Háskóli Íslands
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Guðmundur Ágústsson:
    Virðulegi forseti. Það voru ekki mörg orð sem ég ætlaði að segja hér. Ég ætlaði aðeins að segja að ég væri samþykkur þessu frv. og tel það afar mikilvægt að Háskólinn geti ráðið því hverjir starfa innan hans veggja og dregið verði úr hinu pólitíska valdi ráðherra varðandi stöðuveitingar. Þetta er það eina sem ég vildi að fram kæmi og sú skoðun sem ég tel nokkuð víst að sé í mínum flokki og fagna því eindregið að þetta frv. skyldi vera lagt fram. Það verður vonandi til þess að draga úr umræðum og misklíð sem verið hefur í þessu þjóðfélagi.