Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Eyjólfur Konráð Jónsson:
    Hæstv. forseti. Ég get vitnað til fyrirvara hv. þm. Birgis Ísl. Gunnarssonar, en vil þó taka fram að hv. formaður fjvn. og frsm. hennar tók í gær mjög eindregið og skýrt fram að hann mundi beita sér fyrir samningum þannig að Reykjavík nyti kannski ekki jafnréttis en alla vega fengi aukafjárveitingu eða fjárveitingu við 3. umr. Hann lýsti því líka yfir að hann hefði rætt málið við hæstv. fjmrh. Að vísu hafa ekki komið neinar skýrar línur í málið enn þá, en þó að ég treysti því að formaður fjvn. muni standa við sín orð í einu og öllu og beita sér sé ég þetta ekki enn þá á blaði og þess vegna greiði ég ekki atkvæði.