Ferill 60. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 3/107.

Þskj. 1405  —  60. mál.


Þingsályktun

um bætt skipulag á þjónustu vegna tannréttinga.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að leita allra leiða til að koma á ákveðinni, skipulegri þjónustu í tannréttingum. Skal um málið leitað samvinnu við Tannlæknafélag Íslands og samráð haft við Tryggingastofnun ríkisins um mögulega framkvæmd þessa.

Samþykkt á Alþingi 20. júní 1985.