Tekjuskattur og eignarskattur
Fimmtudaginn 22. desember 1988

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):
    Virðulegur forseti. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að utanrrn. hefur gengið úr skugga um að ekki er um að ræða brot á EFTA-skuldbindingum. Ástæðan er sú að verið er að reyna að gæta sanngirnissjónarmiða milli innlendrar og innfluttrar framleiðslu. Það er byggt á sanngirnisreglum og hér er um að ræða skammtímaaðgerð.