Viðvera ráðherra
Fimmtudaginn 24. nóvember 1988

     Geir H. Haarde:
    Virðulegi forseti. Mér kemur það mjög á óvart að hæstv. utanrrh. boðar fjarvist. Ég er hér með fsp. til ráðherrans sem er reyndar fyrsta mál á dagskrá í dag og hefur legið fyrir í rúman mánuð án þess að tími hafi gefist til þess að svara henni. Það er reyndar önnur fsp. á dagskrá í dag sem þessi hæstv. ráðherra hefur verið beðinn um að svara.
    Ég geri mér grein fyrir því að ráðherrar geta haft lögmæt forföll, en það er nú lágmarkskrafa að haft sé samband við þá þm. sem hér eiga mál á dagskrá þegar þannig stendur á.