

6) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50