Gjaldþrotameðferð fyrirtækja
Fimmtudaginn 23. febrúar 1989

     Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson):
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þær upplýsingar sem hann hefur veitt. Mér var ekki kunnugt um að hafið væri á vegum ráðuneytis hans starf að þessu máli, en lýsi yfir ánægju minni með að svo skuli vera og sé að hæstv. ráðherra hefur gefið þessum málum gaum og ætlar sér að bera fram fyrir þingið frv. um sérstaka löggjöf á þessu sviði og er það vissulega ánægjuefni.
    Ég vænti þess að frv. berist yfirstandandi þingi og við getum um það fjallað og hugsanlega afgreitt fyrir þinglok.