Ferill 20. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1987–87.
Nr. 1/109.

Þskj. 107  —  20. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu samnings milli Íslands og Bandaríkjanna til að auðvelda framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku til að auðvelda framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna sem undirritaður var í New York 24. september 1986.

Samþykkt á Alþingi 28. október 1986.