Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Albert Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Ég tek undir það að endurstofnverð er hærra en fasteignamat úti á landi, en það er sagt vera minna en fasteignamat í Reykjavík. Af hverju er þessi munur á húsnæði? Fólk þarf jafnt að hafa húsnæði hér sem annars staðar eða annars staðar sem hér þannig að það á að vera jöfnuður. Ég segi að sjálfsögðu já. Ég er flm.