60. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 15:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 15:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:17
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:00

Guðmundur Steingrímsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð nr. 58. og 59. voru samþykktar.

2) 728. mál - útlendingar Kl. 15:03
Á fund nefndarinnar komu Erna Reynisdóttir og Katrín Oddsdóttir frá Barnaheill, Grímur Sigurðsson frá Lögmannafélagi Íslands, Davor Purisce hdl., Arndís A.K. Gunnarsdóttir, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, Ásthildur Linnet, Guðríður Lára Þrastardóttir og Gunnar Narfi Gunnarsson frá Rauða krossi Íslands, Kristín Völundardóttir, Sigurbjörg Rut Hoffritz og Skúli Már Sigurðarsson frá Útlendingastofnun og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá Velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 449. mál - stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna Kl. 15:03
Á fund nefndarinnar komu Erna Reynisdóttir og Katrín Oddsdóttir frá Barnaheill, Grímur Sigurðsson frá Lögmannafélagi Íslands, Davor Purisce hdl., Arndís A.K. Gunnarsdóttir, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, Ásthildur Linnet, Guðríður Lára Þrastardóttir og Gunnar Narfi Gunnarsson frá Rauða krossi Íslands, Kristín Völundardóttir, Sigurbjörg Rut Hoffritz og Skúli Már Sigurðarsson frá Útlendingastofnun og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá Velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 742. mál - lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 17:30
Borin var upp sú tillaga að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 17:34
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 658. mál - lögreglulög Kl. 17:35
Borin var upp sú tillaga að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) 617. mál - handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar Kl. 17:36
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Hinrika Sandra Ingimundardóttir og Skúli Þór Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 17:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00