77. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. ágúst 2016 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:39

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi vegna persónulegra aðstæða.
Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 9.10 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) 794. mál - námslán og námsstyrkir Kl. 08:35
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

3) 765. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019 Kl. 08:40
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Guðbjörg Rósa Ragnarsdóttir frá Útlendingastofnun, Sigurjón Kjærnested frá innflytjendaráði og Rósa Guðrún Erlingsdóttir, Ingivalur Jóhannsson, Linda Rósa Alfreðsdóttir og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir frá Velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 764. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019 Kl. 09:00
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Rósa Guðrún Erlingsdóttir, Ingivalur Jóhannsson, Linda Rósa Alfreðsdóttir og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir frá Velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00