Ferill 383. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 21/107.

Þskj. 1402  —  383. mál.


Þingsályktun

um upplýsingamiðlun um húsnæðis- og byggingarmál.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipuleggja og hrinda í framkvæmd því verkefni að efla upplýsingamiðlun um húsnæðis- og byggingarmál til almennings og aðila í byggingariðnaði. Slík upplýsingamiðlun gæti t.d. orðið með eftirtöldum hætti: Útgáfu handbóka, námskeiðahaldi og söfnun tölvutækra gagna. Hafa skal samráð við eftirtalda aðila: Upplýsingaþjónustu Rannsóknaráðs, Byggingarþjónustuna, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Reiknistofnun Háskólans Íslands, Iðntæknistofnun, Húsnæðisstofnun ríkisins og Landssamband iðnaðarmanna.

Samþykkt á Alþingi 20. júní 1985.