Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 15/106.

Þskj. 1114  —  335. mál.


Þingsályktun

um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði.


    Með vísun til laga nr. 70 frá 17. maí 1982, um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, samþykkir Alþingi niðurstöður skýrslu stjórnar Kísilmálmvinnslunnar hf., dags. 7. janúar 1983, ásamt viðbót frá 5. apríl s.l., og ályktar að veita ríkisstjórninni heimild til að taka ákvörðun um að reisa og reka kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð og leita samvinnu við innlenda og erlenda aðila um eignaraðild.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1984.