Ferill 66. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


109. löggjafarþing 1986–87.
Nr. 14/109.

Þskj. 1071  —  66. mál.


Þingsályktun

um könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi. Könnunin skal fólgin í því að rannsaka og greina hvernig háttað er völdum og valdahlutföllum stofnana og samtaka, bæði opinberra og óopinberra.
    Könnun þessari verði hraðað og niðurstöður hennar kynntar á Alþingi.

Samþykkt á Alþingi 18. mars 1987.