23. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 11. desember 2015 kl. 13:25


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 13:25
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 13:25
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:25
Fanný Gunnarsdóttir (FG) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 13:25
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:25
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:25
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:25

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:25
Dagskrárlið frestað.

2) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 13:25
Á fund nefndarinnar komu Skúli Magnússon frá dómarafélagi Íslands, Kolbrún Sævarsdóttir frá dómstólaráði, Kjartan Þorkelsson frá Lögreglustjórafélagi Íslands, Hörður Helgason frá Amnesty International og Þórunn Hafstein og Skúli Þór Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 14:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:15