Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 5/110.

Þskj. 630  —  107. mál.


Þingsályktun

um að setja upp lýsingu á Suðurlandsvegi um Hellisheiði.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera könnun á kostnaði við að lýsa upp Suðurlandsveg frá Reykjavík um Hellisheiði að Hveragerði. Jafnframt verði leitað leiða til framkvæmda við verkið.

Samþykkt á Alþingi 29. febrúar 1988.