Takmörkun rækjuveiða á næsta ári
Fimmtudaginn 09. febrúar 1989

     Margrét Frímannsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að gera örstutta athugasemd og vekja athygli á því að kvóti á rækjuveiðar eða leyfisveitingar til rækjuvinnslu verða ef fram heldur sem horfir ekki stærstu vandamál þessarar atvinnugreinar. Allt útlit er fyrir að ef fram heldur sem horfir og ekki breytist stefna sjútvrh. varðandi hvalveiðar okkar Íslendinga verði þessi afurð okkar sem og aðrar sjávarafurðir óseljanlegr. Það er í dag hið stóra áhyggjuefni stjórnenda fyrirtækja sjávarútvegsins og um leið allrar þjóðarinnar.