17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:07
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

2) 10. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Kolbrún Benediktsdóttir frá héraðssaksóknara, Páley Borgþórsdóttir frá Lögreglustjórafélagi Íslands, Sigríður J. Friðjónsdóttir frá ríkissaksóknara og Ragnheiður Bragadóttir prófessor. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Fríða Rós Valdimarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf og Hrönn Stefánsdóttir frá Landspítalanum - neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:41
Á fundinn komu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, formaður refsiréttarnefndar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 203. mál - meðferð sakamála Kl. 09:37
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 113. mál - endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga Kl. 09:39
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 127. mál - áfengislög Kl. 09:39
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 134. mál - helgidagafriður Kl. 09:39
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 150. mál - Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað Kl. 09:39
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 09:41
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:58