Loðdýrarækt
Fimmtudaginn 09. febrúar 1989

     Egill Jónsson:
    Virðulegi forseti. Mín örstutta athugasemd er einungis í þá veru að taka undir þau orð hæstv. landbrh. sem hann viðhafði í sambandi við fréttaflutning af þeim aðgerðum sem hafa nú verið gerðar í sambandi við loðdýrabúskapinn í landinu. Það fjármagn sem fer inn í þessa búgrein á grundvelli þessara ákvarðana er 55 millj. Ég man ekki hvað DV sagði um þá hluti. Öðru fjármagni hefur verið ráðstafað til verkefna í landbúnaðinum og hefði farið hvort sem er til landbúnaðarins. Aðgerðirnar eru upp á 55 millj. Það er hér staðfest og það er raunar það mikilvægasta við þessa umræðu að það eru komnar réttar tölur á skjáinn í þeim efnum.