Aðgerðir í efnahagsmálum
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Óli Þ. Guðbjartsson:
    Hæstv. forseti. Eins og staðan er nú í atvinnumálum og efnahagsstjórn okkar Íslendinga væri ábyrgðarhluti að koma í veg fyrir staðfestingu þeirra bráðabirgðalaga ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar sem hér eru til staðfestingar á þskj. 243. Nú liggur enn fremur fyrir yfirlýsing núv. hæstv. forsrh. um að hann muni beita sér fyrir viðræðum á milli aðila vinnumarkaðarins til undirbúnings nýjum kjarasamningum í upphafi næsta árs. Ég tel því ekki rétt að greiða atkvæði gegn staðfestingu þessara bráðabirgðalaga og greiði því ekki atkvæði.