Ferill 157. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 9/107.

Þskj. 888  —  157. mál.


Þingsályktun

um skipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra í samráði við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og láta fara fram könnun á hagkvæmni þess að samræma rekstur almenningsfarartækja á höfuðborgarsvæðinu.
    Könnuð verði almenn og þjóðhagsleg hagkvæmni slíks sameiginlegs samgöngukerfis og gerð langtímaáætlun um almenningssamgöngur á svæðinu.
    Kostnaður við slíka athugun og áætlunargerð greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1985.