63. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:20
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Kristín Einarsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:10
Dagskrárlið frestað.

2) 742. mál - lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 08:11
Á fundinn komu Snorri Magnússon og Frímann Birgir Baldursson frá Landssambandi lögreglumanna, Ólafur Örn Bragason og Páll Heiðar Halldórsson frá Ríkislögreglustjóra, Sigríður Bjork Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Þ. Hauksson héraðssaksóknari, Vilhjálmur Egilsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Háskólanum á Bifröst, Halldór Jónsson og Eyvindur G. Gunnarsson frá Háskóla Íslands, Sigurður Tómas Magnusson frá Háskólanum í Reykjavík og Sigrún Stefánsdóttir, Júlí Ósk Antonsdóttir og Ársæll Már Arnarson frá Háskólanum á Akureyri. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá átti nefndin símafund við Höllu Bergþóru Björnsdóttur frá Lögreglustjórafélagi Íslands, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 615. mál - dómstólar Kl. 08:11
Nefndin afgreiddi álit í málinu. Að álitinu stóð öll nefndin, þar af Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hrafn Gíslason og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með fyrirvara.

4) 616. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 08:15
Nefndin afgreiddi álit í málinu. Að álitinu stóð öll nefndin, þar af Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hrafn Gíslason og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með fyrirvara.

5) 728. mál - útlendingar Kl. 08:15
Á fundinn komu Margrét Berg Sverrisdóttir frá Viðskiptaráði Íslands, Rannveig Einarsdóttir frá Hafnarfjarðarbæ og Sólveig Johanna Guðmundsdóttir og Inga Helga Sveinsdóttir frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 08:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00