Tilhögun þingfundar
Mánudaginn 13. mars 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Í upphafi fundar vil ég upplýsa að Ágúst Guðmundsson hjá Landmælingum Íslands kom til fundar við forseta sl. föstudag og óskaði eftir að þingmenn ættu kost á því að kynnast nýjum staðfræðikortum og íslenskum kortastaðli sem nú liggur fyrir og það varð að samkomulagi að reynt yrði að ljúka þessum fundi kl. 4 þannig að þingmenn gætu, þeir sem áhuga hafa, farið inn á Landmælingar Íslands á tímanum milli 4 og 5, og þeir hafa fengið boðskort sem staðfestir boð þetta, þannig að það verður reynt að ljúka þessum fundi um kl. 4.