Halldór Blöndal:
    Hæstv. forseti. Mér láðist áðan að skýra frá því að mér er ekki kunnugt um að Sjálfstfl. hafi ekki viljað standa með forsetum að því að skipuleggja þingstörf. Þetta eru ómakleg ummæli svo langt ég veit til.
    Í öðru lagi væri fróðlegt ef forseti mundi taka tímann á þeim ræðum sem haldnar hafa verið í dag um þá umræðu utan dagskrár sem var og athuga hvorir hafa talað lengur, þingmenn Sjálfstfl. eða ráðherrar, og mun þá fljótt komast að raun um að ef einhverjir hafa tafið þingstörf hér í dag eru það ekki sjálfstæðismenn.